| Heimir Eyvindarson

Svona getur Liverpool bjargað sér

Það var súr niðurstaða í Serbíu í gær og allt í einu er alls ekki öruggt að Liverpool komist upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni. Það eru þó ýmsir möguleikar í stöðunni.

Liverpool á tvo erfiða leiki eftir, gegn PSG úti og Napoli heima. Möguleikarnir í stöðunni eru allnokkrir: 

1: Ef Liverpool vinnur PSG og Napoli vinnur Rauðu Stjörnuna þá er PSG úr leik fyrir lokaumferðina. 

2: Ef Liverpool og PSG gera jafntefli og Napoli vinnur Rauðu Stjörnuna þá þarf Liverpool að vinna Napoli í lokaleiknum. 

3: Ef Liverpool og PSG gera jafntefli og Napoli og Rauða Stjarnan líka þá þarf Liverpool að vinna Napoli í lokaleiknum.  

4: Ef Liverpool og PSG gera jafntefli og Rauða Stjarnan vinnur Napoli þá nægir okkur jafntefli í lokaleiknum. 

5: Ef Liverpool tapar fyrir PSG og Napoli vinnur Rauðu Stjörnuna þá verður Liverpool að vinna Napoli með meira en eins marks mun. Þetta er að vísu flóknasta sviðsmyndin og getur allskonar markamunur haft úrslitaáhrif, en við nennum ekki að fara út í það núna. 

6: Ef Liverpool vinnur PSG og Napoli og Rauða Stjarnan gera jafntefli þá er það enn og aftur sigur í síðasta leik sem kemur okkur áfram.

Svo eru fleiri möguleikar sem er aðeins of langsótt að velta fyrir sér á þessum tímapunkti. Auðvitað væri albest að vinna bara báða leikina sem eftir eru og þurfa ekki að pæla meira í þessu.

YNWA!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan