| Sf. Gutt
Jürgen Klopp gerði lítilsháttar breytingar á liðinu eftir sigurinn á Rauðu stjörnunni en eins og þá leiddu skytturnar þrjár framlínuna. Cardiff hafði unnið sinn fyrsta deildarleik um síðustu helgi og því sjálfstraust með meira móti í liðinu. Þrátt fyrir það hafði Liverpool tögl og hagldir frá byrjun og eftir tíu mínútur lá boltinn í marki gestanna. Eftir harða sókn þar sem varnarmenn björguðu tveimur skotum af stuttu færi hrökk boltinn til vinstri og þar var Mohamed Salah fyrstur á staðinn og smellti boltanum í markið af stuttu en þröngu færi.
Þremur mínútum seinna sendi Mohamed fyrir markið frá hægri á Virgil van Dijk sem stökk upp einn og óvaldaður en skalli hans fór í stöng. Það var ekki jafn mikill hraði í leik Liverpool og á miðvikudagskvöldið og fá opin færi til viðbótar sköpuðust fram að hálfleik þar til Alberto Moreno gaf fyrir frá vinstri á Adam Lallana. Hann henti sér fram og skallaði að marki en varnarmaður bjargaði á línu. Þetta var það síðasta sem gerðist í fyrri hálfleik.
Yfirburðir Liverpool voru sem fyrr algjörir eftir hlé en það var bið á næsta marki. Það kom þó loksins á 66. mínútu. Sadio Mané fékk þá boltann vinstra megin í vítateignum. Hann virtist vera kominn í öngstræti en náði að hrista þrjá varnarmenn af sér áður en hann þrumaði boltanum með vinstri út í hliðarnetið fjær. Glæsilegt mark hjá Senegalanum! Miðað við yfirburði Liverpool hefði mátt halda að nú væri leikurin unninn en Cardiff komst óvænt inn í leikinn á 77. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri hrökk boltinn fyrir fætur Callum Paterson sem náði að stýra boltanum í markið. Klaufalegt að fá á sig mark því þetta var í eina skiptið sem Carfiff ógnaði og var reyndar varla hægt að segja að það hafi verið hætta af þessari sókn.
Veilsverjar áttu nú von en hún lifði aðeins fram á 84. mínútu. Mohamed sendi þá á varamanninn Xherdan Shaqiri sem lék á einn varnarmann inni í vítateignum áður en hann skoraði með hnitmiðuðu skoti neðst í vinstra hornið. Ekki amalegt að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool fyrir framan The Kop! Þremur mínútum seinna gulltryggði Liverpool sigurinn. Fabinho Tavarez vann boltann á miðjunni, sendi fram á Mohamed sem stakk boltanum inn fyrir á Sadio sem lék inn í vítateiginn og lyfti boltanum snyrtilega yfir markmanninn sem kom út á móti honum. Annað glæsimark Sadio í leiknum og nú mátti segja að staðan í leikjum endurspeglaði gang hans.
Stuðningsmenn og leikmenn Liverpool fögnuðu í leikslok sigri og um leið efsta sæti deildarinnar. Manchester City gæti náð því á mánudagskvöldið en þrjú stig voru fyrir öllu og styrkleikamerki að ná sætinu fyrst það gafst!
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn var frábær í leiknum. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og lagði svo upp tvö með góðum sendingum. Það er ekki að sjá að hann sé eitthvað verri á þessari leiktíð en þeirri síðustu eins og sumir hafa talað um.
Jürgen Klopp: Það var mikilvægt að halda okkar striki. Við unnum en fyrir okkur þá var þetta bara næsta skref sem var flott. Núna getum við hvílt okkur fyrir næsta leik. Fyrir marga strákana þá er þetta í fyrsta sinn sem þeir þurfa ekki að spila aftur eftir þrjá daga.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (10. mín.), Sadio Mané (66. og 87. mín.) og Xherdan Shaqiri (84. mín.).
Mark Cardiff City: Callum Paterson (77. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 53.373.
- Mohamed Salah og Sadio Mané hafa nú skorað sjö mörk á leiktíðinni og leiða markalista Liverpool.
- Xherdan Shaqiri skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Seinna mark Sadio í leiknum var númer 40 fyrir Liverpool. Hann hefur spilað 86 leiki.
- Markið sem Callum Paterson skoraði var það fyrsta sem Liverpool fær á sig á Anfield Road í deildinni frá því í febrúar. Markmenn Liverpool höfðu haldið hreinu í síðustu níu deildarleikjum á heimavelli. Alls liðu 918 mínútur á milli marka andstæðinga Liverpool.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
TIL BAKA
Liverpool upp í efsta sætið!
Veturinn gat ekki byrjað betur! Liverpool tók efsta sæti deildarinnar eftir öruggan 4:1 sigur á Cardiff City á Anfield Road. Annan leikinn í röð skoraði Liverpool fjögur mörk.
Jürgen Klopp gerði lítilsháttar breytingar á liðinu eftir sigurinn á Rauðu stjörnunni en eins og þá leiddu skytturnar þrjár framlínuna. Cardiff hafði unnið sinn fyrsta deildarleik um síðustu helgi og því sjálfstraust með meira móti í liðinu. Þrátt fyrir það hafði Liverpool tögl og hagldir frá byrjun og eftir tíu mínútur lá boltinn í marki gestanna. Eftir harða sókn þar sem varnarmenn björguðu tveimur skotum af stuttu færi hrökk boltinn til vinstri og þar var Mohamed Salah fyrstur á staðinn og smellti boltanum í markið af stuttu en þröngu færi.
Þremur mínútum seinna sendi Mohamed fyrir markið frá hægri á Virgil van Dijk sem stökk upp einn og óvaldaður en skalli hans fór í stöng. Það var ekki jafn mikill hraði í leik Liverpool og á miðvikudagskvöldið og fá opin færi til viðbótar sköpuðust fram að hálfleik þar til Alberto Moreno gaf fyrir frá vinstri á Adam Lallana. Hann henti sér fram og skallaði að marki en varnarmaður bjargaði á línu. Þetta var það síðasta sem gerðist í fyrri hálfleik.
Yfirburðir Liverpool voru sem fyrr algjörir eftir hlé en það var bið á næsta marki. Það kom þó loksins á 66. mínútu. Sadio Mané fékk þá boltann vinstra megin í vítateignum. Hann virtist vera kominn í öngstræti en náði að hrista þrjá varnarmenn af sér áður en hann þrumaði boltanum með vinstri út í hliðarnetið fjær. Glæsilegt mark hjá Senegalanum! Miðað við yfirburði Liverpool hefði mátt halda að nú væri leikurin unninn en Cardiff komst óvænt inn í leikinn á 77. mínútu. Eftir fyrirgjöf frá hægri hrökk boltinn fyrir fætur Callum Paterson sem náði að stýra boltanum í markið. Klaufalegt að fá á sig mark því þetta var í eina skiptið sem Carfiff ógnaði og var reyndar varla hægt að segja að það hafi verið hætta af þessari sókn.
Veilsverjar áttu nú von en hún lifði aðeins fram á 84. mínútu. Mohamed sendi þá á varamanninn Xherdan Shaqiri sem lék á einn varnarmann inni í vítateignum áður en hann skoraði með hnitmiðuðu skoti neðst í vinstra hornið. Ekki amalegt að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool fyrir framan The Kop! Þremur mínútum seinna gulltryggði Liverpool sigurinn. Fabinho Tavarez vann boltann á miðjunni, sendi fram á Mohamed sem stakk boltanum inn fyrir á Sadio sem lék inn í vítateiginn og lyfti boltanum snyrtilega yfir markmanninn sem kom út á móti honum. Annað glæsimark Sadio í leiknum og nú mátti segja að staðan í leikjum endurspeglaði gang hans.
Stuðningsmenn og leikmenn Liverpool fögnuðu í leikslok sigri og um leið efsta sæti deildarinnar. Manchester City gæti náð því á mánudagskvöldið en þrjú stig voru fyrir öllu og styrkleikamerki að ná sætinu fyrst það gafst!
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn var frábær í leiknum. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og lagði svo upp tvö með góðum sendingum. Það er ekki að sjá að hann sé eitthvað verri á þessari leiktíð en þeirri síðustu eins og sumir hafa talað um.
Jürgen Klopp: Það var mikilvægt að halda okkar striki. Við unnum en fyrir okkur þá var þetta bara næsta skref sem var flott. Núna getum við hvílt okkur fyrir næsta leik. Fyrir marga strákana þá er þetta í fyrsta sinn sem þeir þurfa ekki að spila aftur eftir þrjá daga.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (10. mín.), Sadio Mané (66. og 87. mín.) og Xherdan Shaqiri (84. mín.).
Mark Cardiff City: Callum Paterson (77. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 53.373.
Fróðleikur
- Mohamed Salah og Sadio Mané hafa nú skorað sjö mörk á leiktíðinni og leiða markalista Liverpool.
- Xherdan Shaqiri skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Seinna mark Sadio í leiknum var númer 40 fyrir Liverpool. Hann hefur spilað 86 leiki.
- Markið sem Callum Paterson skoraði var það fyrsta sem Liverpool fær á sig á Anfield Road í deildinni frá því í febrúar. Markmenn Liverpool höfðu haldið hreinu í síðustu níu deildarleikjum á heimavelli. Alls liðu 918 mínútur á milli marka andstæðinga Liverpool.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan