| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tap í París en ekki öll von úti
Liverpool mátti þola naumt 2:1 tap í París í kvöld. Staðan er þröng fyrir síðustu umferðina en það er ekki öll von úti enn. Raunin er sú að Liverpool hefur áframhald í hendi sér.
Þessi leikur var gríðarlega mikilvægur. Liverpool gat bæði verið í efsta og neðsta sæti eftir hann. Sigur Liverpool hefði slegið Paris St Germain út úr keppninni. Heimamenn urðu að vinna til að koma sér í lykilstöðu. Það var því ekki að undra að þeir skyldu byrja af krafti. Kraftur þeirra skilaði sér í marki á 13. mínútu. Virgil van Dijk náði ekki að hreinsa þegar það virtist frekar auðvelt. Sóknin hélt því áfram og Juan Bernat skoraði úr vítateignum með skoti sem Alisson Becker átti ekki möguleika á að verja. Heimamenn héldu áfram á sömu braut og Liverpool gekk illa að komast inn í leikinn. Á 37. mínútu skoraði Neymar eftir hraða sókn. Alisson varði frá einum leikmanni Paris en Neymar hirti frákastið.
Þegar þarna var komið við sögu vildu leikmenn Liverpool vera manni fleiri en einn leikmaður Paris braut illa á Joe Gomez. Hann fór með takkana beint í Joe.
Útlitið var ekki orðið gott fyrir Liverpool en það lagaðist á lokamínútu hálfleiksins. Liverpool fékk þá víti eftir að brotið hafði verið á Sadio Mané. Dómarinn ætlaði reyndar til að byrja með að dæma horn en endalínuvörðurinn virtist hafa ráðlagt honum. Leikmenn Paris töldu vítið þó ódýrt því þeir vildu meina að Sadio hefði látið sig detta. En vítið stóð og James Milner kom Liverpool aftur inn í leikinn með öruggri vítaspyrnu.
Liverpool spilaði mun betur eftir hlé en gekk illa að skapa sér opin færi. Reyndar átti Paris besta færið en Alisson varði vel frá Marquinho. Leikaraskapur og tafir leikmanna Paris gerðu leikmönnum Liverpool grammt í geði en eftir stóð að Liverpool náði ekki að opna vörn Paris nógu vel. Heimamenn fögnuðu ógurlega þegar flautað var af enda sigurinn gríðarlega mikilvægur. Liverpool er í þröngri stöðu en ekki er öll von úti ennþá!
Mörk Paris St Germain: Juan Bernat (13. mín.) og Neymar (37. mín.).
Gul spjöld: Marco Verratti og Neymar.
Mark Liverpool: James Milner, víti, (45. mín.).
Gul spjöld: Georginio Wijnaldum, Joe Gomez, Daniel Sturridge, Virgil van Dijk, Andrew Robertson og Naby Keita.
Áhorfendur á Parc des Princes: 46.880.
Maður leiksins: James Milner. Dró hvergi af sér og reyndi að drífa liðið áfram þegar á móti blés.
Jürgen Klopp: Það komu oft upp stöður í leiknum sem aðeins aðrar ákvarðanir hefðu breytt miklu fyrir okkur. Sú var ástæðan fyirr því að þeir skoruðu tvö og við eitt. Ákvarðanataka okkar var ekki nógu góð.
- James Milner skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Hann var að spila leik númer 150 fyrir hönd Liverpool. Markið var það 19. sem hann hefur skorað fyrir Liverpool.
- Liverpool hefur tapað fjórum síðustu útileikjum sínum í Meistaradeildinni.
- Liverpool þarf að vinna Napoli annað hvort 1:0 eða þá með tveggja marka mun á Anfield Road í síðustu umferð riðlakeppnarinnar. Öll önnur úrslit fella liðið úr leik.
Þessi leikur var gríðarlega mikilvægur. Liverpool gat bæði verið í efsta og neðsta sæti eftir hann. Sigur Liverpool hefði slegið Paris St Germain út úr keppninni. Heimamenn urðu að vinna til að koma sér í lykilstöðu. Það var því ekki að undra að þeir skyldu byrja af krafti. Kraftur þeirra skilaði sér í marki á 13. mínútu. Virgil van Dijk náði ekki að hreinsa þegar það virtist frekar auðvelt. Sóknin hélt því áfram og Juan Bernat skoraði úr vítateignum með skoti sem Alisson Becker átti ekki möguleika á að verja. Heimamenn héldu áfram á sömu braut og Liverpool gekk illa að komast inn í leikinn. Á 37. mínútu skoraði Neymar eftir hraða sókn. Alisson varði frá einum leikmanni Paris en Neymar hirti frákastið.
Þegar þarna var komið við sögu vildu leikmenn Liverpool vera manni fleiri en einn leikmaður Paris braut illa á Joe Gomez. Hann fór með takkana beint í Joe.
Útlitið var ekki orðið gott fyrir Liverpool en það lagaðist á lokamínútu hálfleiksins. Liverpool fékk þá víti eftir að brotið hafði verið á Sadio Mané. Dómarinn ætlaði reyndar til að byrja með að dæma horn en endalínuvörðurinn virtist hafa ráðlagt honum. Leikmenn Paris töldu vítið þó ódýrt því þeir vildu meina að Sadio hefði látið sig detta. En vítið stóð og James Milner kom Liverpool aftur inn í leikinn með öruggri vítaspyrnu.
Liverpool spilaði mun betur eftir hlé en gekk illa að skapa sér opin færi. Reyndar átti Paris besta færið en Alisson varði vel frá Marquinho. Leikaraskapur og tafir leikmanna Paris gerðu leikmönnum Liverpool grammt í geði en eftir stóð að Liverpool náði ekki að opna vörn Paris nógu vel. Heimamenn fögnuðu ógurlega þegar flautað var af enda sigurinn gríðarlega mikilvægur. Liverpool er í þröngri stöðu en ekki er öll von úti ennþá!
Mörk Paris St Germain: Juan Bernat (13. mín.) og Neymar (37. mín.).
Gul spjöld: Marco Verratti og Neymar.
Mark Liverpool: James Milner, víti, (45. mín.).
Gul spjöld: Georginio Wijnaldum, Joe Gomez, Daniel Sturridge, Virgil van Dijk, Andrew Robertson og Naby Keita.
Áhorfendur á Parc des Princes: 46.880.
Maður leiksins: James Milner. Dró hvergi af sér og reyndi að drífa liðið áfram þegar á móti blés.
Jürgen Klopp: Það komu oft upp stöður í leiknum sem aðeins aðrar ákvarðanir hefðu breytt miklu fyrir okkur. Sú var ástæðan fyirr því að þeir skoruðu tvö og við eitt. Ákvarðanataka okkar var ekki nógu góð.
Fróðleikur
- James Milner skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Hann var að spila leik númer 150 fyrir hönd Liverpool. Markið var það 19. sem hann hefur skorað fyrir Liverpool.
- Liverpool hefur tapað fjórum síðustu útileikjum sínum í Meistaradeildinni.
- Liverpool þarf að vinna Napoli annað hvort 1:0 eða þá með tveggja marka mun á Anfield Road í síðustu umferð riðlakeppnarinnar. Öll önnur úrslit fella liðið úr leik.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan