| Sf. Gutt
Eltingaleikurinn við Manchester City heldur áfram á morgun þegar Liverpool mætir Bournemouth á suðurströndinni. Nú ber svo við að Liverpool getur náð efsta sæti deildarinnar. Kannski yrði það bara tímabundið því City spilar um kvöldið. Sama er að það er alltaf gott að komast á toppinn.
Það verður þó ekki auðvelt því staðreyndin er sú að Bournemouth er í baráttu um sæti í Meistaradeildinni. Hver hefði trúað því þegar liði komst upp í efstu deild? Flestir töldu liðið myndi falla strax en Bournemouth hefur afsannað allar hrakspár og í raun aldrei verið í alvarlegri fallhættu þær leiktíðir sem liðið hefur verið meðal þeirra bestu.
Liverpool hefur aldrei haft fleiri stig eftir 15 leiki í 126 ára sögu félagsins. Það dugar samt ekki til að vera í efsta sæti. Það er í raun lygilegt. Það er á hinn bóginn ekki við neitt venjulegt lið að eiga þar sem Manchester City er. Liðið varð enskur meistari í vor með glæsibrag og liðið hefur í raun haldið áfram á sömu braut það sem af er leiktíðar. Segja mætti að það sé ákveðið afrek að hanga í liðinu.
Liverpool þarf að spila mjög vel til að vinna Bournemouth. Leikurinn í Burnley á miðvikudagskvöldið var erfiður og við bættist að Joe Gomez meiddist og verður ekki með fyrr en á nýju ári. Sjö breytingar voru gerðar fyrir leikinn á móti Burnley og líklegt er að einhverjar verði gerðar á morgun. Úrslitaleikurinn, við Napoli, um að komast áfram í Meistardeildinni er á þriðjudagskvöldið og svo mætir Liverpool Manchester United um næstu helgi. Dagskráin er þéttskipuð og því þarf að reyna að dreifa leikjaálagi eins og kostur er.
Ég spái því að Liverpool geri það sem gera þarf, vinni 1:3 og komist í efsta sæti deildarinnar. Mohamed Salah, Roberto Firmino og Naby Keita skora mörkin.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Eltingaleikurinn við Manchester City heldur áfram á morgun þegar Liverpool mætir Bournemouth á suðurströndinni. Nú ber svo við að Liverpool getur náð efsta sæti deildarinnar. Kannski yrði það bara tímabundið því City spilar um kvöldið. Sama er að það er alltaf gott að komast á toppinn.
Það verður þó ekki auðvelt því staðreyndin er sú að Bournemouth er í baráttu um sæti í Meistaradeildinni. Hver hefði trúað því þegar liði komst upp í efstu deild? Flestir töldu liðið myndi falla strax en Bournemouth hefur afsannað allar hrakspár og í raun aldrei verið í alvarlegri fallhættu þær leiktíðir sem liðið hefur verið meðal þeirra bestu.
Liverpool hefur aldrei haft fleiri stig eftir 15 leiki í 126 ára sögu félagsins. Það dugar samt ekki til að vera í efsta sæti. Það er í raun lygilegt. Það er á hinn bóginn ekki við neitt venjulegt lið að eiga þar sem Manchester City er. Liðið varð enskur meistari í vor með glæsibrag og liðið hefur í raun haldið áfram á sömu braut það sem af er leiktíðar. Segja mætti að það sé ákveðið afrek að hanga í liðinu.
Liverpool þarf að spila mjög vel til að vinna Bournemouth. Leikurinn í Burnley á miðvikudagskvöldið var erfiður og við bættist að Joe Gomez meiddist og verður ekki með fyrr en á nýju ári. Sjö breytingar voru gerðar fyrir leikinn á móti Burnley og líklegt er að einhverjar verði gerðar á morgun. Úrslitaleikurinn, við Napoli, um að komast áfram í Meistardeildinni er á þriðjudagskvöldið og svo mætir Liverpool Manchester United um næstu helgi. Dagskráin er þéttskipuð og því þarf að reyna að dreifa leikjaálagi eins og kostur er.
Ég spái því að Liverpool geri það sem gera þarf, vinni 1:3 og komist í efsta sæti deildarinnar. Mohamed Salah, Roberto Firmino og Naby Keita skora mörkin.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan