| Heimir Eyvindarson

Oxlade-Chamberlain verður líklega ekkert með í vetur

Jurgen Klopp sagði frá því í dag að meiðsli Alex Oxlade-Chamberlain væru talsvert alvarlegri en fyrst var talað um. Ox verður að öllum líkindum frá fram á vor. 

Að sögn Klopp hefur alvarleiki meiðslanna legið ljós fyrir allt frá því að Ox gekkst undir aðgerð, 8 dögum eftir meiðslin. Ekkert bakslag hafi komið í bataferlið, aðgerðin hafi gengið vel og allt sé á upphaflegri áætlun. Það hafi hins vegar verið eindregin ósk leikmannsins sjálfs að segja ekki alla söguna fyrr en núna, Ox hafi ekki viljað skemma stemninguna í kringum liðið í vor með ennþá leiðinlegri meiðslafréttum en ætlað var.

,,Þetta er einfaldlega í anda Ox, hann setur liðið alltaf í fyrsta sæti. Við vissum í rauninni strax eftir Roma leikinn að hann yrði frá í u.þ.b. ár og fengum svo staðfestingu á því eftir aðgerðina. Meiðslin eru mjög alvarleg og það er löng og ströng endurhæfing framundan", sagði Jurgen Klopp í dag.

,,Við höfum miðað allan okkar undirbúning fyrir næsta tímabil við það að Ox verði ekkert með, ef hann kemst af stað áður en leiktíðin er úti þá er það mjög ánægjulegur bónus."



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan