| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Ótrúlegur sigur !
Liverpool vann Everton í alvöru nágrannaslag með marki á lokaandartökum leiksins. Sigurmarkið kom úr óvæntri átt.
Líklega voru margir ánægðir með byrjunarlið Jürgen Klopp en hann gerði breytingar á miðjunni sem margir töldu nauðsynlegar. Eins og áður hefur komið fram var Jordan Henderson í banni og James Milner settist á bekkinn. Í þeirra stað komu Xerdan Shaqiri og Fabinho en Gini Wijnaldum hélt sæti sínu. Trent Alexander-Arnold fór í hægri bakvörðinn og Joe Gomez í miðvörðinn en Dejan Lovren var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Divock Origi var svo nokkuð óvænt á bekknum ásamt Mignolet, Moreno, Matip, Milner, Keita og Sturridge.
Everton stilltu upp sínu sterkasta liði og miðvörðurinn stóri og sterki Yerry Mina var í miðri vörn þeirra en hann hefur hingað til ekki spilað marga leiki á tímabilinu. Hann átti fyrsta færi leiksins strax á þriðju mínútu þegar aukaspyrna var tekin vinstra megin. Mina var einn og óvaldaður á teignum og skallaði rétt framhjá. Mátti þar ekki miklu muna að hann gæfi Liverpool mönnum gott kjaftshögg strax í upphafi leiks.
Þrem mínútum síðar áttu Liverpool menn góða sókn, boltinn barst út til Alexander-Arnold sem lék inní teiginn og sendi fyrir en varnarmaður komst fyrir sendinguna og bjargaði í horn. Á 10. mínútu hefði Salah svo átt að gera betur þegar Mané sendi háa sendingu innfyrir og varnarmaður missti af boltanum með Salah fyrir aftan. Egyptinn náði því miður ekki að leggja boltann fyrir sig og hann skoppaði aftur fyrir markið. Mínútu síðar snerist dæmið við þegar Salah sendi innfyrir á Mané sem þrumaði vel yfir úr miðjum vítateignum. Næstur á blað var Firmino en hann fékk sendingu inná teiginn frá Salah, sneri sér við og skaut en boltinn fór framhjá.
Næsta færi var Everton manna þegar Richarlison var í góðri stöðu til að leika inná teiginn, hann missti þó sem betur fer jafnvægið og færið rann út í sandinn. En besta færi Everton leit dagsins ljós skömmu síðar. Sending kom frá vinstri yfir á fjærstöngina þar sem Theo Walcott skallaði fyrir markið. André Gomes var einná markteig og skallaði að marki en Alisson varði frábærlega. Boltinn virtist á leiðinni í markið eftir að boltinn fór aftur í Gomes en Joe Gomez bjargaði meistaralega og Gylfi Sigurðsson renndi sér svo í boltann en hann fór í stöngina og útaf. Frábær varnarleikur hjá Alisson og Gomez þarna ! Leikurinn var fjörugur og gaman var að sjá að bæði lið vildu spila fótbolta sem gleður augað. Það er eitthvað sem við höfum ekki vanist í gegnum árin frá Everton á Anfield.
Besta færi Liverpool í fyrri hálfleik kom á 34. mínútu þegar Salah sendi Shaqiri einan í gegn. Skot hans var hinsvegar vel varið af Pickford í markinu. Þegar þarna var komið við sögu hefði staðan léttilega getað verið 2-2 miðað við færi á báða bóga. Strax mínútu síðar voru Everton menn í færi þegar Gylfi sendi innfyrir á Walcott en Alisson bjargaði með góðu úthlaupi og markspyrna var niðurstaðan. Staðan í hálfleik markalaus.
Seinni hálfleikur var ekki ólíkur þeim fyrri, leikmenn beggja liða áttu erfitt með að hitta markið. Fyrsta markverða atvikið var þegar Salah skaut framhjá fyrir utan teig. Næst var það Mané sem komst í góða stöðu á teignum en skaut einnig framhjá. Mané hélt áfram að vera hættulegur og næsta skot hans fór einnig framhjá. Við skulum halda áfram að minnast á skot framhjá því Bernard hjá Everton bættist í hópinn þegar hann var í fínni stöðu vinstra megin rétt fyrir utan teig. Leikurinn datt kannski aðeins niður seinni hluta síðari hálfleiks enda gerðu báðir stjórar breytingar á sínum liðum. Þeir Naby Keita, Daniel Sturridge og Divock Origi komu inná fyrir þá Shaqiri, Salah og Firmino. Innkoma Origi á 84. mínútu átti heldur betur eftir að reynast vel.
Á 88. mínútu átti Liverpool hornspyrnu. Virgil van Dikj vann skallaeinvígi og boltinn skoppaði í átt að marki þar sem Origi var mættur og hann setti boltann í þverslána þegar það virtist vera auðveldara að hitta markið. Boltinn barst út til Sturridge sem þrumaði að marki en Gylfi komst fyrir skotið, þar vildu nokkrir Liverpool menn fá víti þar sem boltinn fór í olnbogann á Íslendingnum en ekkert var dæmt. Þegar komið var fram á 96. mínútu átti Liverpool aukaspyrnu rétt við miðlínu. Alisson sendi stutt á Alexander-Arnold sem sendi háan bolta inná teig. Mina skallaði frá en beint á van Dijk sem hugðist þruma að marki en hitti boltann illa og hann fór í háum boga í átt að marki, van Dijk var meira að segja það óánægður með skotið að hann byrjaði strax að skokka til baka bölvandi sjálfum sér fyrir svona slakt skot. En Jordan Pickford gerði sig þá sekan um hrikaleg mistök (hrikaleg fyrir Everton menn, hrikalega skemmtileg fyrir okkur Liverpool menn). Ekki skal ég segja hvað hann hugðist gera en hann virtist reyna að grípa boltann rétt fyrir ofan slána. Það tókst ekki og boltinn skoppaði á slánni áður en hann datt fyrir markið aftur og þar var Divock Origi mættur til að skalla boltann í netið. Hreint ótrúlegt mark á lokasekúndunum og allt trylltist á Anfield ! Skömmu síðar flautaði dómarinn til leiksloka og einn sætasti sigur á Everton í manna minnum var gríðarlega vel fagnað.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Robertson, Fabinho, Wijnaldum, Shaqiri (Keita, 71. mín.), Mané, Salah (Sturridge, 75. mín.), Firmino (Origi, 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Matip, Milner.
Mark Liverpool: Divock Origi (90. +6 mín.).
Gul spjöld: Gomez, Fabinho, Shaqiri.
Everton: Pickford, Coleman, Keane, Mina, Digne, Walcott (Lookman, 63. mín.), André Gomes, Gueye, Bernard (Calvert-Lewin, 89. mín.), Gylfi Sigurðsson (Zouma, 90+1 mín.), Richarlison. Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Baines, Davies, Tosun.
Gul spjöld: André Gomes, Gylfi Sigurðsson.
Maður leiksins: Það er ekki hægt að velja neinn annan en Divock Origi eftir þetta ótrúlega sigumark hans. Að vinna Everton á heimavelli með marki á lokasekúndunum er eins sætt og það gerist og þó svo að aðrir leikmenn hafi staðið sig vel í leiknum verður Origi að teljast maður leiksins.
Jürgen Klopp: ,,Ég byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa hlaupið inná völlinn í fagnaðarlátunum þegar markið kom. Ég vildi ekki sýna lítilsvirðingu og ég bað stjóra Everton, Marco Silva afsökunar strax eftir leik. Virðing mín fyrir Everton gæti ekki verið meiri eftir þennan leik. Við vissum hversu sterkir þeir eru en í dag sýndu þeir ótrúlegan styrk og þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Það var vissulega heppnisstimpill yfir marki okkar en hugmynd okkar var skýr allan tímann. Við vildum vinna leikinn allt fram á síðustu sekúndu. Við sýndum það með því að setja sóknarmenn inná og ég held að við höfum átt stigin þrjú skilið."
Fróðleikur:
- Divock Origi skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu en þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem hann kemur við sögu í deildarleik það sem af er.
- Síðast skoraði Origi í 0-4 sigri á West Ham þann 14. maí árið 2017.
- Liverpool hafa aðeins fengið á sig 5 mörk í 14 deildarleikjum það sem af er, fæst allra liða í deildinni.
- Liverpool eru í 2. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 14 leiki.
Líklega voru margir ánægðir með byrjunarlið Jürgen Klopp en hann gerði breytingar á miðjunni sem margir töldu nauðsynlegar. Eins og áður hefur komið fram var Jordan Henderson í banni og James Milner settist á bekkinn. Í þeirra stað komu Xerdan Shaqiri og Fabinho en Gini Wijnaldum hélt sæti sínu. Trent Alexander-Arnold fór í hægri bakvörðinn og Joe Gomez í miðvörðinn en Dejan Lovren var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Divock Origi var svo nokkuð óvænt á bekknum ásamt Mignolet, Moreno, Matip, Milner, Keita og Sturridge.
Everton stilltu upp sínu sterkasta liði og miðvörðurinn stóri og sterki Yerry Mina var í miðri vörn þeirra en hann hefur hingað til ekki spilað marga leiki á tímabilinu. Hann átti fyrsta færi leiksins strax á þriðju mínútu þegar aukaspyrna var tekin vinstra megin. Mina var einn og óvaldaður á teignum og skallaði rétt framhjá. Mátti þar ekki miklu muna að hann gæfi Liverpool mönnum gott kjaftshögg strax í upphafi leiks.
Þrem mínútum síðar áttu Liverpool menn góða sókn, boltinn barst út til Alexander-Arnold sem lék inní teiginn og sendi fyrir en varnarmaður komst fyrir sendinguna og bjargaði í horn. Á 10. mínútu hefði Salah svo átt að gera betur þegar Mané sendi háa sendingu innfyrir og varnarmaður missti af boltanum með Salah fyrir aftan. Egyptinn náði því miður ekki að leggja boltann fyrir sig og hann skoppaði aftur fyrir markið. Mínútu síðar snerist dæmið við þegar Salah sendi innfyrir á Mané sem þrumaði vel yfir úr miðjum vítateignum. Næstur á blað var Firmino en hann fékk sendingu inná teiginn frá Salah, sneri sér við og skaut en boltinn fór framhjá.
Næsta færi var Everton manna þegar Richarlison var í góðri stöðu til að leika inná teiginn, hann missti þó sem betur fer jafnvægið og færið rann út í sandinn. En besta færi Everton leit dagsins ljós skömmu síðar. Sending kom frá vinstri yfir á fjærstöngina þar sem Theo Walcott skallaði fyrir markið. André Gomes var einná markteig og skallaði að marki en Alisson varði frábærlega. Boltinn virtist á leiðinni í markið eftir að boltinn fór aftur í Gomes en Joe Gomez bjargaði meistaralega og Gylfi Sigurðsson renndi sér svo í boltann en hann fór í stöngina og útaf. Frábær varnarleikur hjá Alisson og Gomez þarna ! Leikurinn var fjörugur og gaman var að sjá að bæði lið vildu spila fótbolta sem gleður augað. Það er eitthvað sem við höfum ekki vanist í gegnum árin frá Everton á Anfield.
Besta færi Liverpool í fyrri hálfleik kom á 34. mínútu þegar Salah sendi Shaqiri einan í gegn. Skot hans var hinsvegar vel varið af Pickford í markinu. Þegar þarna var komið við sögu hefði staðan léttilega getað verið 2-2 miðað við færi á báða bóga. Strax mínútu síðar voru Everton menn í færi þegar Gylfi sendi innfyrir á Walcott en Alisson bjargaði með góðu úthlaupi og markspyrna var niðurstaðan. Staðan í hálfleik markalaus.
Seinni hálfleikur var ekki ólíkur þeim fyrri, leikmenn beggja liða áttu erfitt með að hitta markið. Fyrsta markverða atvikið var þegar Salah skaut framhjá fyrir utan teig. Næst var það Mané sem komst í góða stöðu á teignum en skaut einnig framhjá. Mané hélt áfram að vera hættulegur og næsta skot hans fór einnig framhjá. Við skulum halda áfram að minnast á skot framhjá því Bernard hjá Everton bættist í hópinn þegar hann var í fínni stöðu vinstra megin rétt fyrir utan teig. Leikurinn datt kannski aðeins niður seinni hluta síðari hálfleiks enda gerðu báðir stjórar breytingar á sínum liðum. Þeir Naby Keita, Daniel Sturridge og Divock Origi komu inná fyrir þá Shaqiri, Salah og Firmino. Innkoma Origi á 84. mínútu átti heldur betur eftir að reynast vel.
Á 88. mínútu átti Liverpool hornspyrnu. Virgil van Dikj vann skallaeinvígi og boltinn skoppaði í átt að marki þar sem Origi var mættur og hann setti boltann í þverslána þegar það virtist vera auðveldara að hitta markið. Boltinn barst út til Sturridge sem þrumaði að marki en Gylfi komst fyrir skotið, þar vildu nokkrir Liverpool menn fá víti þar sem boltinn fór í olnbogann á Íslendingnum en ekkert var dæmt. Þegar komið var fram á 96. mínútu átti Liverpool aukaspyrnu rétt við miðlínu. Alisson sendi stutt á Alexander-Arnold sem sendi háan bolta inná teig. Mina skallaði frá en beint á van Dijk sem hugðist þruma að marki en hitti boltann illa og hann fór í háum boga í átt að marki, van Dijk var meira að segja það óánægður með skotið að hann byrjaði strax að skokka til baka bölvandi sjálfum sér fyrir svona slakt skot. En Jordan Pickford gerði sig þá sekan um hrikaleg mistök (hrikaleg fyrir Everton menn, hrikalega skemmtileg fyrir okkur Liverpool menn). Ekki skal ég segja hvað hann hugðist gera en hann virtist reyna að grípa boltann rétt fyrir ofan slána. Það tókst ekki og boltinn skoppaði á slánni áður en hann datt fyrir markið aftur og þar var Divock Origi mættur til að skalla boltann í netið. Hreint ótrúlegt mark á lokasekúndunum og allt trylltist á Anfield ! Skömmu síðar flautaði dómarinn til leiksloka og einn sætasti sigur á Everton í manna minnum var gríðarlega vel fagnað.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, van Dijk, Robertson, Fabinho, Wijnaldum, Shaqiri (Keita, 71. mín.), Mané, Salah (Sturridge, 75. mín.), Firmino (Origi, 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Matip, Milner.
Mark Liverpool: Divock Origi (90. +6 mín.).
Gul spjöld: Gomez, Fabinho, Shaqiri.
Everton: Pickford, Coleman, Keane, Mina, Digne, Walcott (Lookman, 63. mín.), André Gomes, Gueye, Bernard (Calvert-Lewin, 89. mín.), Gylfi Sigurðsson (Zouma, 90+1 mín.), Richarlison. Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Baines, Davies, Tosun.
Gul spjöld: André Gomes, Gylfi Sigurðsson.
Maður leiksins: Það er ekki hægt að velja neinn annan en Divock Origi eftir þetta ótrúlega sigumark hans. Að vinna Everton á heimavelli með marki á lokasekúndunum er eins sætt og það gerist og þó svo að aðrir leikmenn hafi staðið sig vel í leiknum verður Origi að teljast maður leiksins.
Jürgen Klopp: ,,Ég byrja á því að biðjast afsökunar á því að hafa hlaupið inná völlinn í fagnaðarlátunum þegar markið kom. Ég vildi ekki sýna lítilsvirðingu og ég bað stjóra Everton, Marco Silva afsökunar strax eftir leik. Virðing mín fyrir Everton gæti ekki verið meiri eftir þennan leik. Við vissum hversu sterkir þeir eru en í dag sýndu þeir ótrúlegan styrk og þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Það var vissulega heppnisstimpill yfir marki okkar en hugmynd okkar var skýr allan tímann. Við vildum vinna leikinn allt fram á síðustu sekúndu. Við sýndum það með því að setja sóknarmenn inná og ég held að við höfum átt stigin þrjú skilið."
Fróðleikur:
- Divock Origi skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu en þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem hann kemur við sögu í deildarleik það sem af er.
- Síðast skoraði Origi í 0-4 sigri á West Ham þann 14. maí árið 2017.
- Liverpool hafa aðeins fengið á sig 5 mörk í 14 deildarleikjum það sem af er, fæst allra liða í deildinni.
- Liverpool eru í 2. sæti deildarinnar með 36 stig eftir 14 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan