| Sf. Gutt

Xherdan Shaqiri fæddist í Gjilan 10. október 1991. Gjilan var þá í Júgóslavíu sem seinna skiptist upp í Bosníu-Herzegóvínu, Serbíu, Króatíu, Slóveníu, Svartfjallaland og Makedóníu eftir að járntjaldið féll. Foreldrar hans eru af albönsku og kóvósku bergi brotnir. Fjölskyldan fluttist til Sviss árið eftir að Xherdan fæddist en hefur aldrei farið leynt með uppruna sinn. Til dæmis hefur Xherdan leikið í knattspyrnuskóm í landsleik með myndum af fánum Sviss og Kósóvó. Hann mun meira að segja hafa íhugað að fara að spila með Kósóvó eftir að landslið þaðan hóf keppni.
Á HM í sumar skoraði Xherdan sigurmark Sviss í 2:1 sigri á móti Serbíu. Hann fagnaði markinu með því að sýna merki albanska arnarins og það sama gerði félagi hans Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, sem hefur sama uppruna. Út af þessu þótti ekki hyggilegt að láta Xherdan spila með Liverpool á móti Rauðu stjörnunni í Serbíu. Það var sem sagt litið svo á að nærvera Xherdan í Serbíu myndi falla í grýttan jarðveg hjá hinum hörðu stuðningsmanna Rauðu stjörnunnar.
Xherdan var því heima af stjórnmálalegum ástæðum ef svo mætti segja. Hann ætti því að vera úthvíldur fyrir sunnudaginn þegar Liverpool mætir Fulham.
TIL BAKA
Xherdan hafður heima

Eins og allir stuðningsmenn Liverpool vita þá var Xherdan Shaqiri skilinn eftir heima þegar Liverpool spilaði á móti Rauðu stjörnunni í Belgrad. En af hverju?
Xherdan Shaqiri fæddist í Gjilan 10. október 1991. Gjilan var þá í Júgóslavíu sem seinna skiptist upp í Bosníu-Herzegóvínu, Serbíu, Króatíu, Slóveníu, Svartfjallaland og Makedóníu eftir að járntjaldið féll. Foreldrar hans eru af albönsku og kóvósku bergi brotnir. Fjölskyldan fluttist til Sviss árið eftir að Xherdan fæddist en hefur aldrei farið leynt með uppruna sinn. Til dæmis hefur Xherdan leikið í knattspyrnuskóm í landsleik með myndum af fánum Sviss og Kósóvó. Hann mun meira að segja hafa íhugað að fara að spila með Kósóvó eftir að landslið þaðan hóf keppni.
Á HM í sumar skoraði Xherdan sigurmark Sviss í 2:1 sigri á móti Serbíu. Hann fagnaði markinu með því að sýna merki albanska arnarins og það sama gerði félagi hans Granit Xhaka, leikmaður Arsenal, sem hefur sama uppruna. Út af þessu þótti ekki hyggilegt að láta Xherdan spila með Liverpool á móti Rauðu stjörnunni í Serbíu. Það var sem sagt litið svo á að nærvera Xherdan í Serbíu myndi falla í grýttan jarðveg hjá hinum hörðu stuðningsmanna Rauðu stjörnunnar.
Xherdan var því heima af stjórnmálalegum ástæðum ef svo mætti segja. Hann ætti því að vera úthvíldur fyrir sunnudaginn þegar Liverpool mætir Fulham.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!
Fréttageymslan