| Sf. Gutt
Það er sjaldan sem Liverpool fer auðveldar leiðir á vegferðum sínum. Það er allt útlit á einni erfiðri í viðbót þegar tvær umferðir eru eftir af riðakeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur sex stig í öðru sæti en hefur jafn mörg stig og Napoli sem leiðir riðilinn. Paris St Germain er stigi á eftir efstu liðunum og Rauða stjarnan einu þar á eftir. Riðillinn getur því varla verið mikið jafnari.
Verkefni Liverpool annað kvöld er risastórt en liðið tekur þá hús á Paris. Sigur heimamanna gæti þýtt að Liverpool verði neðst í riðlinum ef serbnesku meistararnir myndu vinna í Napoli. Þar er reyndar ólíklegt. Á hinn bóginn getur Liverpool skilið Paris eftir með því að vinna í frönsku höfuðborginni. Það verður þrautin þyngri enda hefur Paris St Germain unnið alla leiki sína hingað til í frönsku deildinni. Það má því öllum ljóst vera að leikurinn verður gríðarlega mikilvægur.
Bæði lið ættu að hafa flesta sína bestu menn til taks. Neymar og Kylian Mbappe voru taldir tæpir fyrir leikinn en eiga að vera til taks. Joe Gomez gat ekki leikið á móti Watford um helgina en hann er búinn að ná sér. Sadio Mané var lasinn eftir helgina en er að hressast. Eini leikmaður Liverpool sem getur ekki spilað og hefur leikið eitthvað síðustu vikurnar er Adam Lallana en hann er meiddur.
Besti leikur Liverpool á leiktíðinni var á móti Paris á Anfield Road þegar liðið vann 3:2. Ljóst má vera að Liverpool þarf að leika álíka vel til að vinna í París. Liðið hefur tapað þremur síðustu útileikjum sínum í Meistaradeildinni og þeirri hrinu verður að ljúka. Liverpool bindur endi á hana með 0:1 sigri. Roberto Firmino skorar sigurmarkið eins og í fyrri leiknum!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

Það er sjaldan sem Liverpool fer auðveldar leiðir á vegferðum sínum. Það er allt útlit á einni erfiðri í viðbót þegar tvær umferðir eru eftir af riðakeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur sex stig í öðru sæti en hefur jafn mörg stig og Napoli sem leiðir riðilinn. Paris St Germain er stigi á eftir efstu liðunum og Rauða stjarnan einu þar á eftir. Riðillinn getur því varla verið mikið jafnari.

Verkefni Liverpool annað kvöld er risastórt en liðið tekur þá hús á Paris. Sigur heimamanna gæti þýtt að Liverpool verði neðst í riðlinum ef serbnesku meistararnir myndu vinna í Napoli. Þar er reyndar ólíklegt. Á hinn bóginn getur Liverpool skilið Paris eftir með því að vinna í frönsku höfuðborginni. Það verður þrautin þyngri enda hefur Paris St Germain unnið alla leiki sína hingað til í frönsku deildinni. Það má því öllum ljóst vera að leikurinn verður gríðarlega mikilvægur.
Bæði lið ættu að hafa flesta sína bestu menn til taks. Neymar og Kylian Mbappe voru taldir tæpir fyrir leikinn en eiga að vera til taks. Joe Gomez gat ekki leikið á móti Watford um helgina en hann er búinn að ná sér. Sadio Mané var lasinn eftir helgina en er að hressast. Eini leikmaður Liverpool sem getur ekki spilað og hefur leikið eitthvað síðustu vikurnar er Adam Lallana en hann er meiddur.

Besti leikur Liverpool á leiktíðinni var á móti Paris á Anfield Road þegar liðið vann 3:2. Ljóst má vera að Liverpool þarf að leika álíka vel til að vinna í París. Liðið hefur tapað þremur síðustu útileikjum sínum í Meistaradeildinni og þeirri hrinu verður að ljúka. Liverpool bindur endi á hana með 0:1 sigri. Roberto Firmino skorar sigurmarkið eins og í fyrri leiknum!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan