| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Fimmti leikmaður Liverpool sem leikur til úrslita á HM
Dejan Lovren verður á morgun fimmti leikmaðurinn í sögu Liverpool til að leika til úrslita á HM, hann mun einnig deila mögnuðu meti með Thierry Henry eftir morgundaginn.
Dejan Lovren hefur verið fastur maður í liði Króata sem komið er alla leið í úrslit HM, flestum að óvörum. Ef hann spilar leikinn á morgun (sem hann gerir nokkuð örugglega) kemst hann í hóp með Roger Hunt, Dietmar Hamann, Fernando Torres og Dirk Kuyt, en þeir komu allir við sögu í úrslitaleikjum HM meðan þeir voru leikmenn Liverpool.
Hunt varð heimsmeistari með Englendingum 1966. Spilaði allan leikinn, sem fór í framlengingu. Hamann spilaði 90 mínútur í úrslitaleik Þýskalands og Brasilíu 2002, þar sem Þjóðverjar töpuðu.
Kuyt og Torres tóku síðan báðir þátt í úrslitaleik Spánar og Hollands 2010, en þeir mættust raunar ekki. Kuyt var tekinn út af eftir rúmar 70 mínútur og Torres kom inná í seinni hálfleik framlengingar - og var inná vellinum þegar Iniesta tryggði Spánverjum fyrsta og eina heimsmeistaratitil sinn.
Ef Lovren spilar á morgun verður hann einnig aðeins annar maðurinn í sögu ensku Úrvalsdeildarinnar til að spila úrslitaleik í Meistaradeildinni og HM á sama tímabili. Það gerði Thierry Henry 2006, þegar Arsenal tapaði fyrir Barcelona í CL og Frakkar töpuðu fyrir Ítölum á HM.
Dejan Lovren hefur verið fastur maður í liði Króata sem komið er alla leið í úrslit HM, flestum að óvörum. Ef hann spilar leikinn á morgun (sem hann gerir nokkuð örugglega) kemst hann í hóp með Roger Hunt, Dietmar Hamann, Fernando Torres og Dirk Kuyt, en þeir komu allir við sögu í úrslitaleikjum HM meðan þeir voru leikmenn Liverpool.
Hunt varð heimsmeistari með Englendingum 1966. Spilaði allan leikinn, sem fór í framlengingu. Hamann spilaði 90 mínútur í úrslitaleik Þýskalands og Brasilíu 2002, þar sem Þjóðverjar töpuðu.
Kuyt og Torres tóku síðan báðir þátt í úrslitaleik Spánar og Hollands 2010, en þeir mættust raunar ekki. Kuyt var tekinn út af eftir rúmar 70 mínútur og Torres kom inná í seinni hálfleik framlengingar - og var inná vellinum þegar Iniesta tryggði Spánverjum fyrsta og eina heimsmeistaratitil sinn.
Ef Lovren spilar á morgun verður hann einnig aðeins annar maðurinn í sögu ensku Úrvalsdeildarinnar til að spila úrslitaleik í Meistaradeildinni og HM á sama tímabili. Það gerði Thierry Henry 2006, þegar Arsenal tapaði fyrir Barcelona í CL og Frakkar töpuðu fyrir Ítölum á HM.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan