| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool mætir Watford á Vicarage Road á laugardaginn. Watford er á góðu róli í deildinni og mikilvægt að okkar menn misstígi sig ekki.
Liverpool er enn taplaust í deildinni og það væri ósköp notalegt að taka þrjú stig á laugardaginn til að halda forskoti City í lágmarki. Watford er samt þrælsterkt lið og hefur í raun verið spútniklið þessa tímabils hingað til. Liðið byrjaði hrikalega vel, en hefur aðeins gefið eftir að undanförnu. Situr í 7. sæti með 20 stig.
Etienne Capoue, sem hefur verið einn allra sterkasti leikmaður Watford í vetur kemur inn í liðið aftur eftir leikbann, sem er mikill styrkur fyrir Watford. Tom Cleverley og Daryl Janmaat eru hinsvegar báðir frá vegna meiðsla. Svona af þeim leikmönnum sem maður þekkir í Watford liðinu.
Jürgen Klopp sagði frá því á blaðamannafundi í dag að Adam Lallana væri að glíma við smávægileg meiðsl. Að öðru leyti er hópurinn heill, fyrir utan Oxlade-Chamberlain að sjálfsögðu.
Það muna margir eftir 3-0 skellinum gegn Watford á Vicarage Road í desember 2015. Það var stærsta tap Liverpool fyrir Watford í sögunni. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og Liverpool hefur unnið fjóra leiki, en einn endaði með jafntefli. Í þessum fimm leikjum hefur Liverpool skorað heil 17 mörk, en flest þeirra hafa reyndar komið á Anfield.
Liverpool á afar mikilvægan leik á miðvikudaginn, gegn PSG í Meistaradeildinni. Vonandi verða leikmenn ekki með hugann um of við þann leik, það er ekki síður mikilvægt að landa þremur stigum á morgun.
Það er ekki gott að segja neitt til um hugsanlegt byrjunarlið út frá orðum Klopp á blaðamannafundinum. Hann talaði þó sérstaklega um að Henderson væri klár og eins lagði hann áherslu á að Sturridge væri 100% inn í plönum hans þrátt fyrir veðmálavesenið sem vofir yfir honum.
Mohamed Salah skoraði fimm mörk á móti Watford á síðustu leiktíð, 1 á Vicarage Road og 4 á Anfield. Vonandi heldur hann uppteknum hætti á morgun. Sadio Mané er nýbúinn að skrifa undir langtímasamning og mér finnst hann líklegur kandidat í byrjunarliðið. Eitthvað segir mér að Firmino byrji á bekknum og Klopp noti Sturridge, enda er hann kannski á leiðinni í bann og um að gera að nota hann á meðan það er hægt.
Mér finnst síðan nokkuð líklegt að Wijnaldum og Milner fái báðir hvíld. Það þarf að hafa þá í 100% standi á miðvikudaginn. Henderson, Keita og Shaqiri væri spennandi uppstilling á morgun fyrir minn smekk.
Svo er spurning hvort bakverðirnir okkar fái einhverja smá hvíld, þeir geta ekki haldið endalaust áfram á fullu gasi. Það er þó hæpið að þeir fái báðir að hvíla sig.
Ég er skíthræddur við að menn verði komnir með hausinn hálfa leið til Parísar á morgun og tapi stigi eða jafnvel stigum. Watford liðið er sterkt og Liverpool hefur ekki verið í neinum fluggír sóknarlega á útivöllum en hefur þó skorað 1,5 mark að meðaltali á úitivöllum í deildinni það sem af er.
Ég spái 2-1 tapi. En það vill til að ég er glataður spámaður, þannig að líklega fer þetta allt vel að lokum.
YNWA
Liverpool er enn taplaust í deildinni og það væri ósköp notalegt að taka þrjú stig á laugardaginn til að halda forskoti City í lágmarki. Watford er samt þrælsterkt lið og hefur í raun verið spútniklið þessa tímabils hingað til. Liðið byrjaði hrikalega vel, en hefur aðeins gefið eftir að undanförnu. Situr í 7. sæti með 20 stig.
Etienne Capoue, sem hefur verið einn allra sterkasti leikmaður Watford í vetur kemur inn í liðið aftur eftir leikbann, sem er mikill styrkur fyrir Watford. Tom Cleverley og Daryl Janmaat eru hinsvegar báðir frá vegna meiðsla. Svona af þeim leikmönnum sem maður þekkir í Watford liðinu.
Jürgen Klopp sagði frá því á blaðamannafundi í dag að Adam Lallana væri að glíma við smávægileg meiðsl. Að öðru leyti er hópurinn heill, fyrir utan Oxlade-Chamberlain að sjálfsögðu.
Það muna margir eftir 3-0 skellinum gegn Watford á Vicarage Road í desember 2015. Það var stærsta tap Liverpool fyrir Watford í sögunni. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og Liverpool hefur unnið fjóra leiki, en einn endaði með jafntefli. Í þessum fimm leikjum hefur Liverpool skorað heil 17 mörk, en flest þeirra hafa reyndar komið á Anfield.
Liverpool á afar mikilvægan leik á miðvikudaginn, gegn PSG í Meistaradeildinni. Vonandi verða leikmenn ekki með hugann um of við þann leik, það er ekki síður mikilvægt að landa þremur stigum á morgun.
Mohamed Salah skoraði fimm mörk á móti Watford á síðustu leiktíð, 1 á Vicarage Road og 4 á Anfield. Vonandi heldur hann uppteknum hætti á morgun. Sadio Mané er nýbúinn að skrifa undir langtímasamning og mér finnst hann líklegur kandidat í byrjunarliðið. Eitthvað segir mér að Firmino byrji á bekknum og Klopp noti Sturridge, enda er hann kannski á leiðinni í bann og um að gera að nota hann á meðan það er hægt.
Mér finnst síðan nokkuð líklegt að Wijnaldum og Milner fái báðir hvíld. Það þarf að hafa þá í 100% standi á miðvikudaginn. Henderson, Keita og Shaqiri væri spennandi uppstilling á morgun fyrir minn smekk.
Svo er spurning hvort bakverðirnir okkar fái einhverja smá hvíld, þeir geta ekki haldið endalaust áfram á fullu gasi. Það er þó hæpið að þeir fái báðir að hvíla sig.
Ég er skíthræddur við að menn verði komnir með hausinn hálfa leið til Parísar á morgun og tapi stigi eða jafnvel stigum. Watford liðið er sterkt og Liverpool hefur ekki verið í neinum fluggír sóknarlega á útivöllum en hefur þó skorað 1,5 mark að meðaltali á úitivöllum í deildinni það sem af er.
Ég spái 2-1 tapi. En það vill til að ég er glataður spámaður, þannig að líklega fer þetta allt vel að lokum.
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan