| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Erfiður sigur á Leicester
Liverpool vann Leicester á útivelli í dag. Liðið er enn á toppnum með fullt hús stiga, en fékk á sig fyrsta markið í dag. Það hlaut að koma að því.
Liverpool var miklu betra liðið til að byrja með og strax eftir 3-4 mínútur fengu Firmino og Salah góðan sjéns í sömu sókninni, fyrst varði Schmeichel vel frá Firmino og svo klúðraði Salah frákastinu. Báðir framherjarnir hefðu getað gert betur þarna.
Á 10. mínútu kom fyrsta markið. Það gerði Sadio Mané, eftir góðan undir búning Andy Robertson. Staðan 0-1 á King Power Stadium.
Eftir rúmar 20 mínútur fór aðeins að bóla á Leicester í leiknum. Alisson varði vel frá Gray á 24. mínútu, sem var nú eiginlega eina færi heimamanna í hálfleiknum, en seinnipart hálfleiksins var Leicester held ég meira með boltann en Liverpool.
Undir lok fyrri hálfleiksins skoraði Firmino með skalla eftir hornspyrnu, lagleg afgreiðsla og vonandi er Firmino að komast á bragðið. Nokkrum andartökum síðar átti Salah ágætt skot sem Schmeichel varði vel. Staðan 0-2 í hálfleik.
Það er síðan varla hægt að segja að Liverpool hafi mætt almennilega til leiks í seinni hálfleik. Leicester pressaði mjög vel út um allan völl, án þess að skapa miklu hættu svosem, það sáu okkar menn um fyrir heimaliðið.
Á 63. mínútu átti Van Dijk erfiða sendingu til baka á Alisson, sem hafði samt allan tímann í heiminum til að hreinsa fram. Í stað þess að hafa þetta einfalt ákvað hann að reyna að sóla Iheanacho, það kom einstaklega klaufalega út fyrir Brassann og endaði með því að hann datt á nefið boltalaus. Iheanacho renndi boltanum á Ghezzal sem setti hann í tómt markið. Skelfileg mistök hjá Alisson. Staðan 1-2.
Á 71. mínútu komu Keita og Shaqiri inn fyrir Henderson og Salah. Það kom kannski aðeins meira jafnvægi í liðið við það, en samt sem áður var Liverpool aldrei sannfærandi í seinni hálfleik. En sem betur fer héldu okkar menn út og lönduðu dýrmætum þremur stigum.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Matip á 89. mín.), Gomez. Van Dijk, Robertson, Henderson (Keita á 71. mín.), Wijnaldum, Milner, Mané, Firmino, Salah (Shaqiri á 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Lallana, Sturridge.
Mörk Liverpool: Mané á 10. mín. og Firmino á 45. mín.
Gul spjöld: Milner og Van Dijk.
Maður leiksins: Milner var öflugur á miðjunni eins og venjulega og Mané var líklega sterkastur af framherjunum. En minn maður leiksins var Joe Gomez. Hann var mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum í miðverðinum og leysti svo hægri bakvarðarstöðuna með sóma eftir að Matip kom inná undir lokin. Frábær byrjun á tímabilinu hjá Gomez.
Jürgen Klopp: ,,Það er mjög ánægjulegt að vera í þeirri stöðu að hafa fullt hús stiga en vita samt að liðið á mjög mikið inni. Við vorum of óöruggir í seinni hálfleik, þegar markið kom áttum við fyrir löngu að vera búnir að leysa vandamálið en í stað þess að einhver stigi upp horfðu allir á næsta mann og það endaði með ósköpum. Auðvitað á Alisson markið skuldlaust, þetta voru hræðileg mistök. Hann veit það vel, ég talaði við hann strax eftir leikinn og sagði honum að þetta hefði samt verið besti leikurinn til að gera svona mistök því að við unnum hann samt. Sem betur fer. Hann lærir af þessu, við sáum það strax eftir markið. Hann spilaði áfram fullur af sjálfstrausti þrátt fyrir að áhorfendurnir væru að reyna að setja pressu á hann. Ef einhver hefði boðið mér fyrir mótið að vera á toppnum með fullt hús í dag hefði ég sagt já takk."
-Það þarf að fara allt aftur til gullaldarára Kenny Dalglish til að fletta upp tímabili þar sem Liverpool byrjaði á að vinna fyrstu fjóra leikina. Það gerðist síðast haustið 1990.
-James Milner spilaði í dag sinn 100. leik fyrir Liverpool. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem komið hefur á frjálsri sölu til félagsins til að ná svo mörgum leikjum.
-Sadio Mané er kominn með 4 mörk í fyrstu fjórum leikjum Liverpool í deildinni. Ef litið er aðeins lengra aftur sést að markið í dag var 15. mark Senegalans í síðustu 21 leikjum.
-Liverpool var 49% með boltann í dag. Það er í fyrsta sinn á leiktíðinni sem liðið er minna með boltann en andstæðingurinn.
Á 10. mínútu kom fyrsta markið. Það gerði Sadio Mané, eftir góðan undir búning Andy Robertson. Staðan 0-1 á King Power Stadium.
Eftir rúmar 20 mínútur fór aðeins að bóla á Leicester í leiknum. Alisson varði vel frá Gray á 24. mínútu, sem var nú eiginlega eina færi heimamanna í hálfleiknum, en seinnipart hálfleiksins var Leicester held ég meira með boltann en Liverpool.
Undir lok fyrri hálfleiksins skoraði Firmino með skalla eftir hornspyrnu, lagleg afgreiðsla og vonandi er Firmino að komast á bragðið. Nokkrum andartökum síðar átti Salah ágætt skot sem Schmeichel varði vel. Staðan 0-2 í hálfleik.
Það er síðan varla hægt að segja að Liverpool hafi mætt almennilega til leiks í seinni hálfleik. Leicester pressaði mjög vel út um allan völl, án þess að skapa miklu hættu svosem, það sáu okkar menn um fyrir heimaliðið.
Á 63. mínútu átti Van Dijk erfiða sendingu til baka á Alisson, sem hafði samt allan tímann í heiminum til að hreinsa fram. Í stað þess að hafa þetta einfalt ákvað hann að reyna að sóla Iheanacho, það kom einstaklega klaufalega út fyrir Brassann og endaði með því að hann datt á nefið boltalaus. Iheanacho renndi boltanum á Ghezzal sem setti hann í tómt markið. Skelfileg mistök hjá Alisson. Staðan 1-2.
Á 71. mínútu komu Keita og Shaqiri inn fyrir Henderson og Salah. Það kom kannski aðeins meira jafnvægi í liðið við það, en samt sem áður var Liverpool aldrei sannfærandi í seinni hálfleik. En sem betur fer héldu okkar menn út og lönduðu dýrmætum þremur stigum.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Matip á 89. mín.), Gomez. Van Dijk, Robertson, Henderson (Keita á 71. mín.), Wijnaldum, Milner, Mané, Firmino, Salah (Shaqiri á 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Lallana, Sturridge.
Mörk Liverpool: Mané á 10. mín. og Firmino á 45. mín.
Gul spjöld: Milner og Van Dijk.
Maður leiksins: Milner var öflugur á miðjunni eins og venjulega og Mané var líklega sterkastur af framherjunum. En minn maður leiksins var Joe Gomez. Hann var mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum í miðverðinum og leysti svo hægri bakvarðarstöðuna með sóma eftir að Matip kom inná undir lokin. Frábær byrjun á tímabilinu hjá Gomez.
Jürgen Klopp: ,,Það er mjög ánægjulegt að vera í þeirri stöðu að hafa fullt hús stiga en vita samt að liðið á mjög mikið inni. Við vorum of óöruggir í seinni hálfleik, þegar markið kom áttum við fyrir löngu að vera búnir að leysa vandamálið en í stað þess að einhver stigi upp horfðu allir á næsta mann og það endaði með ósköpum. Auðvitað á Alisson markið skuldlaust, þetta voru hræðileg mistök. Hann veit það vel, ég talaði við hann strax eftir leikinn og sagði honum að þetta hefði samt verið besti leikurinn til að gera svona mistök því að við unnum hann samt. Sem betur fer. Hann lærir af þessu, við sáum það strax eftir markið. Hann spilaði áfram fullur af sjálfstrausti þrátt fyrir að áhorfendurnir væru að reyna að setja pressu á hann. Ef einhver hefði boðið mér fyrir mótið að vera á toppnum með fullt hús í dag hefði ég sagt já takk."
Fróðleikur:
-Það þarf að fara allt aftur til gullaldarára Kenny Dalglish til að fletta upp tímabili þar sem Liverpool byrjaði á að vinna fyrstu fjóra leikina. Það gerðist síðast haustið 1990.
-James Milner spilaði í dag sinn 100. leik fyrir Liverpool. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem komið hefur á frjálsri sölu til félagsins til að ná svo mörgum leikjum.
-Sadio Mané er kominn með 4 mörk í fyrstu fjórum leikjum Liverpool í deildinni. Ef litið er aðeins lengra aftur sést að markið í dag var 15. mark Senegalans í síðustu 21 leikjum.
-Liverpool var 49% með boltann í dag. Það er í fyrsta sinn á leiktíðinni sem liðið er minna með boltann en andstæðingurinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan