| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir Carlo Ancelotti og lærisveinum hans í Napoli í 2. umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á San Paolo vellinum alræmda í Napolí borg.
Napolí liðið gerði mjög gott mót á síðustu leiktíð, endaði í öðru sæti deildarinnar með 91 stig, fjórum stigum á eftir meisturum Juventus. Maurizio Sarri stjórnaði liðinu þá - og leiktíðina þar á undan, þegar liðið hafnaði einnig í öðru sæti í Serie A.
Nú er Sarri kominn til Chelsea eins og við vitum og við starfi hans hjá Napoli er tekinn sjálfur Carlo Ancelotti, sem hefur ýmsa fjöruna sopið í boltanum.
Minningar stuðningsmanna Liverpool um Ancelotti litast mjög af því að hann var stjóri AC Milan í Istanbul í maí 2005. Þá höfðu okkar menn betur, eins og frægt er orðið, en oftast nær hefur Ancelotti þó náð að stýra sínum liðum til sigurs gegn Liverpool.
Napoli verður fjórða liðið sem Ancelotti stýrir gegn Liverpool, hin þrjú eru AC Milan, Chelsea og Real Madrid. Í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007 náði Ancelotti fram hefndum með AC Milan og þegar hann stjórnaði Chelsea leiktíðina 2009-2010 sigraði Chelsea báða leikina í deildinni 2-0 og stóð uppi sem Englandsmeistari um vorið.
Leiktíðina þar á eftir vann Liverpool báðar viðureignirnar við Lundúnaliðið, fyrst undir stjórn Roy Hodgson (ótrúlegt en satt) og síðan undir stjórn Kenny Dalglish. Eftir veruna hjá Chelsea hélt Ancelotti til PSG, en þá var Liverpool ekki í meistaradeildinni þannig að liðin mættust ekki meðan Ancelotti var í París. Leiktíðina 2014-2015 var hinsvegar enn eina ferðina komið að því að takast á við lið undir stjórn Ancelotti, að þessu sinni Real Madrid sem kjöldró okkar menn 3-0 á Anfield og sigraði síðan hálfgert varalið Brendan Rodgers nokkuð sannfærandi 1-0 í Madrid.
Lið undir stjórn Carlo Ancelotti hafa semsagt allt í allt mætt Liverpool 8 sinnum. Ancelotti hefur haft betur fimm sinnum en Liverpool þrisvar sinnum. Það þarf ekkert að ræða Ancelotti frekar, hann er einn af þessum stóru - hefur unnið Meistaradeildina þrisvar, rétt eins og Zinedine Zidane og Bob Paisley (Evrópukeppni Meistaraliða).
Þrátt fyrir að Napoli liðið hafi gert gott mót í Serie A á síðustu leiktíð þá eru engar svakalegar stórstjörnur í liðinu. Marek Hamsik er fyrirliði liðsins og svo eru þarna nöfn sem maður kannast við eins og Belginn Dries Mertens, Ospina í markinu (í láni frá Arsenal), Raul Albiol, Piotr Zielinski og Lorenzo Insigne svo fáeinir traustir séu nefndir.
Liverpool og Napoli mættust á undirbúningstímabilinu, í leik sem Liverpool vann 5-0. Þá stóð Alisson í marki Liverpool í fyrsta sinn. Á Liverpoolfc.com varar Alisson við Napoli liðinu. ,,Ég spilaði með Roma á San Paolo á síðasta tímabili. Við unnum að vísu 4-2, en það var einn erfiðasti leikurinn sem ég spilaði á leiktíðinni. Stuðningsmenn Napoli eru mjög háværir og liðið er mjög sterkt. Napoli átti 24 skot í leiknum og þar af 13 á markið. Ég varði 11 skot í leiknum, en fékk á mig tvö mörk".
En nóg um Napoli. Liverpool á að vera sterkara lið, þótt það sé augljóst að heimavöllur Ítalanna getur gefið þeim talsverða forgjöf. Það er ansi stíft prógramm framundan hjá Liverpool og leikurinn gegn Manchester City um helgina er talsvert mikilvægari en Napoli leikurinn, hvað sem menn segja. Það er þessvegna sennilegt að Klopp stilli upp dálítið breyttu liði frá Chelsea leiknum á laugardaginn. Á blaðamannafundi í dag sagði Klopp vitanlega að menn væru einungis með hugann við næsta leik, ekki við leikinn um helgina, en viðurkenndi þó að hann myndi hugsanlega gera eina eða tvær breytingar á liðinu.
Daniel Sturridge er sjóðheitur og gæti alveg eins verið í byrjunarliðinu. Sömuleiðis finnst mér líklegt að Fabinho og Keita byrji þennan leik. Ég held að það væri heldur ekkert vitlaust að gefa Clyne sjénsinn, hann spilaði vel gegn Chelsea í Deildabikarnum og þarf á leikæfingu að halda. Sömuleiðis kæmi ekki á óvart að sjá Lovren í vörninni. Það eina sem ég bið um er að Moreno komi hvergi nálægt vellinum.
Ég á ekki von á neinum stjörnuleik af hálfu Liverpool á morgun, en vonandi náum við að minnsta kosti í eitt stig. Ég spái 1-1 jafntefli. Lovren skorar markið.
YNWA!
Liverpool og Napoli mættust á undirbúningstímabilinu, í leik sem Liverpool vann 5-0. Þá stóð Alisson í marki Liverpool í fyrsta sinn. Á Liverpoolfc.com varar Alisson við Napoli liðinu. ,,Ég spilaði með Roma á San Paolo á síðasta tímabili. Við unnum að vísu 4-2, en það var einn erfiðasti leikurinn sem ég spilaði á leiktíðinni. Stuðningsmenn Napoli eru mjög háværir og liðið er mjög sterkt. Napoli átti 24 skot í leiknum og þar af 13 á markið. Ég varði 11 skot í leiknum, en fékk á mig tvö mörk".
En nóg um Napoli. Liverpool á að vera sterkara lið, þótt það sé augljóst að heimavöllur Ítalanna getur gefið þeim talsverða forgjöf. Það er ansi stíft prógramm framundan hjá Liverpool og leikurinn gegn Manchester City um helgina er talsvert mikilvægari en Napoli leikurinn, hvað sem menn segja. Það er þessvegna sennilegt að Klopp stilli upp dálítið breyttu liði frá Chelsea leiknum á laugardaginn. Á blaðamannafundi í dag sagði Klopp vitanlega að menn væru einungis með hugann við næsta leik, ekki við leikinn um helgina, en viðurkenndi þó að hann myndi hugsanlega gera eina eða tvær breytingar á liðinu.
Daniel Sturridge er sjóðheitur og gæti alveg eins verið í byrjunarliðinu. Sömuleiðis finnst mér líklegt að Fabinho og Keita byrji þennan leik. Ég held að það væri heldur ekkert vitlaust að gefa Clyne sjénsinn, hann spilaði vel gegn Chelsea í Deildabikarnum og þarf á leikæfingu að halda. Sömuleiðis kæmi ekki á óvart að sjá Lovren í vörninni. Það eina sem ég bið um er að Moreno komi hvergi nálægt vellinum.
Ég á ekki von á neinum stjörnuleik af hálfu Liverpool á morgun, en vonandi náum við að minnsta kosti í eitt stig. Ég spái 1-1 jafntefli. Lovren skorar markið.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan