| Sf. Gutt
Liverpool gerði það sem þurfti á móti Rauðu stjörnunni frá Belgrad á Anfield í kvöld. Stórsigur 4:0 og þrjú nauðsynleg stig náðust í hús eftir tap í Napólí í síðustu umferð.
Eftir nokkrar breytinga á liðinu á móti Huddersfield Town um helgina mætti segja að sterkasta lið, miðað við meiðsli, hefði verið sent á vettvang. Skytturnar þrjár leiddu sóknina enda mikið í húfi. Á áhorfendastæðunum réði Rauði herinn öllu þar sem stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar voru í banni og máttu halda sig heima.
Liverpool fékk fyrsta færið þegar Mohamed Salah fékk langa sendingu inn í vítateginn eftir rúmlega tíu mínútur en Milan Borjan kom út og náði að bjarga í markinu. Serbneska liðið byrjaði svo sem með góða mótspyrnu og eftir rúman stundarfjórðung féll boltinn fyrir fætur eins gestanna eftir horn en hann hitti ekki boltann almennilega í góðu færi. Liverpool var þó alltaf sterkari aðilinn og á 20. mínútu náði liðið forystu. Xherdan Shaqiri vann boltann og sendi fram út til vinstri á Andrew Robertson sem gaf til baka út í miðjan teiginn á Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn tók vel við boltanum og þrumaði honum í markið. Vel gert.
Það var meiri hraði í leik Liverpool en í síðustu leikjum og minnti leikurinn á leik liðsins á síðasta keppnistímabili. Það var þó ekki mikið um opin færi og allt leit út fyrir að aðeins eitt mark yrði skorað í hálfleiknum en það breyttist á síðustu andartökum hans. Aftur vannst boltinn á vallarhelmingi gestanna. Georginio Wijnaldum kom boltanum fram á Xherdan sem lagði lagði boltann laglega fyrir fætur Mohamed sem komst inn í vítateiginn hægra megin og skoraði með föstu skoti. Mjög góð staða í hálfleik.
Liverpool gerði út um leikinn eftir sex mínútur í síðari hálfleik. Dómarinn taldi að brotið hefði verið á Sadio Mané þegar hann reyndi að koamst framhjá varnarmanni. Varnarmaðurinn setti olnbogann upp á hálsi Sadio sem féll við. Gestirnir voru ekki sáttir og vissulega mátti segja að sakir hafi verið litlar. Mohamed tók vítið og þrykkti boltanum í mitt markið fyrir framan The Kop og þar eins og annars staðar var 50. marki Egyptans í búningi Liverpool vel fagnað. Nýtt félagsmet því ekki hefur áður neinn verið jafn fljótur að skora 50 mörk fyrir Liverpool.
Þegar stundarfjórðungur var eftir fékk Liverpool aftur víti. Varnarmaður fékk boltann í hendi eftir aukaspyrnu frá vinstri. Sadio tók vítið. Skot hans var vel fast en Milan náði að slá boltann upp í þverslána. Sadio komst í boltann eftir frákastið en hann náði ekki að koma honum í netið. Senegalinn bætti fyrir fimm mínútum seinna. Eftir gott spil renndi varamaðurinn Daniel Sturridge boltanum inn í vítateiginn þar sem Sadio skoraði. Honum var létt og fagnaði marki eftir sjö leiki án þess að hafa skorað.
Mínútu síðar sendi Daniel frábæra sendingu inn fyrir á annan varamann Adam Lallana sem komst einn í gegn en Milan sá við honum og bjargaði með úthlaupi. Daniel var mjög sprækur eftir að hann kom inn á og á síðustu mínútu leiksins átti hann gott langskot sem Milan varði í horn. Síðasta færið átti Sadio eftir frábært spil en hann skaut í hliðarnetið.
Liverpool lék af krafti og meiri hraði var í spilinu en í síðustu leikjum. Stórsigur og vonandi nær liðið að leggja Rauðu stjörnuna í Belgrad í næstu umferð. Sigur þar er mjög mikilvægur fyrir síðustu tvo leikina sem verða erfiðir. Serbarnir verða líklega mjög sterkir heima en það á að vera hægt að vinna þar.
Maður leiksins: Xherdan Shaqiri. Svisslendingurinn var mjög góður og lagði upp tvö mörk. Hann hefur verið að koma til í síðustu leikjum og á trúlega eftir að gagnast liðinu mjög vel. Hann hefur lagt upp þrjú af síðustu fimm mörkum sem Liverpool hefur skorað.
Jürgen Klopp: Þetta var bara fínasti knattspyrnuleikur. Þeir náðu að klára stöðurnar sem þeir komumst í því hreyfingarnar voru réttar á réttum tíma. Sendingarnar voru réttar og leikkerfið var rétt. Fyrstu tvö mörkin komu eftir pressu frá okkur sem var bæði frábært og mjög mikilvægt.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (20. mín.), Mohamed Salah (45. og 51. mín, víti) og Sadio Mané (80. mín.).
Gul spjöld: Filip Stojkovic, Nenad Krsticic, Branko Jovicic, Dusan Jovancic og Marko Gobeljic.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.024.
- Mohamed Salah skoraði tvívegis og er kominn með sex mörk á sparktíðinni.
- Seinna mark hans var númer 50 fyrir Liverpool. Hann hefur skorað mörkin í 65 leikjum sem er nýtt félagsmet.
- Albert Stubbins átti gamla metið sem voru 77 leikir.
- Roberto Firmino skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Sadio Mané skoraði í fimmta sinn.
- Frá byrjun síðustu leiktíðar hefur Liverpool skorað 48 mörk í Meistaradeildinni á Anfield Road. Það er tíu mörkum meira en næsta lið.
TIL BAKA
Öruggur sigur á Rauðu stjörnunni á Anfield
Liverpool gerði það sem þurfti á móti Rauðu stjörnunni frá Belgrad á Anfield í kvöld. Stórsigur 4:0 og þrjú nauðsynleg stig náðust í hús eftir tap í Napólí í síðustu umferð.
Eftir nokkrar breytinga á liðinu á móti Huddersfield Town um helgina mætti segja að sterkasta lið, miðað við meiðsli, hefði verið sent á vettvang. Skytturnar þrjár leiddu sóknina enda mikið í húfi. Á áhorfendastæðunum réði Rauði herinn öllu þar sem stuðningsmenn Rauðu stjörnunnar voru í banni og máttu halda sig heima.
Liverpool fékk fyrsta færið þegar Mohamed Salah fékk langa sendingu inn í vítateginn eftir rúmlega tíu mínútur en Milan Borjan kom út og náði að bjarga í markinu. Serbneska liðið byrjaði svo sem með góða mótspyrnu og eftir rúman stundarfjórðung féll boltinn fyrir fætur eins gestanna eftir horn en hann hitti ekki boltann almennilega í góðu færi. Liverpool var þó alltaf sterkari aðilinn og á 20. mínútu náði liðið forystu. Xherdan Shaqiri vann boltann og sendi fram út til vinstri á Andrew Robertson sem gaf til baka út í miðjan teiginn á Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn tók vel við boltanum og þrumaði honum í markið. Vel gert.
Það var meiri hraði í leik Liverpool en í síðustu leikjum og minnti leikurinn á leik liðsins á síðasta keppnistímabili. Það var þó ekki mikið um opin færi og allt leit út fyrir að aðeins eitt mark yrði skorað í hálfleiknum en það breyttist á síðustu andartökum hans. Aftur vannst boltinn á vallarhelmingi gestanna. Georginio Wijnaldum kom boltanum fram á Xherdan sem lagði lagði boltann laglega fyrir fætur Mohamed sem komst inn í vítateiginn hægra megin og skoraði með föstu skoti. Mjög góð staða í hálfleik.
Liverpool gerði út um leikinn eftir sex mínútur í síðari hálfleik. Dómarinn taldi að brotið hefði verið á Sadio Mané þegar hann reyndi að koamst framhjá varnarmanni. Varnarmaðurinn setti olnbogann upp á hálsi Sadio sem féll við. Gestirnir voru ekki sáttir og vissulega mátti segja að sakir hafi verið litlar. Mohamed tók vítið og þrykkti boltanum í mitt markið fyrir framan The Kop og þar eins og annars staðar var 50. marki Egyptans í búningi Liverpool vel fagnað. Nýtt félagsmet því ekki hefur áður neinn verið jafn fljótur að skora 50 mörk fyrir Liverpool.
Þegar stundarfjórðungur var eftir fékk Liverpool aftur víti. Varnarmaður fékk boltann í hendi eftir aukaspyrnu frá vinstri. Sadio tók vítið. Skot hans var vel fast en Milan náði að slá boltann upp í þverslána. Sadio komst í boltann eftir frákastið en hann náði ekki að koma honum í netið. Senegalinn bætti fyrir fimm mínútum seinna. Eftir gott spil renndi varamaðurinn Daniel Sturridge boltanum inn í vítateiginn þar sem Sadio skoraði. Honum var létt og fagnaði marki eftir sjö leiki án þess að hafa skorað.
Mínútu síðar sendi Daniel frábæra sendingu inn fyrir á annan varamann Adam Lallana sem komst einn í gegn en Milan sá við honum og bjargaði með úthlaupi. Daniel var mjög sprækur eftir að hann kom inn á og á síðustu mínútu leiksins átti hann gott langskot sem Milan varði í horn. Síðasta færið átti Sadio eftir frábært spil en hann skaut í hliðarnetið.
Liverpool lék af krafti og meiri hraði var í spilinu en í síðustu leikjum. Stórsigur og vonandi nær liðið að leggja Rauðu stjörnuna í Belgrad í næstu umferð. Sigur þar er mjög mikilvægur fyrir síðustu tvo leikina sem verða erfiðir. Serbarnir verða líklega mjög sterkir heima en það á að vera hægt að vinna þar.
Maður leiksins: Xherdan Shaqiri. Svisslendingurinn var mjög góður og lagði upp tvö mörk. Hann hefur verið að koma til í síðustu leikjum og á trúlega eftir að gagnast liðinu mjög vel. Hann hefur lagt upp þrjú af síðustu fimm mörkum sem Liverpool hefur skorað.
Jürgen Klopp: Þetta var bara fínasti knattspyrnuleikur. Þeir náðu að klára stöðurnar sem þeir komumst í því hreyfingarnar voru réttar á réttum tíma. Sendingarnar voru réttar og leikkerfið var rétt. Fyrstu tvö mörkin komu eftir pressu frá okkur sem var bæði frábært og mjög mikilvægt.
Mörk Liverpool: Roberto Firmino (20. mín.), Mohamed Salah (45. og 51. mín, víti) og Sadio Mané (80. mín.).
Gul spjöld: Filip Stojkovic, Nenad Krsticic, Branko Jovicic, Dusan Jovancic og Marko Gobeljic.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.024.
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði tvívegis og er kominn með sex mörk á sparktíðinni.
- Seinna mark hans var númer 50 fyrir Liverpool. Hann hefur skorað mörkin í 65 leikjum sem er nýtt félagsmet.
- Albert Stubbins átti gamla metið sem voru 77 leikir.
- Roberto Firmino skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Sadio Mané skoraði í fimmta sinn.
- Frá byrjun síðustu leiktíðar hefur Liverpool skorað 48 mörk í Meistaradeildinni á Anfield Road. Það er tíu mörkum meira en næsta lið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan