| Heimir Eyvindarson

Buffon fer fögrum orðum um Alisson


Guanluigi Buffon, einn besti markvörður sögunnar, fer fögrum orðum um Alisson í viðtali í The Mirror í dag. Buffon segir að Alisson sé einn af þremur bestu markvörðum í heiminum í dag. 

Buffon er enn að, þrátt fyrir að vera að detta í fertugt. Hann stendur nú í marki PSG sem mætir Liverpool í París á morgun og vonast auðvitað til að vinna, sem væri stórt skref í áttina að Meistaradeildarsigrinum sem hann hefur aldrei unnið á farsælum ferli. Eina dollan sem þessi frábæri markvörður hefur ekki náð í hús, þrátt fyrir að hafa leikið þrisvar til úrslita í keppninni. 

,,Þegar ég var að byrja var mælikvarðinn á góða markmenn hvernig þeir væru með hendurnar, nú er talað um hversu góðir þeir eru með fæturna. Það hefur mikið breyst á þeim árum sem ég hef verið atvinnumaður", segir Buffon. 

,,Alisson er frábær á löppunum. Hann er mjög öruggur og ákveðinn með boltann, ekta nútíma markmaður. Svo er hann líka góður milli stanganna og ég sé það greinilega að hann gefur varnarmönnum sínum aukið sjálfstraust. Það er engin tilviljun að Liverpool hefur fengið á sig mjög lítið af mörkum í vetur."

,,Alisson er kannski nýtt nafn fyrir þeim sem fylgjast með enska boltanum, en ég hef fylgst með honum alveg frá því hann kom til Ítalíu og ég er mikill aðdáandi hans. Hann er topp markmaður, einn af þremur bestu í heiminum í dag að mínu mati."

Svo mörg voru þau orð frá einum besta knattspyrnumanni sögunnar. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan