| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Góður sigur á Palace
Liverpool vann 0-2 sigur á Crystal Palace í síðasta leik 2. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Mörkin skoruðu þeir James Milner úr víti og Sadio Mané.
Jürgen Klopp gerði engar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn West Ham og Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, breytti ekki byrjunarliði sínu heldur. Hjá Liverpool settist Simon Mignolet á bekkinn þar sem orðrómur gerist háværari um að Loris Karius sé á leið til Besiktas í Tyrklandi. Joel Matip var svo leikfær og settist á bekkinn ásamt þeim Alberto Moreno, Jordan Henderson, Adam Lallana, Xerdan Shaqiri og Daniel Sturridge.
Eins og við var að búast vörðust heimamenn aftarlega, lokuðu svæðum og leyfðu gestunum að hafa boltann að mestu. Fátt markvert gerðist í upphafi leiksins en fyrsta alvöru færið kom um miðjan hálfleikinn. Alisson sendi boltann út til vinstri á Keita og hann sneri af sér leikmann Palace á snilldarlegan hátt, lék fram völlinn og sendi boltann fram til Salah sem var kominn í gegn. Sendingin var há og Salah tók boltann niður og hugðist vippa boltanum yfir markvörð Palace sem var kominn vel út í teiginn. En boltinn lyftist því miður hátt yfir markið.
Skömmu síðar þrumaði Andros Townsend í þverslána með þrumuskoti fyrir utan teig. Frákastið féll til Wilfried Zaha sem skaut strax að marki en boltinn fór í Alexander-Arnold og þaðan afturfyrir markið. Áfram hélt leikurinn að vera nokkuð jafn en leikmenn Liverpool færðust nær markinu með hverri sókninni. Rétt fyrir hálfleik fékk Salah boltann inná teignum, umkringdur varnarmönnum, hann reyndi að snúa í átt að marki en var felldur af Mamadou Sakho í teignum. Dómarinn dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu og var það réttur dómur, auk þess hafði hann fullkomið sjónarhorn af atvikinu. Á punktinn fór James Milner og hann skoraði örugglega, skaut boltanum í hægra hornið á meðan markvörðurinn skutlaði sér í það vinstra. Staðan 0-1 í hálfleik og stuðningsmenn Palace ekki sáttir með vítaspyrnudóminn en því varð ekki breytt.
Skömmu eftir að síðari hálfleikur hófst hefði staðan átt að vera orðin 0-2 þegar Salah komst í gegn en varnarmaður Palace truflaði hann sem og að markvörðurinn kom út á móti. Salah hélt boltanum inná af harðfylgi og sendi hann út í teiginn þar sem Naby Keita kom á ferðinni en skaut boltanum rétt framhjá. Alisson þurfti svo að hafa sig allan við þegar Palace fengu aukaspyrnu við hægra vítateigshornið. Milivojevic skaut og boltinn stefndi í hægra hornið en Alisson skutlaði sér og varði vel. Ekki svo löngu síðar varði hann svo skalla úr teignum eftir hornspyrnu. Palace menn voru farnir að færa sig ofar á völlinn til að freista þess að jafna og það þýddi auðvitað meira pláss fyrir Salah og félaga. Firmino sendi Salah einan í gegn á 75. mínútu og þegar hann var að komast inní teiginn var hann felldur af Wan-Bissaka. Dómarinn lyfti rauða spjaldinu réttilega og úr aukaspyrnunni skaut Salah en varnarmaður Palace náði að skalla boltann frá í varnarveggnum. Heimamenn voru þó ekki á því að gefast upp og reyndu hvað þeir gátu. Stuðningsmenn þeirra vildu fá vítaspyrnu þegar Wijnaldum vann boltann í teignum en vítaspyrna hefði verið rangur dómur í því tilfelli. Undir lokin fékk Salah eitt færi í viðbót þegar hann skallaði sendingu frá Mané að marki en Hennessey í markinu sló boltann yfir. Sigurinn var svo gulltryggður í uppbótartíma þegar Salah sendi Mané einan í gegn, þrátt fyrir að fá varnarmann í sig og markvörðinn út á móti kom hann boltanum framhjá þeim og sendi hann svo í autt markið. 0-2 sigur staðreynd og honum var vel fagnað.
Crystal Palace: Hennessey, Wan-Bissaka, Tomkins, Sakho, van Aanholt, Townsend (Ward, 79. mín.), Milivojevic, McArthur, Schlupp (Meyer, 83. mín.), Benteke (Sörloth, 70. mín.), Zaha. Ónotaðir varamenn: Guaita, Kelly, Kouyaté, Ayew.
Gult spjald: van Aanholt.
Rautt spjald: Wan-Bissaka.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Robertson, Milner (Henderson, 67. mín.), Wijnaldum, Keita (Lallana, 87. mín.), Salah, Firmino (Sturridge, 90+4. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Matip, Shaqiri.
Mörk Liverpool: James Milner (45. mín. víti) og Sadio Mané (90+3. mín.).
Gult spjald: Trent Alexander-Arnold.
Maður leiksins: Virgil van Dijk var frábær í leiknum og vann hvern skallaboltann á fætur öðrum. Það var vitað fyrir leikinn að baráttan við Christian Benteke yrði hörð en van Dijk hafði góð tök á Benteke allan leikinn og stýrði vörninni glæsilega allan leikinn.
Jürgen Klopp: ,,Mér fannst eins og við hefðum getað gert betur, en jú við bjuggumst við Palace eins sterkum og þeir voru. Þeir reyndu auðvitað mikið af háum boltum fram völlinn og ég veit ekki um marga varnarmenn sem geta unnið skallabolta gegn Christian Benteke heilan leik en Virgil var ávallt mættur og við unnum líka oftast seinni boltann sem er ekki síður mikilvægt. Við vorum í lagi varnarlega en ég var ekki ánægður með sóknarleikinn. Takturinn var ekki góður og tímasetningarnar ekki heldur. En við fengum vítaspyrnu á frábærum tíma í fyrri hálfleik og það sama má segja um markið í seinni hálfleik."
Fróðleikur:
- Sadio Mané skoraði sitt þriðja mark í deildinni.
- Hann nýtur þess greinilega að spila gegn Palace því þetta var hans sjötta mark í átta leikjum gegn þeim og hefur hann ekki skorað svo mörg mörk gegn neinu öðru liði í deildinni.
- Mané er fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í þrem leikjum í röð gegn Palace.
- James Milner skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Milner hefur ekki enn tapað leik sem hann skorar í, alls eru leikirnir orðnir 48 (38 sigrar og 10 jafntefli).
- Milner hefur skorað úr 13 af 15 vítaspyrnum sínum í deildinni á ferlinum og níu af tíu fyrir Liverpool. Hann er jafnframt fyrsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur skorað úr átta vítaspyrnum í röð.
Jürgen Klopp gerði engar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum gegn West Ham og Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, breytti ekki byrjunarliði sínu heldur. Hjá Liverpool settist Simon Mignolet á bekkinn þar sem orðrómur gerist háværari um að Loris Karius sé á leið til Besiktas í Tyrklandi. Joel Matip var svo leikfær og settist á bekkinn ásamt þeim Alberto Moreno, Jordan Henderson, Adam Lallana, Xerdan Shaqiri og Daniel Sturridge.
Eins og við var að búast vörðust heimamenn aftarlega, lokuðu svæðum og leyfðu gestunum að hafa boltann að mestu. Fátt markvert gerðist í upphafi leiksins en fyrsta alvöru færið kom um miðjan hálfleikinn. Alisson sendi boltann út til vinstri á Keita og hann sneri af sér leikmann Palace á snilldarlegan hátt, lék fram völlinn og sendi boltann fram til Salah sem var kominn í gegn. Sendingin var há og Salah tók boltann niður og hugðist vippa boltanum yfir markvörð Palace sem var kominn vel út í teiginn. En boltinn lyftist því miður hátt yfir markið.
Skömmu síðar þrumaði Andros Townsend í þverslána með þrumuskoti fyrir utan teig. Frákastið féll til Wilfried Zaha sem skaut strax að marki en boltinn fór í Alexander-Arnold og þaðan afturfyrir markið. Áfram hélt leikurinn að vera nokkuð jafn en leikmenn Liverpool færðust nær markinu með hverri sókninni. Rétt fyrir hálfleik fékk Salah boltann inná teignum, umkringdur varnarmönnum, hann reyndi að snúa í átt að marki en var felldur af Mamadou Sakho í teignum. Dómarinn dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu og var það réttur dómur, auk þess hafði hann fullkomið sjónarhorn af atvikinu. Á punktinn fór James Milner og hann skoraði örugglega, skaut boltanum í hægra hornið á meðan markvörðurinn skutlaði sér í það vinstra. Staðan 0-1 í hálfleik og stuðningsmenn Palace ekki sáttir með vítaspyrnudóminn en því varð ekki breytt.
Skömmu eftir að síðari hálfleikur hófst hefði staðan átt að vera orðin 0-2 þegar Salah komst í gegn en varnarmaður Palace truflaði hann sem og að markvörðurinn kom út á móti. Salah hélt boltanum inná af harðfylgi og sendi hann út í teiginn þar sem Naby Keita kom á ferðinni en skaut boltanum rétt framhjá. Alisson þurfti svo að hafa sig allan við þegar Palace fengu aukaspyrnu við hægra vítateigshornið. Milivojevic skaut og boltinn stefndi í hægra hornið en Alisson skutlaði sér og varði vel. Ekki svo löngu síðar varði hann svo skalla úr teignum eftir hornspyrnu. Palace menn voru farnir að færa sig ofar á völlinn til að freista þess að jafna og það þýddi auðvitað meira pláss fyrir Salah og félaga. Firmino sendi Salah einan í gegn á 75. mínútu og þegar hann var að komast inní teiginn var hann felldur af Wan-Bissaka. Dómarinn lyfti rauða spjaldinu réttilega og úr aukaspyrnunni skaut Salah en varnarmaður Palace náði að skalla boltann frá í varnarveggnum. Heimamenn voru þó ekki á því að gefast upp og reyndu hvað þeir gátu. Stuðningsmenn þeirra vildu fá vítaspyrnu þegar Wijnaldum vann boltann í teignum en vítaspyrna hefði verið rangur dómur í því tilfelli. Undir lokin fékk Salah eitt færi í viðbót þegar hann skallaði sendingu frá Mané að marki en Hennessey í markinu sló boltann yfir. Sigurinn var svo gulltryggður í uppbótartíma þegar Salah sendi Mané einan í gegn, þrátt fyrir að fá varnarmann í sig og markvörðinn út á móti kom hann boltanum framhjá þeim og sendi hann svo í autt markið. 0-2 sigur staðreynd og honum var vel fagnað.
Crystal Palace: Hennessey, Wan-Bissaka, Tomkins, Sakho, van Aanholt, Townsend (Ward, 79. mín.), Milivojevic, McArthur, Schlupp (Meyer, 83. mín.), Benteke (Sörloth, 70. mín.), Zaha. Ónotaðir varamenn: Guaita, Kelly, Kouyaté, Ayew.
Gult spjald: van Aanholt.
Rautt spjald: Wan-Bissaka.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Robertson, Milner (Henderson, 67. mín.), Wijnaldum, Keita (Lallana, 87. mín.), Salah, Firmino (Sturridge, 90+4. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Matip, Shaqiri.
Mörk Liverpool: James Milner (45. mín. víti) og Sadio Mané (90+3. mín.).
Gult spjald: Trent Alexander-Arnold.
Maður leiksins: Virgil van Dijk var frábær í leiknum og vann hvern skallaboltann á fætur öðrum. Það var vitað fyrir leikinn að baráttan við Christian Benteke yrði hörð en van Dijk hafði góð tök á Benteke allan leikinn og stýrði vörninni glæsilega allan leikinn.
Jürgen Klopp: ,,Mér fannst eins og við hefðum getað gert betur, en jú við bjuggumst við Palace eins sterkum og þeir voru. Þeir reyndu auðvitað mikið af háum boltum fram völlinn og ég veit ekki um marga varnarmenn sem geta unnið skallabolta gegn Christian Benteke heilan leik en Virgil var ávallt mættur og við unnum líka oftast seinni boltann sem er ekki síður mikilvægt. Við vorum í lagi varnarlega en ég var ekki ánægður með sóknarleikinn. Takturinn var ekki góður og tímasetningarnar ekki heldur. En við fengum vítaspyrnu á frábærum tíma í fyrri hálfleik og það sama má segja um markið í seinni hálfleik."
Fróðleikur:
- Sadio Mané skoraði sitt þriðja mark í deildinni.
- Hann nýtur þess greinilega að spila gegn Palace því þetta var hans sjötta mark í átta leikjum gegn þeim og hefur hann ekki skorað svo mörg mörk gegn neinu öðru liði í deildinni.
- Mané er fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í þrem leikjum í röð gegn Palace.
- James Milner skoraði sitt fyrsta mark á leiktíðinni.
- Milner hefur ekki enn tapað leik sem hann skorar í, alls eru leikirnir orðnir 48 (38 sigrar og 10 jafntefli).
- Milner hefur skorað úr 13 af 15 vítaspyrnum sínum í deildinni á ferlinum og níu af tíu fyrir Liverpool. Hann er jafnframt fyrsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur skorað úr átta vítaspyrnum í röð.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan