| Sf. Gutt
Jon Flanagan hefur gert samning við Glasgow Rangers. Hann gengur þar með til liðs við fyrrum félaga sinn Steven Gerrard sem er auðvitað framkvæmdastjóri Rangers.
Jon lék sína fyrstu leiki með Liverpool á valdatíma Kenny Dalglish á leiktíðinni 2010/11. Ferill hans lofaði góðu eftir frábæra framgöngu á leiktíðinni 2013/14 þegar hann lék stórvel og vann sér fast sæti í liðinu sem bakvörður. Brasilíski bakvörðurinn Cafu heillaðist af Jon og sagði að hann gæti orðið einn af bestu bakvörðum heims!
Allt fór nú á versta veg. Slæm hnjámeiðsli komu í ljós sumarið 2014. Þær kostuðu tvær erfiðar aðgerðir og hann lék ekkert á næsta keppnistímabili.
Jon, sem er fæddur í Liverpool, náði sér aldrei á strik eftir þessi erfiðu meiðsli en hann spilaði ekki aftur fyrr en í janúar 2016. Hann var lánaður til Burnley á leiktíðinni 2016/17 og svo til Bolton Wanderes eftir síðustu áramót og til vors. Honum gekk ekki ýkja vel og spilaði fáa leiki hjá þessum félögum. Ákæra fyrir líkamsárás á kærustu sínu í lok síðasta árs bætti ekki úr skák. Jon er nú kominn til Rangers og vonandi vegnar honum vel í Skotlandi.
Svo vel lék Jon Flanagan á leiktíðinni 2013/14 að hann var valinn í enska landsliðið sem var að undirbúa sig fyrir HM í Brasilíu. Hann lék einn vináttulandsleik í júní 2014 og var á bakvakt fyrir HM.
Jon Flanagan lék 51 leik með Liverpool og skoraði eitt mark.
Hér má lesa um feril Jon Flanagan á LFChistory.net.
TIL BAKA
Jon Flanagan semur við Rangers
Jon Flanagan hefur gert samning við Glasgow Rangers. Hann gengur þar með til liðs við fyrrum félaga sinn Steven Gerrard sem er auðvitað framkvæmdastjóri Rangers.
Jon lék sína fyrstu leiki með Liverpool á valdatíma Kenny Dalglish á leiktíðinni 2010/11. Ferill hans lofaði góðu eftir frábæra framgöngu á leiktíðinni 2013/14 þegar hann lék stórvel og vann sér fast sæti í liðinu sem bakvörður. Brasilíski bakvörðurinn Cafu heillaðist af Jon og sagði að hann gæti orðið einn af bestu bakvörðum heims!
Allt fór nú á versta veg. Slæm hnjámeiðsli komu í ljós sumarið 2014. Þær kostuðu tvær erfiðar aðgerðir og hann lék ekkert á næsta keppnistímabili.
Jon, sem er fæddur í Liverpool, náði sér aldrei á strik eftir þessi erfiðu meiðsli en hann spilaði ekki aftur fyrr en í janúar 2016. Hann var lánaður til Burnley á leiktíðinni 2016/17 og svo til Bolton Wanderes eftir síðustu áramót og til vors. Honum gekk ekki ýkja vel og spilaði fáa leiki hjá þessum félögum. Ákæra fyrir líkamsárás á kærustu sínu í lok síðasta árs bætti ekki úr skák. Jon er nú kominn til Rangers og vonandi vegnar honum vel í Skotlandi.
Svo vel lék Jon Flanagan á leiktíðinni 2013/14 að hann var valinn í enska landsliðið sem var að undirbúa sig fyrir HM í Brasilíu. Hann lék einn vináttulandsleik í júní 2014 og var á bakvakt fyrir HM.
Jon Flanagan lék 51 leik með Liverpool og skoraði eitt mark.
Hér má lesa um feril Jon Flanagan á LFChistory.net.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan