| Sf. Gutt
Landsleikjahlé er að baki og nú hefjast lið handa um að safna stigum í sínum deildum. Liverpool er efst í deildinni og sigur á Wembley um hádegisbilið á morgun tryggir að liðið haldi forystunni með fullu húsi. Það verður ekki auðvelt því mótherjinn, Tottenham Hotspur, hefur hug á að ná Liverpool og það getur liðið gert með sigri.
Liðin mætast á nýja Wembley og þar hefur Liverpool ekki unnið í síðustu leikjum. Liverpool hefur tapað í síðustu tveimur bikarúrslitumelikjum sínum þar og eins í undanúrslitum í FA bikarnum. Svo steinlá liðið þar 4:1 fyrir Spurs á síðustu leiktíð. Það var einn allra versti leikur Liverpool á liðinni sparktíð og liðið, og þá sérstaklega vörnin og Simon Mignolet sem stóð í markinu, fengu aldeilis að heyra það í fjölmiðlum eftir leikinn. Segja má að þessi útreið hafi verið ákveðinn vendipunktur því varnarleikur liðsins fór í kjölfarið batnandi og nú er vörnin talinn býsna sterk og það sem af er hefur liðið aðeins fengið eitt mark á sig.
Vörnin þarf að vera góð á morgun því sókn Spurs er hættuleg með Harry Kane, markakóng HM í sumar, í broddi fylkingar. Vörn Tottenham er jafnan góð en var þó ekki sannfærandi þegar liðið tapaði 2:1 fyrir Watford í síðustu umferð fyrir landsleikjhlé. Vonandi ná hinir skæðu framherjar Liverpool að valda vörn Spurs álíka vanda og framherjar Watford gerðu um daginn.
Fyrir leiktíðina var reiknað með því að Tottenham myndi taka á móti Liverpool á nýja heimavelli sínum en hann er ekki tilbúinn og þess vegna mætast liðin á Wembley. Margir af glæstustu sigrum Liverpool í sögunni hafa unnist á Wembley. Liverpool hefur þó ekki unnið deildarleik þar en ég spái því að ísinn verði brotinn á morgun. Liverpool vinnur 1:2 með mörkum Mohamed Salah og Roberto Firmino.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Landsleikjahlé er að baki og nú hefjast lið handa um að safna stigum í sínum deildum. Liverpool er efst í deildinni og sigur á Wembley um hádegisbilið á morgun tryggir að liðið haldi forystunni með fullu húsi. Það verður ekki auðvelt því mótherjinn, Tottenham Hotspur, hefur hug á að ná Liverpool og það getur liðið gert með sigri.
Liðin mætast á nýja Wembley og þar hefur Liverpool ekki unnið í síðustu leikjum. Liverpool hefur tapað í síðustu tveimur bikarúrslitumelikjum sínum þar og eins í undanúrslitum í FA bikarnum. Svo steinlá liðið þar 4:1 fyrir Spurs á síðustu leiktíð. Það var einn allra versti leikur Liverpool á liðinni sparktíð og liðið, og þá sérstaklega vörnin og Simon Mignolet sem stóð í markinu, fengu aldeilis að heyra það í fjölmiðlum eftir leikinn. Segja má að þessi útreið hafi verið ákveðinn vendipunktur því varnarleikur liðsins fór í kjölfarið batnandi og nú er vörnin talinn býsna sterk og það sem af er hefur liðið aðeins fengið eitt mark á sig.
Vörnin þarf að vera góð á morgun því sókn Spurs er hættuleg með Harry Kane, markakóng HM í sumar, í broddi fylkingar. Vörn Tottenham er jafnan góð en var þó ekki sannfærandi þegar liðið tapaði 2:1 fyrir Watford í síðustu umferð fyrir landsleikjhlé. Vonandi ná hinir skæðu framherjar Liverpool að valda vörn Spurs álíka vanda og framherjar Watford gerðu um daginn.
Fyrir leiktíðina var reiknað með því að Tottenham myndi taka á móti Liverpool á nýja heimavelli sínum en hann er ekki tilbúinn og þess vegna mætast liðin á Wembley. Margir af glæstustu sigrum Liverpool í sögunni hafa unnist á Wembley. Liverpool hefur þó ekki unnið deildarleik þar en ég spái því að ísinn verði brotinn á morgun. Liverpool vinnur 1:2 með mörkum Mohamed Salah og Roberto Firmino.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan