| Sf. Gutt
Jürgen Klopp ákvað að sitja fyrirliðann Jordan Henderson í fyrsta skipti í byrjunarliðið á leiktíðinni og það sama gilti um Daniel Sturridge. Naby Keita og Roberto Firmino fóru á bekkinn en ekki var talið ráðlegt að Brasilíumaðurinn byrjaði leikinn eftir augnmeiðslin sem hann varð fyrir á móti Tottenham.
Andrúmsloftið í Musterinu var rafmagnað þegar flautað var til leiks og stuðningsmenn Liverpool ætluðu greinilega ekki að láta sitt eftir liggja í að styðja sína menn til góðra verka. Hver árásin af annarri var gerð að marki þrefaldra meistara Frakklands og eftir hornspyrnu eftir rúmar fimm mínútur fékk Virgil van Dijk boltann frír í vítateignum. Hann skaut boltanum í jörðina og boltinn stefndi upp í vinstra hornið þegar Alphonse Areola kom til skjalanna og náði naumlega að slá boltann yfir. Mínútu síðar átti James Milner skot utan vítateigs sem Alphonse varði neðst í horninu. Joe Gomez átti svo skalla rétt framhjá vinklinum. Paris fékk sitt fyrsta færi eftir rúmlega stundarfjórðung en Alisson Becker varði fast skot frá Neymar sem var kominn inn í vítateiginn. Alisson hélt ekki botanum en náði honum eftir að Edinson Cavani gerðist nærgöngull.
Eftir hálftíma leik komst Liverpool yfir. Trent Alexander-Arnold sendi fyrir frá hægri kanti. Boltinn fór yfir vítateiginn til vinstri og þar fékk Andrew Robertson boltann. Hann sendi fasta viðstöðulausa sendingu fyrir markið þar sem Daniel Sturridge skallaði fast í markið án þess að Alphonse náði að hreyfa sig. Frábært hjá Daniel sem lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik á leiktíðinni. Sendingin hjá Andrew var eins og best varð á kosið.
Sex mínútum seinna bætti Liverpool í. Georginio Wijnaldum var sparkaður niður í vítateignum og dæmd var vítaspyrna sem var augljós. James Milner tók að sér að taka spyrnuna og skoraði með öruggu skoti neðst í hægra hornið. Stuðingsmenn Liverpool trylltust í annað sinn og staðan mjög vænleg.
Fimm mínútum fyrir hlé komust Frakkarnir inn í leikinn. Sending kom inn í vítateiginn frá hægri. Boltinn fór yfir nokkra menn og lenti í Andrew og hrökk af honum til Thomas Meunier sem tók boltann á lofti og skoraði. Mjög vel afgreitt og Alisson átti ekki möguleika. Markið hefði reyndar ekki átt að standa því Edinson var rangstæður þegar sendingin kom fyrir markið. Þetta mark gerði stöðuna mun betri fyrir Paris í hálfleik.
Liverpool var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og á 58. mínútu virtist sigurinn svo til í höfn. Georginio átti skot við vítateiginn, boltinn hrökk inn að markteignum þar sem Daniel gerði atlögu að boltanum Hann lenti harkalega á markmanninum. Mohamed Salah var vel vakandi á næstu grösum og skoraði af stuttu færi en eftir að Rauðliðar höfðu fagnað um stund dæmdi dómarinn markið af. Líklega var talið að Daniel hafði verið með sólann á undan sér þegar hann lenti á markmanninum sem lá vissulega eftir en Daniel hafði fullan rétt á að reyna að ná boltanum.
Eftir þetta gerðist lítið þar til Paris jafnaði upp úr þurru á 83. mínútu. Neymar tók rispu inn í vítateiginn. Virgil fór í hann og virðist hafa stoppað sóknina en boltinn hrökk af honum fyrir fætur Kylian Mbappe sem smellti boltanum neðst í hornið. Allt í einu orðið jafnt og það gegn gangi leiksins. Í raun var þetta í fyrsta sinn í hálfleiknum sem þeir Neymar og Kylian sáust.
Leikmenn Liverpool lögðu ekki árar í bát. Þremur mínútum fyrir leikslok átti Trent aukaspyrnu. Boltinn fór í varnarvegginn og strauk svo vinstri vinkilinn framhjá. Kraftur Liverpool skilaði sér í ævintýralegum endalokum þegar komið var fram í viðbótartíma. Eftir horn virtist Paris ætla að komast í sókn en James náði boltanum. Hann sendi á Virgil sem gaf á Joe sem gaf á Roberto sem hafði komið inn á fyrir Daniel. Roberto fékk boltann við hægra vítateigshornið, lék á varnarmann og skoraði svo með hárnákvæmu skoti neðst í vinstra hornið. Í þriðja sinn á þessu magnaða kvöldi sprakk Anfield af fögnuði. Algjörlega magnað mark og Evrópuvegferðin 2018/19 byrjaði sannarlega hressilega! Það er næsta víst og hún verður skemmtileg!
Liverpool lék stórvel og átti sigurinn gegn franska stjörnuliðinu fyllilega skilinn. Hver einasti maður í liðinu lék af krafti og sigurvilja. Það skilaði sér í sigri!
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (30. mín.), James Milner, víti, (36. mín.) og Roberto Firmino (90.mín.).
Gult spjald: Virgil van Dijk.
Mörk Paris Saint-Germain: Thomas Meunier (40. mín.) og Kylian Mbappe (83. mín.).
Gult spjald: Thomas Meunier.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.478.
Maður leiksins: James Milner. Enn einu sinni átti þessi fursti stórleik. Hann var úti um allan völl, skoraði af öryggi úr víti og átti svo stóran þátt í sigurmarkinu með því að vinna boltann. Fursti!
- Daniel Sturridge og James Milner skoruðu báðir í annað sinn á sparktíðinni.
- Roberto Firmino skoraði í þriðja leiknum í röð.
- Roberto lék sinn 150. leik fyrir hönd Liverpool og skoraði 53. mark sitt.
- Fabinho Tavarez lék sinn fyrsta leik með Liverpool. Hann spilaði síðustu sekúndur leiksins.
- Liverpool hefur unnið sex fyrstu leiki sína á leiktíðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist frá því á keppnistímabilinu 1961/62.
- Þetta er í annað sinn sem Liverpool mætir Paris Saint-Germain í Evrópukeppni. Liðin mættust í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa leiktíðina 1996/97. Franska liðið vann 3:0 í París en Liverpool 2:0 á Anfield.
TIL BAKA
Hressileg byrjun á Evrópuvegferðinni
Byrjunin á Evrópuvegferð Rauða hersins á leiktíðinni 2018/19 var hressileg. Stjörnulið Paris Saint-Germain var lagt að velli 3:2 á Anfield Road og var sigurinn fyllilega sanngjarn.
Jürgen Klopp ákvað að sitja fyrirliðann Jordan Henderson í fyrsta skipti í byrjunarliðið á leiktíðinni og það sama gilti um Daniel Sturridge. Naby Keita og Roberto Firmino fóru á bekkinn en ekki var talið ráðlegt að Brasilíumaðurinn byrjaði leikinn eftir augnmeiðslin sem hann varð fyrir á móti Tottenham.
Andrúmsloftið í Musterinu var rafmagnað þegar flautað var til leiks og stuðningsmenn Liverpool ætluðu greinilega ekki að láta sitt eftir liggja í að styðja sína menn til góðra verka. Hver árásin af annarri var gerð að marki þrefaldra meistara Frakklands og eftir hornspyrnu eftir rúmar fimm mínútur fékk Virgil van Dijk boltann frír í vítateignum. Hann skaut boltanum í jörðina og boltinn stefndi upp í vinstra hornið þegar Alphonse Areola kom til skjalanna og náði naumlega að slá boltann yfir. Mínútu síðar átti James Milner skot utan vítateigs sem Alphonse varði neðst í horninu. Joe Gomez átti svo skalla rétt framhjá vinklinum. Paris fékk sitt fyrsta færi eftir rúmlega stundarfjórðung en Alisson Becker varði fast skot frá Neymar sem var kominn inn í vítateiginn. Alisson hélt ekki botanum en náði honum eftir að Edinson Cavani gerðist nærgöngull.
Eftir hálftíma leik komst Liverpool yfir. Trent Alexander-Arnold sendi fyrir frá hægri kanti. Boltinn fór yfir vítateiginn til vinstri og þar fékk Andrew Robertson boltann. Hann sendi fasta viðstöðulausa sendingu fyrir markið þar sem Daniel Sturridge skallaði fast í markið án þess að Alphonse náði að hreyfa sig. Frábært hjá Daniel sem lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik á leiktíðinni. Sendingin hjá Andrew var eins og best varð á kosið.
Sex mínútum seinna bætti Liverpool í. Georginio Wijnaldum var sparkaður niður í vítateignum og dæmd var vítaspyrna sem var augljós. James Milner tók að sér að taka spyrnuna og skoraði með öruggu skoti neðst í hægra hornið. Stuðingsmenn Liverpool trylltust í annað sinn og staðan mjög vænleg.
Fimm mínútum fyrir hlé komust Frakkarnir inn í leikinn. Sending kom inn í vítateiginn frá hægri. Boltinn fór yfir nokkra menn og lenti í Andrew og hrökk af honum til Thomas Meunier sem tók boltann á lofti og skoraði. Mjög vel afgreitt og Alisson átti ekki möguleika. Markið hefði reyndar ekki átt að standa því Edinson var rangstæður þegar sendingin kom fyrir markið. Þetta mark gerði stöðuna mun betri fyrir Paris í hálfleik.
Liverpool var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og á 58. mínútu virtist sigurinn svo til í höfn. Georginio átti skot við vítateiginn, boltinn hrökk inn að markteignum þar sem Daniel gerði atlögu að boltanum Hann lenti harkalega á markmanninum. Mohamed Salah var vel vakandi á næstu grösum og skoraði af stuttu færi en eftir að Rauðliðar höfðu fagnað um stund dæmdi dómarinn markið af. Líklega var talið að Daniel hafði verið með sólann á undan sér þegar hann lenti á markmanninum sem lá vissulega eftir en Daniel hafði fullan rétt á að reyna að ná boltanum.
Eftir þetta gerðist lítið þar til Paris jafnaði upp úr þurru á 83. mínútu. Neymar tók rispu inn í vítateiginn. Virgil fór í hann og virðist hafa stoppað sóknina en boltinn hrökk af honum fyrir fætur Kylian Mbappe sem smellti boltanum neðst í hornið. Allt í einu orðið jafnt og það gegn gangi leiksins. Í raun var þetta í fyrsta sinn í hálfleiknum sem þeir Neymar og Kylian sáust.
Leikmenn Liverpool lögðu ekki árar í bát. Þremur mínútum fyrir leikslok átti Trent aukaspyrnu. Boltinn fór í varnarvegginn og strauk svo vinstri vinkilinn framhjá. Kraftur Liverpool skilaði sér í ævintýralegum endalokum þegar komið var fram í viðbótartíma. Eftir horn virtist Paris ætla að komast í sókn en James náði boltanum. Hann sendi á Virgil sem gaf á Joe sem gaf á Roberto sem hafði komið inn á fyrir Daniel. Roberto fékk boltann við hægra vítateigshornið, lék á varnarmann og skoraði svo með hárnákvæmu skoti neðst í vinstra hornið. Í þriðja sinn á þessu magnaða kvöldi sprakk Anfield af fögnuði. Algjörlega magnað mark og Evrópuvegferðin 2018/19 byrjaði sannarlega hressilega! Það er næsta víst og hún verður skemmtileg!
Liverpool lék stórvel og átti sigurinn gegn franska stjörnuliðinu fyllilega skilinn. Hver einasti maður í liðinu lék af krafti og sigurvilja. Það skilaði sér í sigri!
Mörk Liverpool: Daniel Sturridge (30. mín.), James Milner, víti, (36. mín.) og Roberto Firmino (90.mín.).
Gult spjald: Virgil van Dijk.
Mörk Paris Saint-Germain: Thomas Meunier (40. mín.) og Kylian Mbappe (83. mín.).
Gult spjald: Thomas Meunier.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.478.
Maður leiksins: James Milner. Enn einu sinni átti þessi fursti stórleik. Hann var úti um allan völl, skoraði af öryggi úr víti og átti svo stóran þátt í sigurmarkinu með því að vinna boltann. Fursti!
Fróðleikur.
- Daniel Sturridge og James Milner skoruðu báðir í annað sinn á sparktíðinni.
- Roberto Firmino skoraði í þriðja leiknum í röð.
- Roberto lék sinn 150. leik fyrir hönd Liverpool og skoraði 53. mark sitt.
- Fabinho Tavarez lék sinn fyrsta leik með Liverpool. Hann spilaði síðustu sekúndur leiksins.
- Liverpool hefur unnið sex fyrstu leiki sína á leiktíðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist frá því á keppnistímabilinu 1961/62.
- Þetta er í annað sinn sem Liverpool mætir Paris Saint-Germain í Evrópukeppni. Liðin mættust í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa leiktíðina 1996/97. Franska liðið vann 3:0 í París en Liverpool 2:0 á Anfield.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan