| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Enska úrvalsdeildin byrjar aftur um helgina eftir landsleikjahlé og heimsækja okkar menn Huddersfield í síðasta leik laugardagsins 20. október en leikurinn hefst klukkan 16:30 að íslenskum tíma.
Þetta hlé reyndist ekki vera gott fyrir leikmenn Liverpool en þeir Virgil van Dijk, Sadio Mané, Mohamed Salah og Naby Keita meiddust allir og útlitið ekki bjart fyrr í vikunni. En Jürgen Klopp staðfesti það á blaðamannafundi fyrr í dag að aðeins Naby Keita mun pottþétt ekki ná leik helgarinnar vegna sinna meiðsla. Virgil van Dijk er klár í slaginn og beðið verður með ákvörðun á þeim Mané og Salah fram á síðustu stundu.
Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Klopp stillir upp liðinu að þessu sinni en hann gaf það út fyrir landsleikina að líklega myndum við sjá fleiri breytingar enda leikjadagskráin ekki nærri því eins erfið í næstu leikjum. Til dæmis ættu þeir Daniel Sturridge, Adam Lallana og Xerdan Shaqiri að gera gott tilkall til sætis í byrjunarliðinu gegn Huddersfield. Lallana hefur æft vel að undanförnu og vonandi er meiðslasaga hans aðeins komin í smá hlé núna. Shaqiri komst óskaddaður frá landsleikjum Svisslendinga og Sturridge hefur æft að fullu á Melwood. James Milner meiddist í leiknum gegn Manchester City fyrir tæpum tveim vikum en samkvæmt fréttum er hann klár í slaginn sem er afskaplega gott mál.
Heimamenn í Huddersfield hafa ekki byrjað tímabilið vel og eru án sigurs í deildinni. Það getur þó alltaf verið varasamt að mæta liði sem ekki hefur unnið leik til þessa því það hlýtur að styttast í fyrsta sigurinn í deildinni. Vonandi kemur hann þó ekki gegn Liverpool. Þeir hafa náð í þrjú stig það sem af er, allt með jafnteflum eins og gefur að skilja en t.a.m. náðu þeir í gott stig gegn Everton á útivelli í fjórðu umferð og í síðustu umferð náðu þeir einnig í jafntefli á útivelli gegn Burnley. Töluvert er um meiðsli í leikmannahóp David Wagner og alls eru níu leikmenn skráðir á listann, ég ætla nú ekki að telja þá alla upp hér en helst ber að nefna Aaron Mooy sem er lykilmaður á miðjunni hjá þeim. Hann ætti að öllu óbreyttu að vera klár í slaginn og munar um minna fyrir Huddersfield þar. Markaskorun hefur ekki verið mikil hjá félaginu það sem af er tímabils og þessi fjögur mörk sem liðið hefur skorað í deildinni hafa dreifst á fjóra leikmenn.
Okkar menn hafa hikstuðu aðeins í síðustu leikjum og síðustu tveir leikir í deild enduðu með jafntefli, það voru þó engir smáleikir og í raun ágætt að þeir töpuðust ekki (gegn Chelsea úti og Manchester City heima). Nú þarf að snúa aftur á sigurbraut og það verður að segjast að kjörið tækifæri er til þess gegn strögglandi liði. Eins og áður sagði gæti þetta þó verið leikur fyrir Huddersfield að þjappa sér saman og vinna sinn fyrsta leik. Jürgen Klopp hefur sagt að þessi leikur gæti verið gildra ef menn horfa bara á úrslit heimamanna það sem af er tímabils. Liðið hefur spilað ágætlega inn á milli og Klopp benti t.d. á það að liðið var meira með boltann en Tottenham um daginn. Vonandi tekst honum að hamra vel á því við sína menn að þetta verður alls ekki auðvelt verkefni.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool fer með sigur af hólmi 0-2. Það tekst að halda hreinu með van Dijk stjórnandi vörninni af sinni alkunnu snilld og eigum við ekki að segja að Mohamed Salah komist loksins á blað á ný og Xerdan Shaqiri skorar sitt fyrsta mark á tímabilinu.
Fróðleikur:
- Sadio Mané er markahæstur leikmanna félagsins í deildinni til þessa með fjögur mörk.
- Daniel Sturridge hefur einnig skorað fjögur mörk á tímabilinu en tvö þeirra hafa komið í deildinni.
- Liverpool situr í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, jafnmörg og Manchester City og Chelsea en lökustu markatölu þessara liða.
- Huddersfield sitja í 18. sæti með þrjú stig og markatöluna -13.
- Daniel Sturridge gæti spilað sinn 105. deildarleik fyrir félagið.
- Dejan Lovren gæti spilaði sinn 110. deildarleik fyrir félagið.
Þetta hlé reyndist ekki vera gott fyrir leikmenn Liverpool en þeir Virgil van Dijk, Sadio Mané, Mohamed Salah og Naby Keita meiddust allir og útlitið ekki bjart fyrr í vikunni. En Jürgen Klopp staðfesti það á blaðamannafundi fyrr í dag að aðeins Naby Keita mun pottþétt ekki ná leik helgarinnar vegna sinna meiðsla. Virgil van Dijk er klár í slaginn og beðið verður með ákvörðun á þeim Mané og Salah fram á síðustu stundu.
Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Klopp stillir upp liðinu að þessu sinni en hann gaf það út fyrir landsleikina að líklega myndum við sjá fleiri breytingar enda leikjadagskráin ekki nærri því eins erfið í næstu leikjum. Til dæmis ættu þeir Daniel Sturridge, Adam Lallana og Xerdan Shaqiri að gera gott tilkall til sætis í byrjunarliðinu gegn Huddersfield. Lallana hefur æft vel að undanförnu og vonandi er meiðslasaga hans aðeins komin í smá hlé núna. Shaqiri komst óskaddaður frá landsleikjum Svisslendinga og Sturridge hefur æft að fullu á Melwood. James Milner meiddist í leiknum gegn Manchester City fyrir tæpum tveim vikum en samkvæmt fréttum er hann klár í slaginn sem er afskaplega gott mál.
Heimamenn í Huddersfield hafa ekki byrjað tímabilið vel og eru án sigurs í deildinni. Það getur þó alltaf verið varasamt að mæta liði sem ekki hefur unnið leik til þessa því það hlýtur að styttast í fyrsta sigurinn í deildinni. Vonandi kemur hann þó ekki gegn Liverpool. Þeir hafa náð í þrjú stig það sem af er, allt með jafnteflum eins og gefur að skilja en t.a.m. náðu þeir í gott stig gegn Everton á útivelli í fjórðu umferð og í síðustu umferð náðu þeir einnig í jafntefli á útivelli gegn Burnley. Töluvert er um meiðsli í leikmannahóp David Wagner og alls eru níu leikmenn skráðir á listann, ég ætla nú ekki að telja þá alla upp hér en helst ber að nefna Aaron Mooy sem er lykilmaður á miðjunni hjá þeim. Hann ætti að öllu óbreyttu að vera klár í slaginn og munar um minna fyrir Huddersfield þar. Markaskorun hefur ekki verið mikil hjá félaginu það sem af er tímabils og þessi fjögur mörk sem liðið hefur skorað í deildinni hafa dreifst á fjóra leikmenn.
Okkar menn hafa hikstuðu aðeins í síðustu leikjum og síðustu tveir leikir í deild enduðu með jafntefli, það voru þó engir smáleikir og í raun ágætt að þeir töpuðust ekki (gegn Chelsea úti og Manchester City heima). Nú þarf að snúa aftur á sigurbraut og það verður að segjast að kjörið tækifæri er til þess gegn strögglandi liði. Eins og áður sagði gæti þetta þó verið leikur fyrir Huddersfield að þjappa sér saman og vinna sinn fyrsta leik. Jürgen Klopp hefur sagt að þessi leikur gæti verið gildra ef menn horfa bara á úrslit heimamanna það sem af er tímabils. Liðið hefur spilað ágætlega inn á milli og Klopp benti t.d. á það að liðið var meira með boltann en Tottenham um daginn. Vonandi tekst honum að hamra vel á því við sína menn að þetta verður alls ekki auðvelt verkefni.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool fer með sigur af hólmi 0-2. Það tekst að halda hreinu með van Dijk stjórnandi vörninni af sinni alkunnu snilld og eigum við ekki að segja að Mohamed Salah komist loksins á blað á ný og Xerdan Shaqiri skorar sitt fyrsta mark á tímabilinu.
Fróðleikur:
- Sadio Mané er markahæstur leikmanna félagsins í deildinni til þessa með fjögur mörk.
- Daniel Sturridge hefur einnig skorað fjögur mörk á tímabilinu en tvö þeirra hafa komið í deildinni.
- Liverpool situr í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig, jafnmörg og Manchester City og Chelsea en lökustu markatölu þessara liða.
- Huddersfield sitja í 18. sæti með þrjú stig og markatöluna -13.
- Daniel Sturridge gæti spilað sinn 105. deildarleik fyrir félagið.
- Dejan Lovren gæti spilaði sinn 110. deildarleik fyrir félagið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan