| Heimir Eyvindarson
Yfir 300 stuðningsmenn PSG voru með dólgslæti á umræddum leik PSG og Red Star og átti að taka málið til umfjöllunar á fundi aganefndar UEFA á fimmtudaginn. Nú hefur UEFA tilkynnt að of stuttur tími sé milli fyrihugaðs fundar þann 22. nóvember og næsta heimaleiks PSG í Meistaradeildinni, sem er einmitt gegn Liverpool 28. nóvember, til að ákvarða og framfylgja refsingu á hendur franska liðinu.
Það er því ljóst að Stade de France verður troðfullur þann 28. nóvember n.k., þegar liðin mætast í gríðarlega þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið.
Þessi ákvörðun UEFA þýðir þó ekki að Frakkarnir séu sloppnir með skrekkinn, málið verður tekið fyrir hjá aganefnd UEFA en ef til refsingar kemur mun PSG ekki taka hana út fyrr en á nýju ári.
TIL BAKA
PSG tekur ekki út refsingu gegn Liverpool
Stuðningsmenn PSG urðu sér til skammar á leik PSG og Rauðu Stjörnunnar þann 3. október s.l. Til stóð að aganefnd UEFA kæmi saman í vikunni til að ákvarða hugsanlega refsingu, en svo verður ekki.
Yfir 300 stuðningsmenn PSG voru með dólgslæti á umræddum leik PSG og Red Star og átti að taka málið til umfjöllunar á fundi aganefndar UEFA á fimmtudaginn. Nú hefur UEFA tilkynnt að of stuttur tími sé milli fyrihugaðs fundar þann 22. nóvember og næsta heimaleiks PSG í Meistaradeildinni, sem er einmitt gegn Liverpool 28. nóvember, til að ákvarða og framfylgja refsingu á hendur franska liðinu.
Það er því ljóst að Stade de France verður troðfullur þann 28. nóvember n.k., þegar liðin mætast í gríðarlega þýðingarmiklum leik fyrir bæði lið.
Þessi ákvörðun UEFA þýðir þó ekki að Frakkarnir séu sloppnir með skrekkinn, málið verður tekið fyrir hjá aganefnd UEFA en ef til refsingar kemur mun PSG ekki taka hana út fyrr en á nýju ári.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan