| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafntefli gegn Arsenal
Liverpool er enn taplaust í deildinni eftir að hafa gert 1-1 jafntefli við Arsenal á Emirates leikvanginum í London. Leikurinn var fjörugur og m.a. ranglega dæmt mark af Liverpool vegna rangstöðu.
Jürgen Klopp fór aftur í 4-3-3 leikkerfið og liðið var þannig skipað:
Varamenn voru þeir Mignolet, Matip, Moreno, Lallana, Shaqiri, Origi og Sturridge.
Heimamenn stilltu upp nokkuð sóknarsinnuðu liði og bakvarðastöðurnar voru vel mannaðar með þá Kolasinac og Bellerin en fyrir leik leit út fyrir að þeir myndu ekki vera með vegna meiðsla.
Arsenal menn byrjuðu betur og strax á fyrstu mínútu komust þeir upp vinstra megin og náðu sendingu fyrir markið en van Dijk hreinsaði frá. Tónninn var gefinn og skömmu síðar átti Lacazette skot á nær stöng sem Alisson komst fyrir. Fyrsta tækifæri Liverpool kom þegar Wijnaldum skaut nokkuð vel yfir markið eftir að Salah lagði boltann út í teiginn. Eftir 15 mínútna leik skallaði svo Mkhitaryan rétt framhjá markinu úr miðjum teignum, Alisson kom út á móti og markið var því autt en sem betur fer sigldi hann framhjá.
Umdeilt atvik átti sér svo stað þegar Alexander-Arnold sendi innfyrir vörnina. Mané var rangstæður þegar sendingin kom en Firmino tók boltann og lyfti honum yfir Leno í markinu. Boltinn fór í stöngina og Mané setti boltann í netið. Aðstoðardómarinn flaggaði hinsvegar rangstöðu en það var víst rangur dómur þar sem Mané var ekki fyrir innan þegar Firmino skaut og markið hefði því átt að standa. Aðstoðardómarinn var auk þess ekki í línu við leikinn og má því segja að hann hafi alls ekki átt að lyfta flagginu. Næsta færi fékk van Dijk þegar hann fékk sendingu inná markteig, tók boltann niður og skaut en Leno kom vel út á móti og varði. Arsenal menn fengu næstu færi en þeir Lacazette og Aubameyang náðu ekki að hitta markið úr fínum færum. Í blálok hálfleiksins skallaði svo van Dijk í stöngina eftir aukaspyrnu. Staðan því markalaus eftir fjörugan hálfleik.
Síðari hálfleikur fór nokkuð fjörlega af stað og eftir rétt rúman klukkutíma leik lá boltinn í marki gestanna. Mané fékk sendingu upp vinstri kantinn og náði góðri sendingu fyrir. Leno sló boltann út í teiginn þar sem James Milner var mættur og skaut boltanum af öryggi í markið. Virkilega vel gert hjá Milner. Heimamenn vildu jafna strax og Alisson þurfti að slá skot frá Torreira yfir markið. Eftir þetta róaðist leikurinn eitthvað aðeins en Arsenal menn freistu þess að jafna metin og gerðu sóknarskiptingar til að bæta í. Þeir náðu að skora jöfnunarmark átta mínútum fyrir leikslok þegar Lacazette fékk sendingu innfyrir, Alisson kom út á móti en var ekki fyrri til í boltann. Lacazette sneri sér við og þrumaði boltanum í fjærhornið.
Eftir þetta reyndu bæði lið að tryggja sér sigur en engin úrvals færi litu dagsins ljós og niðurstaðan 1-1 jafntefli.
Arsenal: Leno, Bellerín, Mustafi, Holding, Kolasinac (Welbeck, 81. mín.), Torreira, Xhaka, Mkhitaryan (Iwobi, 68. mín.), Özil, Aubameyang (Ramsey, 73. mín.), Lacazette. Ónotaðir varamenn: Cech, Lichtsteiner, Maitland-Niles, Smith-Rowe.
Mark Arsenal: Alexandre Lacazette (82. mín.).
Gult spjald: Lacazette.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Robertson, Fabinho, Wijnaldum, Milner, Mané, Salah (Matip, 90+4 mín.), Firmino (Shaqiri, 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Lallana, Sturridge, Origi.
Mark Liverpool: James Milner (61. mín.).
Gult spjald: Fabinho.
Áhorfendur á Emirates leikvanginum: 59.993.
Maður leiksins: James Milner var sem fyrr hlaupandi út um allt og skilaði sínu með mikilvægu marki.
Jürgen Klopp: ,,Stig eru góð úrslit - Unai Emery getur sagt það sama, en við áttum nokkur góð færi. Þegar Arsenal elta leikinn setja þeir aukinn sóknarþunga inná með skiptingum sem er mjög flott og við vorum ekki eins þéttir og ég hefði viljað. Vinnuhestarnir okkar á miðjunni, við settum of mikið á þeirra herðar og það var eitt skipti þar sem við lokuðum ekki á Alex Iwobi og hann náði sendingu innfyrir sem skapaði markið."
Fróðleikur:
- James Milner skoraði sitt 50. mark í úrvalsdeildinni á ferlinum.
- 14 þessara marka hafa komið á ferli honum hjá Liverpool.
- Þetta var fyrsta mark Milner sem ekki kom úr vítaspyrnu síðan hann skoraði gegn Manchester City í mars árið 2016.
- Liverpool jafnaði sína bestu byrjun í úrvalsdeildinni frá tímabilinu 2008-2009, 11 leikir í byrjun móts án þess að tapa.
Jürgen Klopp fór aftur í 4-3-3 leikkerfið og liðið var þannig skipað:
Varamenn voru þeir Mignolet, Matip, Moreno, Lallana, Shaqiri, Origi og Sturridge.
Heimamenn stilltu upp nokkuð sóknarsinnuðu liði og bakvarðastöðurnar voru vel mannaðar með þá Kolasinac og Bellerin en fyrir leik leit út fyrir að þeir myndu ekki vera með vegna meiðsla.
Arsenal menn byrjuðu betur og strax á fyrstu mínútu komust þeir upp vinstra megin og náðu sendingu fyrir markið en van Dijk hreinsaði frá. Tónninn var gefinn og skömmu síðar átti Lacazette skot á nær stöng sem Alisson komst fyrir. Fyrsta tækifæri Liverpool kom þegar Wijnaldum skaut nokkuð vel yfir markið eftir að Salah lagði boltann út í teiginn. Eftir 15 mínútna leik skallaði svo Mkhitaryan rétt framhjá markinu úr miðjum teignum, Alisson kom út á móti og markið var því autt en sem betur fer sigldi hann framhjá.
Umdeilt atvik átti sér svo stað þegar Alexander-Arnold sendi innfyrir vörnina. Mané var rangstæður þegar sendingin kom en Firmino tók boltann og lyfti honum yfir Leno í markinu. Boltinn fór í stöngina og Mané setti boltann í netið. Aðstoðardómarinn flaggaði hinsvegar rangstöðu en það var víst rangur dómur þar sem Mané var ekki fyrir innan þegar Firmino skaut og markið hefði því átt að standa. Aðstoðardómarinn var auk þess ekki í línu við leikinn og má því segja að hann hafi alls ekki átt að lyfta flagginu. Næsta færi fékk van Dijk þegar hann fékk sendingu inná markteig, tók boltann niður og skaut en Leno kom vel út á móti og varði. Arsenal menn fengu næstu færi en þeir Lacazette og Aubameyang náðu ekki að hitta markið úr fínum færum. Í blálok hálfleiksins skallaði svo van Dijk í stöngina eftir aukaspyrnu. Staðan því markalaus eftir fjörugan hálfleik.
Síðari hálfleikur fór nokkuð fjörlega af stað og eftir rétt rúman klukkutíma leik lá boltinn í marki gestanna. Mané fékk sendingu upp vinstri kantinn og náði góðri sendingu fyrir. Leno sló boltann út í teiginn þar sem James Milner var mættur og skaut boltanum af öryggi í markið. Virkilega vel gert hjá Milner. Heimamenn vildu jafna strax og Alisson þurfti að slá skot frá Torreira yfir markið. Eftir þetta róaðist leikurinn eitthvað aðeins en Arsenal menn freistu þess að jafna metin og gerðu sóknarskiptingar til að bæta í. Þeir náðu að skora jöfnunarmark átta mínútum fyrir leikslok þegar Lacazette fékk sendingu innfyrir, Alisson kom út á móti en var ekki fyrri til í boltann. Lacazette sneri sér við og þrumaði boltanum í fjærhornið.
Eftir þetta reyndu bæði lið að tryggja sér sigur en engin úrvals færi litu dagsins ljós og niðurstaðan 1-1 jafntefli.
Arsenal: Leno, Bellerín, Mustafi, Holding, Kolasinac (Welbeck, 81. mín.), Torreira, Xhaka, Mkhitaryan (Iwobi, 68. mín.), Özil, Aubameyang (Ramsey, 73. mín.), Lacazette. Ónotaðir varamenn: Cech, Lichtsteiner, Maitland-Niles, Smith-Rowe.
Mark Arsenal: Alexandre Lacazette (82. mín.).
Gult spjald: Lacazette.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Robertson, Fabinho, Wijnaldum, Milner, Mané, Salah (Matip, 90+4 mín.), Firmino (Shaqiri, 80. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Lallana, Sturridge, Origi.
Mark Liverpool: James Milner (61. mín.).
Gult spjald: Fabinho.
Áhorfendur á Emirates leikvanginum: 59.993.
Maður leiksins: James Milner var sem fyrr hlaupandi út um allt og skilaði sínu með mikilvægu marki.
Jürgen Klopp: ,,Stig eru góð úrslit - Unai Emery getur sagt það sama, en við áttum nokkur góð færi. Þegar Arsenal elta leikinn setja þeir aukinn sóknarþunga inná með skiptingum sem er mjög flott og við vorum ekki eins þéttir og ég hefði viljað. Vinnuhestarnir okkar á miðjunni, við settum of mikið á þeirra herðar og það var eitt skipti þar sem við lokuðum ekki á Alex Iwobi og hann náði sendingu innfyrir sem skapaði markið."
Fróðleikur:
- James Milner skoraði sitt 50. mark í úrvalsdeildinni á ferlinum.
- 14 þessara marka hafa komið á ferli honum hjá Liverpool.
- Þetta var fyrsta mark Milner sem ekki kom úr vítaspyrnu síðan hann skoraði gegn Manchester City í mars árið 2016.
- Liverpool jafnaði sína bestu byrjun í úrvalsdeildinni frá tímabilinu 2008-2009, 11 leikir í byrjun móts án þess að tapa.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan