| Grétar Magnússon
TIL BAKA
0-2 á Molineux
Okkar menn unnu flottan sigur á Úlfunum í fyrsta leik 18. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar 0-2. Liverpool verður á toppnum um jólin !
Jürgen Klopp gerði nokkrar breytingar eins og við var að búast en þeir James Milner og Jordan Henderson komu inn í stað Nathaniel Clyne og Gini Wijnaldum. Heimamenn byrjuðu betur í hellirigningunni í Wolverhampton og strax á þriðju mínútu komst Adama Traoer inn í slaka sendingu frá Fabinho á miðjum vallarhelmingi Liverpool. Hann lék að teignum og þrumaði að marki en skotið fór framhjá markinu. Liverpool menn voru meira með boltann til að byrja með en náðu þó ekki að skapa sér hættuleg færi. Naby Keita vildi fá eitthvað dæmt eftir baráttu í teignum en Úlfarnir skutust fram og aftur þrumaði Traore framhjá markinu eftir skyndisókn. Heimamenn héldu áfram að beita skyndisóknum og Roman Saiss átti skot sem hafði viðkomu í varnarmanni sem gerði Alisson erfiðara fyrir og hann náði ekki að grípa boltann. Sem betur fer náðu gestirnir að hreinsa frá marki.
Fyrsta mark leiksins kom svo á 18. mínútu. Liverpool fengu aukaspyrnu úti vinstra megin og Salah spilaði boltanum stutt í stað þess að senda háan bolta fyrir markið. Boltinn barst út til hægri þar sem Fabinho gerði vel í baráttunni, kom boltanum á Mané og fékk svo sendingu innfyrir upp við endalínu. Hann kom boltanum fyrir á markteig þar sem Salah mætti og setti boltann utanfótar með vinstri í markið. Virkilega vel gert hjá Fabinho og Salah kláraði færið af stakri snilld. Skömmu síðar átti Milner fínt skot sem Rui Patricio gerði vel í að verja en eftir þetta voru Úlfarnir mun meira með boltann og líklegri til að jafna metin. Það skapaðist þó engin stórhætta uppvið mark Liverpool en líklega voru gestirnir fegnir þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.
Í seinni hálfleik var það sama uppá teningnum ef svo má segja. Salah átti fyrsta tilraunina þegar hann skaut vel yfir frá vítateigslínu eftir að hafa fengið boltann beint úr hornspyrnu. Á 58. mínútu þurfti svo Naby Keita að fara af velli vegna meiðsla og inná kom Adam Lallana. Lallana var svo ekki langt frá því að bæta við marki skömmu síðar eftir flott samspil leikmanna upp völlinn. Hann fékk boltann frá Mané og skaut að marki en tveir varnarmenn Úlfanna komust fyrir skotið. Upp úr hornspyrnunni kom svo seinna mark Liverpool. Boltinn var hreinsaður frá marki en hann barst til Salah fyrir utan teig. Hann sendi frábæra sendingu inná markteig þar sem Virgil van Dijk var mættur og skaut boltanum snyrtilega framhjá Patricio í markinu. Glæsilegt mark !
Eftir þetta sigldu Liverpool menn sigrinum örugglega heim og aldrei var í raun nein hætta á því að heimamönnum tækist að minnka muninn. Toppsæti deildarinnar er því gulltryggt þegar jólahátíðin gengur í garð.
Wolves: Rui Patrício, Bennett, Coady, Boly, Doherty, Saïss, Neves, Castro Otto (Vinagre, 81. mín.), João Moutinho (Gibbs-White, 63. mín.), Traoré (Cavaleiro, 63. mín.), Jiménez. Ónotaðir varamenn: Ruddy, Hélder Costa, Dendoncker, Bonatini.
Liverpool: Alisson, Milner, Lovren, van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Keita (Lallana, 58. mín.), Mané (Clyne, 87. mín.), Salah, Firmino (Wijnaldum, 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Shaqiri, Sturridge, Origi.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (18. mín.) og Virgil van Dijk (68. mín.).
Maður leiksins: Virgil van Dijk var hreint út sagt stórkostlegur í vörninni í leiknum og kórónaði leikinn með flottu marki. Yfirvegun hans í varnarleiknum er mögnuð !
Jürgen Klopp: ,,Þetta var mjög þroskuð frammistaða. Leikurinn var mjög erfiður, sérstaklega útaf rigningunni, vá hvað hún gerði hlutina flóknari. Það besta sem við gátum gert var að stjórna leiknum og halda boltanum. Við gerðum það vel fyrsta hálftímann og allan síðari hálfleikinn, en síðasta korterið í fyrri hálfleik var eins og við hefðum tekið okkur smá pásu. Úlfarnir voru duglegir að skipta á milli kanta og við þurftum að hlaupa eins og brjálæðingar út um allan völl."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði sitt 11. deildarmark á tímabilinu.
- Salah er þá orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar.
- Virgil van Dijk skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool.
- Aðeins tvö lið hafa haft fleiri stig eftir 18 leiki en Liverpool hafa núna (48). Chelsea tímabilið 2005-06 (49) og Manchester City 2017-18 (52).
- Liverpool hafa unnið 25 deildarleiki á árinu en ekki hafa jafn margir deildarleikir unnist síðan árið 1990, þá voru sigurleikirnir einnig 25.
Jürgen Klopp gerði nokkrar breytingar eins og við var að búast en þeir James Milner og Jordan Henderson komu inn í stað Nathaniel Clyne og Gini Wijnaldum. Heimamenn byrjuðu betur í hellirigningunni í Wolverhampton og strax á þriðju mínútu komst Adama Traoer inn í slaka sendingu frá Fabinho á miðjum vallarhelmingi Liverpool. Hann lék að teignum og þrumaði að marki en skotið fór framhjá markinu. Liverpool menn voru meira með boltann til að byrja með en náðu þó ekki að skapa sér hættuleg færi. Naby Keita vildi fá eitthvað dæmt eftir baráttu í teignum en Úlfarnir skutust fram og aftur þrumaði Traore framhjá markinu eftir skyndisókn. Heimamenn héldu áfram að beita skyndisóknum og Roman Saiss átti skot sem hafði viðkomu í varnarmanni sem gerði Alisson erfiðara fyrir og hann náði ekki að grípa boltann. Sem betur fer náðu gestirnir að hreinsa frá marki.
Fyrsta mark leiksins kom svo á 18. mínútu. Liverpool fengu aukaspyrnu úti vinstra megin og Salah spilaði boltanum stutt í stað þess að senda háan bolta fyrir markið. Boltinn barst út til hægri þar sem Fabinho gerði vel í baráttunni, kom boltanum á Mané og fékk svo sendingu innfyrir upp við endalínu. Hann kom boltanum fyrir á markteig þar sem Salah mætti og setti boltann utanfótar með vinstri í markið. Virkilega vel gert hjá Fabinho og Salah kláraði færið af stakri snilld. Skömmu síðar átti Milner fínt skot sem Rui Patricio gerði vel í að verja en eftir þetta voru Úlfarnir mun meira með boltann og líklegri til að jafna metin. Það skapaðist þó engin stórhætta uppvið mark Liverpool en líklega voru gestirnir fegnir þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.
Í seinni hálfleik var það sama uppá teningnum ef svo má segja. Salah átti fyrsta tilraunina þegar hann skaut vel yfir frá vítateigslínu eftir að hafa fengið boltann beint úr hornspyrnu. Á 58. mínútu þurfti svo Naby Keita að fara af velli vegna meiðsla og inná kom Adam Lallana. Lallana var svo ekki langt frá því að bæta við marki skömmu síðar eftir flott samspil leikmanna upp völlinn. Hann fékk boltann frá Mané og skaut að marki en tveir varnarmenn Úlfanna komust fyrir skotið. Upp úr hornspyrnunni kom svo seinna mark Liverpool. Boltinn var hreinsaður frá marki en hann barst til Salah fyrir utan teig. Hann sendi frábæra sendingu inná markteig þar sem Virgil van Dijk var mættur og skaut boltanum snyrtilega framhjá Patricio í markinu. Glæsilegt mark !
Eftir þetta sigldu Liverpool menn sigrinum örugglega heim og aldrei var í raun nein hætta á því að heimamönnum tækist að minnka muninn. Toppsæti deildarinnar er því gulltryggt þegar jólahátíðin gengur í garð.
Wolves: Rui Patrício, Bennett, Coady, Boly, Doherty, Saïss, Neves, Castro Otto (Vinagre, 81. mín.), João Moutinho (Gibbs-White, 63. mín.), Traoré (Cavaleiro, 63. mín.), Jiménez. Ónotaðir varamenn: Ruddy, Hélder Costa, Dendoncker, Bonatini.
Liverpool: Alisson, Milner, Lovren, van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Keita (Lallana, 58. mín.), Mané (Clyne, 87. mín.), Salah, Firmino (Wijnaldum, 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Shaqiri, Sturridge, Origi.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (18. mín.) og Virgil van Dijk (68. mín.).
Maður leiksins: Virgil van Dijk var hreint út sagt stórkostlegur í vörninni í leiknum og kórónaði leikinn með flottu marki. Yfirvegun hans í varnarleiknum er mögnuð !
Jürgen Klopp: ,,Þetta var mjög þroskuð frammistaða. Leikurinn var mjög erfiður, sérstaklega útaf rigningunni, vá hvað hún gerði hlutina flóknari. Það besta sem við gátum gert var að stjórna leiknum og halda boltanum. Við gerðum það vel fyrsta hálftímann og allan síðari hálfleikinn, en síðasta korterið í fyrri hálfleik var eins og við hefðum tekið okkur smá pásu. Úlfarnir voru duglegir að skipta á milli kanta og við þurftum að hlaupa eins og brjálæðingar út um allan völl."
Fróðleikur:
- Mohamed Salah skoraði sitt 11. deildarmark á tímabilinu.
- Salah er þá orðinn markahæsti leikmaður deildarinnar.
- Virgil van Dijk skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Liverpool.
- Aðeins tvö lið hafa haft fleiri stig eftir 18 leiki en Liverpool hafa núna (48). Chelsea tímabilið 2005-06 (49) og Manchester City 2017-18 (52).
- Liverpool hafa unnið 25 deildarleiki á árinu en ekki hafa jafn margir deildarleikir unnist síðan árið 1990, þá voru sigurleikirnir einnig 25.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Diogo Jota meiddur -
| Sf. Gutt
Dreymdi um svona augnablik! -
| Sf. Gutt
Trey Nyoni kominn með samning -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp kominn með vinnu! -
| Sf. Gutt
Skoskt met hjá Andrew Robertson!
Fréttageymslan