| Sf. Gutt
Virgil van Dijk sagðist vera ánægður þegar allt væri tekið með í reikninginn eftir stórleik Liverpool og Manchester City. Hollendingurinn fékk dæmt á sig víti undir lokin en sem betur fer fór það forgörðum hjá ensku meisturunum.
,,Auðvitað var frábært að spila í þessum leik. Við vorum óheppnir að skora ekki en svo var heppnin með okkur að við skyldum ekki fá á okkur mark. Það var erfitt að spila á móti meisturunum og ég er mjög ánægður með að við skyldum halda hreinu. Sérstaklega í ljósi þess að þeir fengu víti."
,,Við vildum ná okkur aftur í gang eftir tapið á móti Napoli og mér fannst við gera það. Þeir eru með gott lið og við vissum að leikurinn yrði erfiður en ég er ánægður með að við skyldum ekki tapa. Vítið var rétt dæmt og ég sagði dómaranum að hann hefði dæmt rétt eftir leikinn. Vítið hefði þó ekki átt að koma til en auðvitað er ég ánægður með að boltinn skyldi ekki fara inn í markið okkar!"
Virgil var því ánægður þegar upp var staðið eftir leikinn og hann gat andað léttar.
TIL BAKA
Ánægður þegar upp var staðið

,,Auðvitað var frábært að spila í þessum leik. Við vorum óheppnir að skora ekki en svo var heppnin með okkur að við skyldum ekki fá á okkur mark. Það var erfitt að spila á móti meisturunum og ég er mjög ánægður með að við skyldum halda hreinu. Sérstaklega í ljósi þess að þeir fengu víti."
,,Við vildum ná okkur aftur í gang eftir tapið á móti Napoli og mér fannst við gera það. Þeir eru með gott lið og við vissum að leikurinn yrði erfiður en ég er ánægður með að við skyldum ekki tapa. Vítið var rétt dæmt og ég sagði dómaranum að hann hefði dæmt rétt eftir leikinn. Vítið hefði þó ekki átt að koma til en auðvitað er ég ánægður með að boltinn skyldi ekki fara inn í markið okkar!"
Virgil var því ánægður þegar upp var staðið eftir leikinn og hann gat andað léttar.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim
Fréttageymslan