| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
3-0 sigur á Watford
Mo Salah skoraði í dag sjötta mark sitt í þremur leikjum gegn Watford. Alexander-Arnold og Firmino skoruðu hin tvö og niðurstaðan á Vicarage Road mikilvægur þriggja marka útisigur.
Henderson og Lovren komu inn í liðið frá síðasta leik, Lovren fyrir Gomez, sem varð fyrir einhverju sma hnjaski á æfingu í gær, og Henderson fyrir Fabinho.
Það gerðist ekki margt í leiknum fyrr en á 39. mínútu, en þá held ég að Liverpool hafi átt sitt fyrsta skot að marki. Þar var Firmino á ferðinni með lúmskt skot sem Foster varði. Augnabliki síðar var Watford komið í stórsókn hinum megin sem endaði með góðu skoti Pereyra af stuttu færi, en Alisson varði boltann vel í horn.
Á 41. mínútu átti Mané magnað skot sem Foster varði vel og mínútu síðar átti Salah fínan skalla neðst í hornið en Foster var sem fyrr á réttum stað.
Staðan 0-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði aðeins of rólega hjá Liverpool og Watford var ákafara fyrstu 10 mínúturnar eða svo. Á 55. mínútu hefði Jon Moss hugsanlega geta flautað víti fyrir brot Robertson á Will Hughes. Í endursýningu sást samt að það hefði verið harkalegur dómur.
Á 60. mínútu fékk Henderson fyrsta gula spjald leiksins fyrir að rífa Success niður.
Á 67. mínútu skoraði Salah svo mark eftir skemmtilega takta frá Mané. Foster og varnarmenn Watford voru óheppnir að ná ekki að bjarga málunum, en niðurstaðan sjötta mark Salah í þremur leikjum gegn Watford. Þetta er farið að minna á Suarez og Norwich á sínum tíma.
Á 76. mínútu skoraði Trent Alexander-Arnold glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Hann smellti boltanum yfir vegginn og fram hjá Foster sem stóð hreyfingarlaus á línunni. Hefur líklega haldið að boltinn væri á leið framhjá.
Á 82. mínútu fékk Henderson sitt annað gula spjald, fyrir að taka Copoue niður úti við hliðarlínu. Heldur heimskulegt brot hjá fyrirliðanum sem vissi upp á sig skömmina og rölti beint inn í klefa.
Á 89. mínútu gerði svo Firmino endanlega út um leikinn með marki eftir skot frá Mané og algjörlega frábæran sprett frá Robertson upp kantinn. Robertson vann boltann við vítateigshornið, skeiðaði upp allan völl og gaf frábæra sendingu út í teig beint á Mané sem lét Foster verja frá sér. Frá Foster datt boltinn á pönnuna á Firmino sem nikkaði honum auðveldlega inn. 3-0 og málið dautt.
Afskaplega sætur og mikilvægur sigur hjá Liverpool í dag og heilt yfir mjög góður leikur hjá okkar mönnum.
Liverpool: Alisson, TAA, Lovren, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Henderson (rautt spjald á 80.mín.), Shaqiri (Fabinho á 85. mín.), Firmino (Matip á 90+ mín.), Salah (Milner á 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Clyne, Keita og Sturridge.
Mörk Liverpool: Salah á 67. mín., TAA á 76. mín. og Firmino á 89. mín.
Gul spjöld: Henderson (2 gul=rautt)
Maður leiksins: Það koma nokkrir til greina í dag, Mané, Salah, Van Dijk og fleiri, en ég ætla að velja Robertson. Kannski fyrst og fremst fyrir sprettinn sem leiddi til þriðja marksins. Frábær leikmaður.
- Þetta var 300. deildarsigur Jürgen Klopp á ferlinum. Hann stýrði Mainz til sigurs í 101 leik, Dortmund í 133 og sigurinn í dag var 66. sigur Liverpool í deildinni undir stjórn Þjóðverjans. Klopp er með rétt tæplega 50% sigurhlutfall í deildarleikjum á ferlinum, 300 sigrar í 607 leikjum.
- Liverpool hefur nú skorað 20 mörk í síðustu sex leikjum gegn Watford, eða allt frá því að liðið steinlá 3-0 á Vicarage Road í desember 2015, sem var stærsta tap Liverpool gegn Watford í sögunni.
- Mo Salah skorar alltaf gegn Watford. Þetta var sjötta mark hans í þremur leikjum gegn Watford.
- Firmino kann líka vel við sig gegn Watford, markið hans í dag var fimmta mark hans í sjö viðureignum liðanna með hann innanborðs. Þess má líka geta að Liverpool tapar aldrei útileik ef Firmino kemst á blað.
- Alisson hefur nú haldið hreinu í 8 leikjum. Aðeins Ederson landi hans hjá Manchester City getur státað af betri árangri.
- Liverpool hefur fengið á sig fimm mörk í deildinni eftir 13 umferðir. Það er besti árangur liðsins í sögunni.
Það gerðist ekki margt í leiknum fyrr en á 39. mínútu, en þá held ég að Liverpool hafi átt sitt fyrsta skot að marki. Þar var Firmino á ferðinni með lúmskt skot sem Foster varði. Augnabliki síðar var Watford komið í stórsókn hinum megin sem endaði með góðu skoti Pereyra af stuttu færi, en Alisson varði boltann vel í horn.
Á 41. mínútu átti Mané magnað skot sem Foster varði vel og mínútu síðar átti Salah fínan skalla neðst í hornið en Foster var sem fyrr á réttum stað.
Staðan 0-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði aðeins of rólega hjá Liverpool og Watford var ákafara fyrstu 10 mínúturnar eða svo. Á 55. mínútu hefði Jon Moss hugsanlega geta flautað víti fyrir brot Robertson á Will Hughes. Í endursýningu sást samt að það hefði verið harkalegur dómur.
Á 60. mínútu fékk Henderson fyrsta gula spjald leiksins fyrir að rífa Success niður.
Á 67. mínútu skoraði Salah svo mark eftir skemmtilega takta frá Mané. Foster og varnarmenn Watford voru óheppnir að ná ekki að bjarga málunum, en niðurstaðan sjötta mark Salah í þremur leikjum gegn Watford. Þetta er farið að minna á Suarez og Norwich á sínum tíma.
Á 76. mínútu skoraði Trent Alexander-Arnold glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Hann smellti boltanum yfir vegginn og fram hjá Foster sem stóð hreyfingarlaus á línunni. Hefur líklega haldið að boltinn væri á leið framhjá.
Á 82. mínútu fékk Henderson sitt annað gula spjald, fyrir að taka Copoue niður úti við hliðarlínu. Heldur heimskulegt brot hjá fyrirliðanum sem vissi upp á sig skömmina og rölti beint inn í klefa.
Á 89. mínútu gerði svo Firmino endanlega út um leikinn með marki eftir skot frá Mané og algjörlega frábæran sprett frá Robertson upp kantinn. Robertson vann boltann við vítateigshornið, skeiðaði upp allan völl og gaf frábæra sendingu út í teig beint á Mané sem lét Foster verja frá sér. Frá Foster datt boltinn á pönnuna á Firmino sem nikkaði honum auðveldlega inn. 3-0 og málið dautt.
Afskaplega sætur og mikilvægur sigur hjá Liverpool í dag og heilt yfir mjög góður leikur hjá okkar mönnum.
Liverpool: Alisson, TAA, Lovren, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Henderson (rautt spjald á 80.mín.), Shaqiri (Fabinho á 85. mín.), Firmino (Matip á 90+ mín.), Salah (Milner á 71. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Clyne, Keita og Sturridge.
Mörk Liverpool: Salah á 67. mín., TAA á 76. mín. og Firmino á 89. mín.
Gul spjöld: Henderson (2 gul=rautt)
Maður leiksins: Það koma nokkrir til greina í dag, Mané, Salah, Van Dijk og fleiri, en ég ætla að velja Robertson. Kannski fyrst og fremst fyrir sprettinn sem leiddi til þriðja marksins. Frábær leikmaður.
Fróðleikur:
- Þetta var 300. deildarsigur Jürgen Klopp á ferlinum. Hann stýrði Mainz til sigurs í 101 leik, Dortmund í 133 og sigurinn í dag var 66. sigur Liverpool í deildinni undir stjórn Þjóðverjans. Klopp er með rétt tæplega 50% sigurhlutfall í deildarleikjum á ferlinum, 300 sigrar í 607 leikjum.
- Liverpool hefur nú skorað 20 mörk í síðustu sex leikjum gegn Watford, eða allt frá því að liðið steinlá 3-0 á Vicarage Road í desember 2015, sem var stærsta tap Liverpool gegn Watford í sögunni.
- Mo Salah skorar alltaf gegn Watford. Þetta var sjötta mark hans í þremur leikjum gegn Watford.
- Firmino kann líka vel við sig gegn Watford, markið hans í dag var fimmta mark hans í sjö viðureignum liðanna með hann innanborðs. Þess má líka geta að Liverpool tapar aldrei útileik ef Firmino kemst á blað.
- Alisson hefur nú haldið hreinu í 8 leikjum. Aðeins Ederson landi hans hjá Manchester City getur státað af betri árangri.
- Liverpool hefur fengið á sig fimm mörk í deildinni eftir 13 umferðir. Það er besti árangur liðsins í sögunni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan