| Sf. Gutt
Liverpool hefur unnið sex fyrstu leiki sína í deildinni og er efst í deildinni sem stendur. Þegar Liverpool og Chelsea hefja leik síðdegis á morgun gæti Liverpool verið í öðru sæti. Eftir leikinn á Stamford Bridge gæti Liverpool verið í þriðja sæti en svo gæti liðið líka verið áfram á toppnum! Það getur margt gerst í dag og við sjáum hvað setur en því verður ekki neitað að leikurinn við Chelsea er mjög mikilvægur. Svo komur leikur í Napólí og um næstu helgi fær Liverpool Manchester City í heimsókn. Allt stórleikir og sá síðasti var það líka!
Eftir sigra í sjö fyrstu leikjunum kom fyrsta tapið í núna á miðvikudaginn og það fyrir Chelsea. Það verður því ekki lengra komist í Deildarbikarnum og það er slæmt. En það dugar ekki annað en að halda áfram og auðvitað telst enska deildin mikilvægasta keppnin af þeim öllum. Að minnsta kosti er það mín skoðun.
Liðin sem ganga til leiks síðdegis á morgun verða skipuð sterkustu mönnum sem völ er á. Svo var ekki á miðvikudaginn þó svo að margir af bestu leikmönnunum liðanna hafi spilað. Chelsea hefur nýjan framkvædastjóra eins og svo oft áður á þessari öld og liðið hefur byrjað mun bestur en flestir áttu von á. Antonio Conte gerði Chelsea að Englandsmeisturunum á fyrstu leiktíð sinni og kvaddi svo með því að vinna FA bikarinn í vor. En óvissan sem var lengst af á síðasta keppnistímabili hefur vikið fyrir ferskleika eftir að Maurizio Sarri tók við.
Það má því ljóst vera að Liverpool þarf á öllu sínu að halda til að geta haldið sigurgöngu sinni áfram í deildinni. Jürgen Klopp þarf að rífa menn sína upp eftir tapið á móti Chelsea í vikunni. Það ætti nú kannski ekki að vera erfitt þar sem leikmenn Liverpool ættu að vilja komast aftur á sigurbraut til að halda toppsætinu.
Á síðasta keppnistímabili mættust Liverpool og Leicester City á þessum árstíma í tveimur leikjum í röð bæði í Deildarbikar og deild. Leicester vann bikarleikinn en Liverpool sneri blaðinu við í deildinni. Ég spái því að sama verði upp á teningnum núna. Liverpool nær að herja fram 1:2 sigur og bæta fyrir Deildarbikartapið. Roberto Firmino og Mohamed Salah skora og halda Liverpool í toppsætinu.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool hefur unnið sex fyrstu leiki sína í deildinni og er efst í deildinni sem stendur. Þegar Liverpool og Chelsea hefja leik síðdegis á morgun gæti Liverpool verið í öðru sæti. Eftir leikinn á Stamford Bridge gæti Liverpool verið í þriðja sæti en svo gæti liðið líka verið áfram á toppnum! Það getur margt gerst í dag og við sjáum hvað setur en því verður ekki neitað að leikurinn við Chelsea er mjög mikilvægur. Svo komur leikur í Napólí og um næstu helgi fær Liverpool Manchester City í heimsókn. Allt stórleikir og sá síðasti var það líka!
Eftir sigra í sjö fyrstu leikjunum kom fyrsta tapið í núna á miðvikudaginn og það fyrir Chelsea. Það verður því ekki lengra komist í Deildarbikarnum og það er slæmt. En það dugar ekki annað en að halda áfram og auðvitað telst enska deildin mikilvægasta keppnin af þeim öllum. Að minnsta kosti er það mín skoðun.
Liðin sem ganga til leiks síðdegis á morgun verða skipuð sterkustu mönnum sem völ er á. Svo var ekki á miðvikudaginn þó svo að margir af bestu leikmönnunum liðanna hafi spilað. Chelsea hefur nýjan framkvædastjóra eins og svo oft áður á þessari öld og liðið hefur byrjað mun bestur en flestir áttu von á. Antonio Conte gerði Chelsea að Englandsmeisturunum á fyrstu leiktíð sinni og kvaddi svo með því að vinna FA bikarinn í vor. En óvissan sem var lengst af á síðasta keppnistímabili hefur vikið fyrir ferskleika eftir að Maurizio Sarri tók við.
Það má því ljóst vera að Liverpool þarf á öllu sínu að halda til að geta haldið sigurgöngu sinni áfram í deildinni. Jürgen Klopp þarf að rífa menn sína upp eftir tapið á móti Chelsea í vikunni. Það ætti nú kannski ekki að vera erfitt þar sem leikmenn Liverpool ættu að vilja komast aftur á sigurbraut til að halda toppsætinu.
Á síðasta keppnistímabili mættust Liverpool og Leicester City á þessum árstíma í tveimur leikjum í röð bæði í Deildarbikar og deild. Leicester vann bikarleikinn en Liverpool sneri blaðinu við í deildinni. Ég spái því að sama verði upp á teningnum núna. Liverpool nær að herja fram 1:2 sigur og bæta fyrir Deildarbikartapið. Roberto Firmino og Mohamed Salah skora og halda Liverpool í toppsætinu.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan