| Sf. Gutt
Eftir leik Liverpool og Red Star Belgrade annað kvöld verður riðlakeppni Meistaradeildarinnar hálfnuð. Eins og staðan er núna verður Liverpool að vinna þennan leik. Eftir tap í Napólí missti Liverpool ákveðið frumkvæði sem liðið náði eftir magnaðan sigur á Paris Saint Germain í fyrstu umferð. Liðið er reyndar í öðru sæti á eftir Napoli en sigur annað kvöld og annar í Balgrad myndi koma Liverpool í góða stöðu fyrir erfiðan leik í París og svo seinni leikinn við ítalska liðið.
Rauða stjarnan, sem vann Evrópubikarinn 1991 þegar liðið lék fyrir hönd Júgóslavíu, tapaði illa í París í síðustu umferð en gerði jafntefli við Napoli á heimavelli. Liðið er því varasamt en Liverpool á og verður að vinna á Anfield Road. Liverpool lék sinn besta leik á leiktíðinni á móti Paris en átti ekkert skilið í Napólí. Sumum finnst að Liverpool hafi ekki spilað vel fram til þessa á keppnistímabilinu. Liðið er vissulega úr Deildarbikarnum og allt getur gerst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. En Liverpool er jafnt Manchester City á toppnum í deildinni. Það verður nú að teljast býsna góður árangur!
Liðið ætti reyndar að geta spilað betur og markaskorun hefur mátt vera meiri. Ég er viss um að mörkunum eigi eftir að fjölga og á meðan vörnin er svona sterk og eftir að einn besti markmaður í heimi er kominn í markið þá ætti allt að geta gengið vel það sem eftir er af leiktíðinni.
Sadio Mané spilaði ekki með í Huddersfield á laugardaginn en hann er orðinn leikfær á nýjan leik. Jordan Henderson og Naby Keita eru á hinn bóginn á meiðslalista. Hvernig sem á það er litið þá verður að gera þá kröfu að Liverpool vinni sannfærandi sigur á serbnesku meisturunum. Ég spái því að Liverpool vinni 3:0. Xerdan Shaqiri, Roberto Firmino og Mohamed Salah skora.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Eftir leik Liverpool og Red Star Belgrade annað kvöld verður riðlakeppni Meistaradeildarinnar hálfnuð. Eins og staðan er núna verður Liverpool að vinna þennan leik. Eftir tap í Napólí missti Liverpool ákveðið frumkvæði sem liðið náði eftir magnaðan sigur á Paris Saint Germain í fyrstu umferð. Liðið er reyndar í öðru sæti á eftir Napoli en sigur annað kvöld og annar í Balgrad myndi koma Liverpool í góða stöðu fyrir erfiðan leik í París og svo seinni leikinn við ítalska liðið.
Rauða stjarnan, sem vann Evrópubikarinn 1991 þegar liðið lék fyrir hönd Júgóslavíu, tapaði illa í París í síðustu umferð en gerði jafntefli við Napoli á heimavelli. Liðið er því varasamt en Liverpool á og verður að vinna á Anfield Road. Liverpool lék sinn besta leik á leiktíðinni á móti Paris en átti ekkert skilið í Napólí. Sumum finnst að Liverpool hafi ekki spilað vel fram til þessa á keppnistímabilinu. Liðið er vissulega úr Deildarbikarnum og allt getur gerst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. En Liverpool er jafnt Manchester City á toppnum í deildinni. Það verður nú að teljast býsna góður árangur!
Liðið ætti reyndar að geta spilað betur og markaskorun hefur mátt vera meiri. Ég er viss um að mörkunum eigi eftir að fjölga og á meðan vörnin er svona sterk og eftir að einn besti markmaður í heimi er kominn í markið þá ætti allt að geta gengið vel það sem eftir er af leiktíðinni.
Sadio Mané spilaði ekki með í Huddersfield á laugardaginn en hann er orðinn leikfær á nýjan leik. Jordan Henderson og Naby Keita eru á hinn bóginn á meiðslalista. Hvernig sem á það er litið þá verður að gera þá kröfu að Liverpool vinni sannfærandi sigur á serbnesku meisturunum. Ég spái því að Liverpool vinni 3:0. Xerdan Shaqiri, Roberto Firmino og Mohamed Salah skora.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan