| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fyrsta deildartapið
Liverpool byrjaði nýja árið með því að tapa sínum fyrsta deildarleik á leiktíðinni þegar liðið tapaði 2:1 fyrir Mnchester City í Manchester. Liðið er þó enn í efsta sæti deildarinnar.
Það var gríðarleg spenna fyrir leik Liverpool á móti Englands- og Deilarbikarmeisturum Manchester City. Liverpool gat með sigri náð níu stiga forystu á meistarana en sigur City myndi þýða að fjögur stig yrðu á milli liðanna.
Heimamenn voru sterkari til að byrja með en Liverpool sótti svo í sig veðrið. Liverpool fékk fyrsta hættulega færið á 18. mínútu. Mohamed Salah sendi góða sendingu frá fram á Sadio Mané sem komst upp að vítateginum þaðan sem hann átti skot. Boltinn fór í stöngina og þaðan út í markteiginn. Þar kom John Stones og ætlaði að hreinsa frá. Það tókst ekki betur en svo að hann skot í markmann sinn og af honum stefndi boltinn í markið. John var þó ennþá á svæðinu og náði að sparka boltanum í burtu sekúndubroti áður en hann fór í markið. Boltinn fór þegar John hreinsaði á ótrúlegan hátt milli fóta Mohamed á línunni. Eftir á kom í ljós að 11 millimetrum munaði að boltinn færi yfir marklínuna. Lygilegt!
Leikmenn börðust eins og ljón úti um allan völl og mikilvægi leiksins fór ekki framhjá neinum. Heppnin fylgdi heimamönnum þegar Vincent Kompany fékk bara gult spjald fyrir að sparka MOhamed niður þegar Egyptinn var að sleppa í gengum vörnuna. Vincent var á lofti þegar hann gerði atlöguna og hefði átt að vera rekinn út af.
Flest leit út fyrir markaleysi í hálfleik þegar City skoraði á 40. mínútu. Segio Aguero fékk boltann í þröngu færi vinstra megin í markteignum ekki langt frá endamörkum. Þar sneri hann sér eldsnöggt við og þrumaði boltanum upp í þaknetið. Ótrúlegt mark og það hefðu fáir aðrir en Segio skorað úr svona færi ef færi skyldi kalla.
Liverpool setti meiri kraft í leik sinn eftir hlé og þá sérstaklega eftir að Fabinho Tavarez kom inn á sem varamaður fyrir James Milner. Á 62. mínútu náðu varnarmenn City að bjarga uppi við markið eftir skot Roberto Firmino. En tveimur mínútum seinna fögnuðu þeir Rauðu. Trent Alexander-Arnold sendi á ská yfir til vinstri á Andrew Robertson sem gaf fyrir markið á Roberto sem henti sér fram og skallaði í mark af örstuttu færi. Vel gert!
Heimamenn komust aftur yfir á 72. mínútu. Leroy Sané braust þá fram vinstra megin og skoraði með skoti í fjærstöngina inn. Liverpool gerði harða hríð að marki City undir lokin. Þegar sex mínútur voru eftir komst Mohamed inn í vítateiginn vinstra megin en markmaður City náði naumlega að verja skot hans í horn. Niðurstaðan varð naumur 2:1 sigur Manchester City.
Það hefði sannarlega verið betra að vinna leikinn en Liverpool hefur ennþá fjögur stig í forskot í efsta sætinu. Eftir að hafa leikið fyrstu 20 leikina án taps má það ekki henda sig að liðið missi flugið. Það á að geta og verður að halda áfram á sömu braut!
Mörk Manchester City: Sergio Aguero (40. mín.) og Leroy Sané (72. mín.)
Gul spjöld: Vincent Kompany, Aymeric Laporte, Bernardo Silva og Ederson.
Mark Liverpool: Roberto Firmino (64. mín.).
Gul spjöld: Dejan Lovren og Georginio Wijnaldum.
Áhorfendur á Ethiad leikvanginum: 54.511.
Maður leiksins: Andrew Robertson. Skotinn var magnaður og gaf ekki tommu eftir. Hann er að verða með þeim betri í sinni stöðu.
Jürgen Klopp: Þetta var mikill spennuleikur. Við vorum svolítið óheppnir í lykilatvikum uppi við markið. Mér fannst City vera aðeins heppnari hvað það varðaði.
- Þetta var fyrsti leikur Liverpool á því Herrans ári 2019.
- Fyrir leikinn hafði Liverpool spilað 20 fyrstu deildarleikina án þess að tapa. Félagsmetið er 29 leikir í efstu deild.
- Roberto Firmino skoraði tíunda mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta er fjórða leiktíðin í röð sem hann skorar tíu mörk eða meira.
Hér má horfa á viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Það var gríðarleg spenna fyrir leik Liverpool á móti Englands- og Deilarbikarmeisturum Manchester City. Liverpool gat með sigri náð níu stiga forystu á meistarana en sigur City myndi þýða að fjögur stig yrðu á milli liðanna.
Heimamenn voru sterkari til að byrja með en Liverpool sótti svo í sig veðrið. Liverpool fékk fyrsta hættulega færið á 18. mínútu. Mohamed Salah sendi góða sendingu frá fram á Sadio Mané sem komst upp að vítateginum þaðan sem hann átti skot. Boltinn fór í stöngina og þaðan út í markteiginn. Þar kom John Stones og ætlaði að hreinsa frá. Það tókst ekki betur en svo að hann skot í markmann sinn og af honum stefndi boltinn í markið. John var þó ennþá á svæðinu og náði að sparka boltanum í burtu sekúndubroti áður en hann fór í markið. Boltinn fór þegar John hreinsaði á ótrúlegan hátt milli fóta Mohamed á línunni. Eftir á kom í ljós að 11 millimetrum munaði að boltinn færi yfir marklínuna. Lygilegt!
Leikmenn börðust eins og ljón úti um allan völl og mikilvægi leiksins fór ekki framhjá neinum. Heppnin fylgdi heimamönnum þegar Vincent Kompany fékk bara gult spjald fyrir að sparka MOhamed niður þegar Egyptinn var að sleppa í gengum vörnuna. Vincent var á lofti þegar hann gerði atlöguna og hefði átt að vera rekinn út af.
Flest leit út fyrir markaleysi í hálfleik þegar City skoraði á 40. mínútu. Segio Aguero fékk boltann í þröngu færi vinstra megin í markteignum ekki langt frá endamörkum. Þar sneri hann sér eldsnöggt við og þrumaði boltanum upp í þaknetið. Ótrúlegt mark og það hefðu fáir aðrir en Segio skorað úr svona færi ef færi skyldi kalla.
Liverpool setti meiri kraft í leik sinn eftir hlé og þá sérstaklega eftir að Fabinho Tavarez kom inn á sem varamaður fyrir James Milner. Á 62. mínútu náðu varnarmenn City að bjarga uppi við markið eftir skot Roberto Firmino. En tveimur mínútum seinna fögnuðu þeir Rauðu. Trent Alexander-Arnold sendi á ská yfir til vinstri á Andrew Robertson sem gaf fyrir markið á Roberto sem henti sér fram og skallaði í mark af örstuttu færi. Vel gert!
Heimamenn komust aftur yfir á 72. mínútu. Leroy Sané braust þá fram vinstra megin og skoraði með skoti í fjærstöngina inn. Liverpool gerði harða hríð að marki City undir lokin. Þegar sex mínútur voru eftir komst Mohamed inn í vítateiginn vinstra megin en markmaður City náði naumlega að verja skot hans í horn. Niðurstaðan varð naumur 2:1 sigur Manchester City.
Það hefði sannarlega verið betra að vinna leikinn en Liverpool hefur ennþá fjögur stig í forskot í efsta sætinu. Eftir að hafa leikið fyrstu 20 leikina án taps má það ekki henda sig að liðið missi flugið. Það á að geta og verður að halda áfram á sömu braut!
Mörk Manchester City: Sergio Aguero (40. mín.) og Leroy Sané (72. mín.)
Gul spjöld: Vincent Kompany, Aymeric Laporte, Bernardo Silva og Ederson.
Mark Liverpool: Roberto Firmino (64. mín.).
Gul spjöld: Dejan Lovren og Georginio Wijnaldum.
Áhorfendur á Ethiad leikvanginum: 54.511.
Maður leiksins: Andrew Robertson. Skotinn var magnaður og gaf ekki tommu eftir. Hann er að verða með þeim betri í sinni stöðu.
Jürgen Klopp: Þetta var mikill spennuleikur. Við vorum svolítið óheppnir í lykilatvikum uppi við markið. Mér fannst City vera aðeins heppnari hvað það varðaði.
Fróðleikur
- Þetta var fyrsti leikur Liverpool á því Herrans ári 2019.
- Fyrir leikinn hafði Liverpool spilað 20 fyrstu deildarleikina án þess að tapa. Félagsmetið er 29 leikir í efstu deild.
- Roberto Firmino skoraði tíunda mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta er fjórða leiktíðin í röð sem hann skorar tíu mörk eða meira.
Hér má horfa á viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan