| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur Liverpool er svo sannarlega stórleikur en okkar menn heimsækja Arsenal á Emirates leikvanginn laugardaginn 3. nóvember og verður flautað til leiks klukkan 17:30.
Eins og vanalega er erfitt að spá fyrir um byrjunarlið Jürgen Klopp í þessum leik en af meiðslum leikmanna er það helst að frétta að þeir Jordan Henderson og Naby Keita verða sennilega ekki klárir í þennan leik. Fyrir utan Alex Oxlade-Chamberlain eru ekki fleiri leikmenn á meiðslalistanum sem er hið besta mál. Það ætti bara að gera það enn erfiðara fyrir Klopp að stilla upp liðinu enda hafa þeir Fabinho og Xerdan Shaqiri komið sterkir inn í síðustu leikjum. Ég geri þó ráð fyrir því að aftast verði þeir Alisson, Robertson, Lovren, van Dijk og Gomez. Fabinho og Wijnaldum verða á miðjunni hugsaðir sem meira varnarsinnaðir eins og verið hefur í síðustu tveim leikjum og með þeim á miðjunni verður Xerdan Shaqiri. Fremstu þrír eins og vanalega þeir Mané, Firmino og Salah.
Meiðslavandræði heimamanna í Arsenal eru mun meiri en alls eru sex leikmenn meiddir í aðalliðshópnum. Þetta eru þeir Hector Bellerin, Mohamed Elneny, Nacho Monreal, Sead Kolasinac, Konstantinos Mavropanos og Laurent Koscielny. Glöggir lesendur taka eftir því að meginstefið í þessari upptalningu eru varnarmenn en þeir Monreal og Kolasinac gætu mögulega náð þessum leik. Auk þessara meiðsla er Frakkinn ungi Mattéo Guendouzi í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Arsenal í miðri viku í Deildarbikarnum. Varnarleikur Arsenal hefur kannski ekki verið mjög góður heilt yfir á tímabilinu og líklegt er að Granit Xhaka spili í vinstri bakvarðastöðunni í leiknum. Það er óskandi að sóknarmenn Liverpool nýti sér þessa veikleika í vörninni. Fram til þessa hafa Arsenal fengið á sig 13 mörk í 10 leikjum og sóknarlína Liverpool hlýtur að sjá einhver tækifæri til að setja fleiri mörk á Skytturnar.
Arsenal hafa hinsvegar komið nokkuð á óvart á tímabilinu það sem af er en eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins fóru þeir á mikla sigurgöngu í öllum keppnum. Unnu þeir m.a. sjö leiki í röð í deildinni en í síðustu umferð kom örlítið hikst þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli á móti Crystal Palace á útivelli. Það er þó kannski ekki hægt að segja að þau úrslit hafi verið slæm þannig séð. Aðeins munar fjórum stigum á Liverpool og Arsenal fyrir þennan leik og heimamenn hljóta að sjá þarna gullið tækifæri til að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna í deildinni. Sóknarlína Arsenal hefur heldur betur verið sterk á tímabilinu, þar leiðir Pierre-Emerick Aubameyang markaskorun með 7 mörk og er hann jafnframt markahæstur í deildinni ásamt Eden Hazard. Næstur kemur Alexandre Lacazette með fjögur mörk. Virgil van Dijk og félagar verða því að vera klárir í slaginn og eitthvað segir mér að þeir verði það nú eins og venjulega.
Það muna flestir eftir leik þessara liða í London í fyrra, nánar tiltekið 22. desember. Liverpool komst í 0-2 snemma í seinni hálfleik og allt leit vel út. Arsenal svöruðu hinsvegar með þrem mörkum á aðeins sex mínútum og voru komnir 3-2 yfir. Roberto Firmino bjargaði svo stigi með jöfnunarmarki ekki svo löngu síðar. Annars hefur gengi Liverpool ekki verið neitt sérstakt á útivelli gegn Arsenal í gegnum tíðina og eftir flutning þeirra á Emirates völlinn hafa aðeins tveir leikir unnist í 12 tilraunum, Arsenal hafa unnið fjóra leiki og sex hafa endað með jafntefli. Jürgen Klopp hefur þó ekki enn tapað leik á Emirates vellinum sem stjóri Liverpool en leikirnir eru reyndar bara tveir talsins.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool vinnur sigur í hörkuleik 2-3. Kannski óvanalegt að spá því að vörn sem aðeins hefur fengið á sig fjögur mörk það sem af er tímabils fái á sig tvö í þessum leik en sóknarmenn Arsenal eru heitir og vita hvar markið er. Engu að síður tekst okkar mönnum að skora fleiri mörk og tryggja sér gríðarlega mikilvægan sigur í deildinni.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah og Sadio Mané eru markahæstir leikmanna á tímabilinu með 7 mörk í öllum keppnum.
- Mané hefur þó skorað fleiri mörk í deildinni eða sex talsins.
- Eins og áður sagði er Aubameyang markahæstur Arsenal manna með 7 mörk í deildinni.
- Liverpool sitja í öðru sæti deildarinnar með 26 stig eftir 10 leiki.
- Arsenal sitja í fjórða sætinu með 22 stig.
Eins og vanalega er erfitt að spá fyrir um byrjunarlið Jürgen Klopp í þessum leik en af meiðslum leikmanna er það helst að frétta að þeir Jordan Henderson og Naby Keita verða sennilega ekki klárir í þennan leik. Fyrir utan Alex Oxlade-Chamberlain eru ekki fleiri leikmenn á meiðslalistanum sem er hið besta mál. Það ætti bara að gera það enn erfiðara fyrir Klopp að stilla upp liðinu enda hafa þeir Fabinho og Xerdan Shaqiri komið sterkir inn í síðustu leikjum. Ég geri þó ráð fyrir því að aftast verði þeir Alisson, Robertson, Lovren, van Dijk og Gomez. Fabinho og Wijnaldum verða á miðjunni hugsaðir sem meira varnarsinnaðir eins og verið hefur í síðustu tveim leikjum og með þeim á miðjunni verður Xerdan Shaqiri. Fremstu þrír eins og vanalega þeir Mané, Firmino og Salah.
Meiðslavandræði heimamanna í Arsenal eru mun meiri en alls eru sex leikmenn meiddir í aðalliðshópnum. Þetta eru þeir Hector Bellerin, Mohamed Elneny, Nacho Monreal, Sead Kolasinac, Konstantinos Mavropanos og Laurent Koscielny. Glöggir lesendur taka eftir því að meginstefið í þessari upptalningu eru varnarmenn en þeir Monreal og Kolasinac gætu mögulega náð þessum leik. Auk þessara meiðsla er Frakkinn ungi Mattéo Guendouzi í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Arsenal í miðri viku í Deildarbikarnum. Varnarleikur Arsenal hefur kannski ekki verið mjög góður heilt yfir á tímabilinu og líklegt er að Granit Xhaka spili í vinstri bakvarðastöðunni í leiknum. Það er óskandi að sóknarmenn Liverpool nýti sér þessa veikleika í vörninni. Fram til þessa hafa Arsenal fengið á sig 13 mörk í 10 leikjum og sóknarlína Liverpool hlýtur að sjá einhver tækifæri til að setja fleiri mörk á Skytturnar.
Arsenal hafa hinsvegar komið nokkuð á óvart á tímabilinu það sem af er en eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins fóru þeir á mikla sigurgöngu í öllum keppnum. Unnu þeir m.a. sjö leiki í röð í deildinni en í síðustu umferð kom örlítið hikst þegar þeir gerðu 2-2 jafntefli á móti Crystal Palace á útivelli. Það er þó kannski ekki hægt að segja að þau úrslit hafi verið slæm þannig séð. Aðeins munar fjórum stigum á Liverpool og Arsenal fyrir þennan leik og heimamenn hljóta að sjá þarna gullið tækifæri til að blanda sér af alvöru í toppbaráttuna í deildinni. Sóknarlína Arsenal hefur heldur betur verið sterk á tímabilinu, þar leiðir Pierre-Emerick Aubameyang markaskorun með 7 mörk og er hann jafnframt markahæstur í deildinni ásamt Eden Hazard. Næstur kemur Alexandre Lacazette með fjögur mörk. Virgil van Dijk og félagar verða því að vera klárir í slaginn og eitthvað segir mér að þeir verði það nú eins og venjulega.
Það muna flestir eftir leik þessara liða í London í fyrra, nánar tiltekið 22. desember. Liverpool komst í 0-2 snemma í seinni hálfleik og allt leit vel út. Arsenal svöruðu hinsvegar með þrem mörkum á aðeins sex mínútum og voru komnir 3-2 yfir. Roberto Firmino bjargaði svo stigi með jöfnunarmarki ekki svo löngu síðar. Annars hefur gengi Liverpool ekki verið neitt sérstakt á útivelli gegn Arsenal í gegnum tíðina og eftir flutning þeirra á Emirates völlinn hafa aðeins tveir leikir unnist í 12 tilraunum, Arsenal hafa unnið fjóra leiki og sex hafa endað með jafntefli. Jürgen Klopp hefur þó ekki enn tapað leik á Emirates vellinum sem stjóri Liverpool en leikirnir eru reyndar bara tveir talsins.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool vinnur sigur í hörkuleik 2-3. Kannski óvanalegt að spá því að vörn sem aðeins hefur fengið á sig fjögur mörk það sem af er tímabils fái á sig tvö í þessum leik en sóknarmenn Arsenal eru heitir og vita hvar markið er. Engu að síður tekst okkar mönnum að skora fleiri mörk og tryggja sér gríðarlega mikilvægan sigur í deildinni.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah og Sadio Mané eru markahæstir leikmanna á tímabilinu með 7 mörk í öllum keppnum.
- Mané hefur þó skorað fleiri mörk í deildinni eða sex talsins.
- Eins og áður sagði er Aubameyang markahæstur Arsenal manna með 7 mörk í deildinni.
- Liverpool sitja í öðru sæti deildarinnar með 26 stig eftir 10 leiki.
- Arsenal sitja í fjórða sætinu með 22 stig.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan