| Sf. Gutt
TIL BAKA
Góð endurkoma í Burnley
Liverpool náði góðri endurkomu í erfiðum leik í Burnley og hélt heim með þrjú stig eftir 1:3 sigur. Eltingaleikurinn við Manchester City heldur áfram.
Líkt og búist var við þá gerði Jürgen Klopp nokkrar breytingar eftir rimmuna erfiðu á móti Everton. Þær voru þó fleiri en flestir bjuggust við eða sjö talsins. Divock Origi, hetjan frá leiknum á móti Everton, var verðlaunaður með sæti í byrjunarliðinu og var í sókninni með Daniel Sturridge. Sadio Mané var meiddur og Roberto Firmino og Mohamed Salah voru á bekknum.
Heimamönnum hefur gengið mjög illa og voru í fallsæti. Þeir voru greinilega staðráðnir í að koma lagi á leik sinn og byrjuðu af miklum krafti. Fyrri hálfleikur var jafn og tíðindalítill. Phil Bardsley átti bylmingsskot af löngu færi sem fór rétt framhjá á 36. mínútu og þremur mínútum seinna komst Naby Keita í færi eftir gott spil en skot hans fór beint á Joe Hart. Ekkert mark í hálfleik en Liverpool hafði orðið fyrir áfalli því Joe Gomez var borinn af velli um miðjan hálfleikinn meiddur á ökkla. Hið versta mál!
Liverpool hóf síðari hálfleik af krafti og strax í byrjun átti Daniel Sturridge skot frá vítateig sem Joe varði í horn. Á 52. mínútu tók Naby góða rispu utan vítateigs og þrumaði að marki en Joe náði að verja boltann í stöng og af henni fór boltinn í horn. Heimamenn komust svo yfir á 54. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson tók horn frá hægri. Vörn Liverpool tókst ekki að hreinsa og eftir mikinn atgang stýrði Jack Cork boltanum í markið. Leikmenn Liverpool voru ósáttir, töldu rangstöðu og eins vildu þeir meina að Alisson Becker hefði verið kominn með báðar hendur á boltann í látunum. Markið stóð og heimamenn kátir.
Leikmenn Liverpool lögðu þó ekki árar í bát og á 62. mínútu jafnaðist leikurinn í mörkum. Eftir gott spil lagði Divock Origi boltann út fyrir vítateginn á James Milner sem skoraði með hárnákvæmu skoti neðst í hægra hornið. Enn einu sinni mikilvægt mark hjá James sem spilaði vel eins og hans er von og vísa.
Liverpool lét kné fylgja kviði og á 69. mínútu kom annað mark. Trent Alexander-Gordon, sem kom inn á fyrir Joe, gaf fyrir markið yfir til vinstri og þar við endalínuna renndi Virgil van Dijk sér á boltann. Hann kom boltanum fyrir markið þar sem Roberto Firmino skoraði auðveldlega af örstuttu færi með fyrstu snertingu sinni í leiknum. Hann og Mohamed Salah voru nýkomnir til leiks.
Liverpool hafði nú undirtökin og átta mínútum fyrir leikslok slapp mark Burnley á ótrúlegan hátt. Í sömu sókninni varði Joe tvisvar og svo björguðu varnarmenn tvívegis. Seinna skiptið var bjargað á línu eftir skottilraun Naby. Þegar komið var fram í viðbótartíma fékk Burnley horn. Mikið gekk á í kjölfarið og Alisson náði að verja meistaralega skalla með því að skulta sér á eftir boltanum upp í vinkilinn og ná að krafla í hann með fingurgómunum. Sóknin rann loks út í sandinn og Alisson náði boltanum rétt áður en hann fór aftur fyrir endamörk. Heimamenn vildu meina að boltinn væri farinn út af en Alisson hóf sókn með því að kasta fram völlinn. Daniel fékk boltann, sendi fram á Mohamed og hann strax fyrir markið á Xherdan Shaqiri sem skoraði örugglega úr miðjum teignum. Magnað hraðaupphlaup sem Alisson átti stóran þátt í og góður sigur í höfn.
Algjörlega nauðsynlegur sigur og eltingaleikurinn við Manchester City heldur áfram. Liverpool sýndi mikinn styrk í að koma til baka og það verður áfram þörf á þeim styrk!
Maður leiksins: Naby Keita. Nú sýndi Naby hvað í honum býr. Þetta var besti leikur hans frá því hann kom frá Þýskalandi. Naby spilaði boltanum vel og átti kraftmiklar rispur.
Jürgen Klopp: Við stjórnuðum leiknum á löngum köflum. Við sýndum fullkomin viðbrögð í síðari hálfleik og ég er mjög ánægður með stigin þrjú.
Mark Burnley: Jack Cork (54. mín.).
Gult spjald: Matej Vydra.
Mörk Liverpool: James Milner (62. mín.), Roberto Firmino (69. mín.) og Xherdan Shaqiri (90. mín.).
Áhorfendur á Turf Moor: 21.741.
- Liverpool hefur aldrei í sögu félagsins verið með fleiri stig eftir 15 leiki.
- James Milner skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 50. deildarleikurinn sem James skorar í á ferli sínum og hann hefur aldrei verið í tapliði í þeim leikjum.
- Roberto Firmino skoraði sjötta mark sitt.
- Roberto var búinn að vera tvær mínútur og 55 sekúndur inni á vellinum þegar hann skoraði með sinni fyrstu snertingu.
- Xherdan Shaqiri skoraði í þriðja skipti.
- Alberto Moreno lék sinn 140. leik með Liverpool. Hann hefur skorað þrisvar sinnum.
- Divock Origi lék leik númer 80. Hann hefur skorað 22 mörk.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leik.
Líkt og búist var við þá gerði Jürgen Klopp nokkrar breytingar eftir rimmuna erfiðu á móti Everton. Þær voru þó fleiri en flestir bjuggust við eða sjö talsins. Divock Origi, hetjan frá leiknum á móti Everton, var verðlaunaður með sæti í byrjunarliðinu og var í sókninni með Daniel Sturridge. Sadio Mané var meiddur og Roberto Firmino og Mohamed Salah voru á bekknum.
Heimamönnum hefur gengið mjög illa og voru í fallsæti. Þeir voru greinilega staðráðnir í að koma lagi á leik sinn og byrjuðu af miklum krafti. Fyrri hálfleikur var jafn og tíðindalítill. Phil Bardsley átti bylmingsskot af löngu færi sem fór rétt framhjá á 36. mínútu og þremur mínútum seinna komst Naby Keita í færi eftir gott spil en skot hans fór beint á Joe Hart. Ekkert mark í hálfleik en Liverpool hafði orðið fyrir áfalli því Joe Gomez var borinn af velli um miðjan hálfleikinn meiddur á ökkla. Hið versta mál!
Liverpool hóf síðari hálfleik af krafti og strax í byrjun átti Daniel Sturridge skot frá vítateig sem Joe varði í horn. Á 52. mínútu tók Naby góða rispu utan vítateigs og þrumaði að marki en Joe náði að verja boltann í stöng og af henni fór boltinn í horn. Heimamenn komust svo yfir á 54. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson tók horn frá hægri. Vörn Liverpool tókst ekki að hreinsa og eftir mikinn atgang stýrði Jack Cork boltanum í markið. Leikmenn Liverpool voru ósáttir, töldu rangstöðu og eins vildu þeir meina að Alisson Becker hefði verið kominn með báðar hendur á boltann í látunum. Markið stóð og heimamenn kátir.
Leikmenn Liverpool lögðu þó ekki árar í bát og á 62. mínútu jafnaðist leikurinn í mörkum. Eftir gott spil lagði Divock Origi boltann út fyrir vítateginn á James Milner sem skoraði með hárnákvæmu skoti neðst í hægra hornið. Enn einu sinni mikilvægt mark hjá James sem spilaði vel eins og hans er von og vísa.
Liverpool lét kné fylgja kviði og á 69. mínútu kom annað mark. Trent Alexander-Gordon, sem kom inn á fyrir Joe, gaf fyrir markið yfir til vinstri og þar við endalínuna renndi Virgil van Dijk sér á boltann. Hann kom boltanum fyrir markið þar sem Roberto Firmino skoraði auðveldlega af örstuttu færi með fyrstu snertingu sinni í leiknum. Hann og Mohamed Salah voru nýkomnir til leiks.
Liverpool hafði nú undirtökin og átta mínútum fyrir leikslok slapp mark Burnley á ótrúlegan hátt. Í sömu sókninni varði Joe tvisvar og svo björguðu varnarmenn tvívegis. Seinna skiptið var bjargað á línu eftir skottilraun Naby. Þegar komið var fram í viðbótartíma fékk Burnley horn. Mikið gekk á í kjölfarið og Alisson náði að verja meistaralega skalla með því að skulta sér á eftir boltanum upp í vinkilinn og ná að krafla í hann með fingurgómunum. Sóknin rann loks út í sandinn og Alisson náði boltanum rétt áður en hann fór aftur fyrir endamörk. Heimamenn vildu meina að boltinn væri farinn út af en Alisson hóf sókn með því að kasta fram völlinn. Daniel fékk boltann, sendi fram á Mohamed og hann strax fyrir markið á Xherdan Shaqiri sem skoraði örugglega úr miðjum teignum. Magnað hraðaupphlaup sem Alisson átti stóran þátt í og góður sigur í höfn.
Algjörlega nauðsynlegur sigur og eltingaleikurinn við Manchester City heldur áfram. Liverpool sýndi mikinn styrk í að koma til baka og það verður áfram þörf á þeim styrk!
Maður leiksins: Naby Keita. Nú sýndi Naby hvað í honum býr. Þetta var besti leikur hans frá því hann kom frá Þýskalandi. Naby spilaði boltanum vel og átti kraftmiklar rispur.
Jürgen Klopp: Við stjórnuðum leiknum á löngum köflum. Við sýndum fullkomin viðbrögð í síðari hálfleik og ég er mjög ánægður með stigin þrjú.
Mark Burnley: Jack Cork (54. mín.).
Gult spjald: Matej Vydra.
Mörk Liverpool: James Milner (62. mín.), Roberto Firmino (69. mín.) og Xherdan Shaqiri (90. mín.).
Áhorfendur á Turf Moor: 21.741.
Fróðleikur
- Liverpool hefur aldrei í sögu félagsins verið með fleiri stig eftir 15 leiki.
- James Milner skoraði fimmta mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 50. deildarleikurinn sem James skorar í á ferli sínum og hann hefur aldrei verið í tapliði í þeim leikjum.
- Roberto Firmino skoraði sjötta mark sitt.
- Roberto var búinn að vera tvær mínútur og 55 sekúndur inni á vellinum þegar hann skoraði með sinni fyrstu snertingu.
- Xherdan Shaqiri skoraði í þriðja skipti.
- Alberto Moreno lék sinn 140. leik með Liverpool. Hann hefur skorað þrisvar sinnum.
- Divock Origi lék leik númer 80. Hann hefur skorað 22 mörk.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan