| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafnt á Anfield
Liverpool og Manchester City mættust í lokaleik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar og endaði leikurinn markalaus. Er það eitthvað sem fáir bjuggust við en gestirnir nýttu ekki vítaspyrnu sem þeir fengu seint í leiknum.
Jürgen Klopp gerði breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Napoli í miðri viku. Mest kom á óvart að Trent Alexander-Arnold settist á bekkinn og Joe Gomez stillti sér upp í hægri bakverði á meðan Dejan Lovren var með Virgil van Dijk í miðri vörninni. Jordan Henderson kom svo inn í stað Naby Keita sem einnig settist á bekkinn. Leikurinn byrjaði fjörlega og virtist ætla gefa tóninn fyrir markaleik. Mohamed Salah skaut rétt framhjá snemma leiks og Benjamin Mendy bjargaði vel á markteig þegar hann komst inní sendingu frá Mané til Salah sem lúrði á fjærstönginni. Bæði lið gáfu vel í þegar þau fengu boltann og leikurinn var hraður, City menn náðu þó betri tökum á leiknum eftir því sem leið á hálfleikinn. Gestirnir vildu fá vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik þegar hreinsun frá Gomez fór beint inná teiginn og til Sergio Aguero sem tók á móti boltanum og féll við þegar Lovren pressaði á hann. Aguero hélt hinsvegar áfram þrátt fyrir þetta og fékk hornspyrnu. Þá umkringdu City leikmenn dómarann og vildu fá víti en það hefði kannski verið strangur dómur.
Eftir hálftíma leik meiddist James Milner og gat ekki haldið áfram. Í hans stað kom Naby Keita inná og eftir þetta var eins og að Liverpool missti taktinn eilítið og City menn héldu boltanum vel innan liðsins. Þeir náðu þó ekki að gera neitt af viti á síðasta þriðjungi vallarins og staðan því markalaus í hálfleik.
Liverpool byrjaði betur í seinni hálfleik og var mun meira með boltann, þó án þess að skapa sér nein dauðafæri. Einhver deyfð virðist því miður vera áfram yfir fremstu þremur sóknarmönnum liðsins og það þarf að laga sem fyrst. Gestirnir fengu besta færi leiksins til þessa eftir um klukkustundar leik þegar Mahrez skaut rétt framhjá eftir að hafa fengið góða sendingu innfyrir. Mohamed Salah hélt áfram að vera með mislagðar fætur fyrir framan markið þegar hann tók við langri sendingu innfyrir frá Robertson og kom sér í góða stöðu. Ederson var kominn vel út á móti og Salah reyndi að lyfta boltanum yfir hann en skotið fór langt yfir markið einnig. Þarna hefði maður kannski séð Salah með sjálfstraustið í botni setja boltann í netið ? Daniel Sturridge kom inná fyrir Firmino eftir rúmlega 70 mínútur og hann lét aðeins að sér kveða með skalla að marki úr miðjum teignum en því miður náði hann engum krafti í skallann. Bæði lið virtust ætla að sætta sig við jafntefli en þegar skammt var eftir fékk Leroy Sané sendingu innfyrir og tók á rás í átt að marki, vinstra megin í teignum. Virgil van Dijk fygldi honum eftir og reyndi að tækla boltann útaf en felldi Sané og vítaspyrna réttilega dæmd. Eftir smá umræður milli City manna var ákveðið að Riyad Mahrez skyldi taka spyrnuna. Það var heppilegt að aðalvítaskytta City, Sergio Aguero var ekki inná því Mahrez þrumaði boltanum afskaplega hátt yfir markið. Því var að sjálfsögðu vel fagnað á Anfield. Lítið gerðist eftir þetta og leikurinn endaði því markalaus.
Liverpool: Alisson, Gomez, Lovren, van Dijk, Robertson, Henderson, Milner (Keita, 29. mín.), Wijnaldum, Mané, Salah, Firmino (Sturridge, 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Matip, Alexander-Arnold, Fabinho, Shaqiri.
Gult spjald: Wijnaldum.
Manchester City: Ederson, Walker, Stones, Laporte, Mendy, Bernardo Silva, Fernandinho, Mahrez, Silva, Sterling (Sané, 76. mín.), Agüero (Gabriel Jesus, 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Muric, Danilo, Kompany, Otamendi, Foden.
Gul spjöld: Mendy, Bernardo Silva, Agüero.
Áhorfendur á Anfield: 52.117.
Maður leiksins: Dejan Lovren á kannski helst tilkall til nafnbótarinnar að þessu sinni. Ekki var að sjá að hann hafi lítið spilað á tímabilinu og hann var klárlega tilbúinn í verkefni dagsins.
Fróðleikur:
- Þetta var fyrsta markalausa jafntefli liðanna á Anfield síðan árið 1986.
- Liverpool eru nú með 20 stig eftir átta leiki og hafa aðeins tvisvar áður verið með svo mörg stig í úrvalsdeildinni, tímabilin 1996-97 og 2008-09.
- Eftir leikinn hafa okkar menn færst niður í 3. sæti deildarinnar þar sem Chelsea og City eru með betri markatölu.
- Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur er laugardaginn 20. október þegar Huddersfield verða heimsóttir kl. 16:30.
Jürgen Klopp gerði breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Napoli í miðri viku. Mest kom á óvart að Trent Alexander-Arnold settist á bekkinn og Joe Gomez stillti sér upp í hægri bakverði á meðan Dejan Lovren var með Virgil van Dijk í miðri vörninni. Jordan Henderson kom svo inn í stað Naby Keita sem einnig settist á bekkinn. Leikurinn byrjaði fjörlega og virtist ætla gefa tóninn fyrir markaleik. Mohamed Salah skaut rétt framhjá snemma leiks og Benjamin Mendy bjargaði vel á markteig þegar hann komst inní sendingu frá Mané til Salah sem lúrði á fjærstönginni. Bæði lið gáfu vel í þegar þau fengu boltann og leikurinn var hraður, City menn náðu þó betri tökum á leiknum eftir því sem leið á hálfleikinn. Gestirnir vildu fá vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik þegar hreinsun frá Gomez fór beint inná teiginn og til Sergio Aguero sem tók á móti boltanum og féll við þegar Lovren pressaði á hann. Aguero hélt hinsvegar áfram þrátt fyrir þetta og fékk hornspyrnu. Þá umkringdu City leikmenn dómarann og vildu fá víti en það hefði kannski verið strangur dómur.
Eftir hálftíma leik meiddist James Milner og gat ekki haldið áfram. Í hans stað kom Naby Keita inná og eftir þetta var eins og að Liverpool missti taktinn eilítið og City menn héldu boltanum vel innan liðsins. Þeir náðu þó ekki að gera neitt af viti á síðasta þriðjungi vallarins og staðan því markalaus í hálfleik.
Liverpool byrjaði betur í seinni hálfleik og var mun meira með boltann, þó án þess að skapa sér nein dauðafæri. Einhver deyfð virðist því miður vera áfram yfir fremstu þremur sóknarmönnum liðsins og það þarf að laga sem fyrst. Gestirnir fengu besta færi leiksins til þessa eftir um klukkustundar leik þegar Mahrez skaut rétt framhjá eftir að hafa fengið góða sendingu innfyrir. Mohamed Salah hélt áfram að vera með mislagðar fætur fyrir framan markið þegar hann tók við langri sendingu innfyrir frá Robertson og kom sér í góða stöðu. Ederson var kominn vel út á móti og Salah reyndi að lyfta boltanum yfir hann en skotið fór langt yfir markið einnig. Þarna hefði maður kannski séð Salah með sjálfstraustið í botni setja boltann í netið ? Daniel Sturridge kom inná fyrir Firmino eftir rúmlega 70 mínútur og hann lét aðeins að sér kveða með skalla að marki úr miðjum teignum en því miður náði hann engum krafti í skallann. Bæði lið virtust ætla að sætta sig við jafntefli en þegar skammt var eftir fékk Leroy Sané sendingu innfyrir og tók á rás í átt að marki, vinstra megin í teignum. Virgil van Dijk fygldi honum eftir og reyndi að tækla boltann útaf en felldi Sané og vítaspyrna réttilega dæmd. Eftir smá umræður milli City manna var ákveðið að Riyad Mahrez skyldi taka spyrnuna. Það var heppilegt að aðalvítaskytta City, Sergio Aguero var ekki inná því Mahrez þrumaði boltanum afskaplega hátt yfir markið. Því var að sjálfsögðu vel fagnað á Anfield. Lítið gerðist eftir þetta og leikurinn endaði því markalaus.
Liverpool: Alisson, Gomez, Lovren, van Dijk, Robertson, Henderson, Milner (Keita, 29. mín.), Wijnaldum, Mané, Salah, Firmino (Sturridge, 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Matip, Alexander-Arnold, Fabinho, Shaqiri.
Gult spjald: Wijnaldum.
Manchester City: Ederson, Walker, Stones, Laporte, Mendy, Bernardo Silva, Fernandinho, Mahrez, Silva, Sterling (Sané, 76. mín.), Agüero (Gabriel Jesus, 66. mín.). Ónotaðir varamenn: Muric, Danilo, Kompany, Otamendi, Foden.
Gul spjöld: Mendy, Bernardo Silva, Agüero.
Áhorfendur á Anfield: 52.117.
Maður leiksins: Dejan Lovren á kannski helst tilkall til nafnbótarinnar að þessu sinni. Ekki var að sjá að hann hafi lítið spilað á tímabilinu og hann var klárlega tilbúinn í verkefni dagsins.
Fróðleikur:
- Þetta var fyrsta markalausa jafntefli liðanna á Anfield síðan árið 1986.
- Liverpool eru nú með 20 stig eftir átta leiki og hafa aðeins tvisvar áður verið með svo mörg stig í úrvalsdeildinni, tímabilin 1996-97 og 2008-09.
- Eftir leikinn hafa okkar menn færst niður í 3. sæti deildarinnar þar sem Chelsea og City eru með betri markatölu.
- Nú tekur við landsleikjahlé og næsti leikur er laugardaginn 20. október þegar Huddersfield verða heimsóttir kl. 16:30.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan