| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Döpur frammistaða
Liverpool heimsótti Wolves í kvöld í 3. umferð FA bikarsins. Lokatölur urðu 2-1 fyrir heimamenn sem þýðir að Liverpool er úr leik í keppninni.
Klopp gerði 9 breytingar á liðinu frá síðasta leik. Unglingarnir Curtis Jones og Rafa Camacho voru í liðinu og þar að auki menn sem lítið hafa spilað, eins og Mignolet, Moreno og Origi. Á bekknum var líka mikið af nýjum andlitum. Einu aðalliðsmennirnir sem sátu þar í upphafi leiks voru Salah, Firmino, Mané og Alexander-Arnold.
Fyrirfram var reiknað með því að Adam Lallana myndi hefja leikinn, en hann meiddist eitthvað lítillega á æfingu um helgina og var ekki leikfær.
Strax í upphafi leiks kom fyrsti skellurinn. Dejan Lovren settist á jörðina og virtist tognaður aftan í læri. Hann fór útaf á 6. mínútu og í hans stað kom yngsti maður vallarins, Ki-Jana Hoever, inná en hann verður 17 ára síðar í mánuðinum.
Á 38. mínútu kom seinni skellurinn í fyrri hálfleik þegar Raul Jimenez kom heimamönnum yfir eftir slæm mistök okkar manna. Milner reyndi sambasnúning á miðjunni og missti boltann, Fabinho sem var miðvörður í dag, seldi sig algjörlega út við miðlínu og eftirleikurinn var óþarflega auðveldur fyrir Jimenez.
Leikmenn Liverpool hafa örugglega verið fegnir þegar flautað var til leikhlés, þrátt fyrir að okkar menn hafi verið meira með boltann var ekki nokkur skapaður hlutur að gerast. Feilsendingar voru óteljandi og mikið óöryggi yfir öllu liðinu.
Liverpool byrjaði seinni hálfleiinn í aðeins betri gír en lengst af í fyrri hálfleik. Á 51. mínútu jafnaði Origi með ansi laglegu skoti frá vítateig og leikurinn virtist í sæmilegu jafnvægi. Aðeins fjórum mínútum síðar voru Úlfarnir þó aftur komnir yfir, eftir frábært skot frá Neves af 25-30 metra færi. Manni fannst kannski að Mignolet hefði átt að gera betur, en það verður ekki tekið af Neves að skotið var þrælgott.
Á 69. mínútu munaði örfáum millimetrum að Liverpool næði að jafna leikinn. Þá tók Shaqiri aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og lúðraði boltanum upp í skeytin. Ruddy í marki Wolves náði að koma hálfri nögl í boltann og það var nóg til þess að hann fór í utanverða stöngina og aftur fyrir endamörk hinum megin. Frábært skot hjá Shaqiri og ótrúlegt að boltinn skyldi ekki fara inn.
Mínútu síðar komu Firmino og Salah inná fyrir Sturridge og Jones. Við það lagaðist leikur Liverpool aðeins, en ekki nóg. Niðurstaðan á Molineux 2-1 sigur heimamanna og Liverpool úr leik í bikarnum í 3. umferð.
Liverpool: Mignolet, Camacho, Lovren (Hoever á 6. mín.), Fabinho, Moreno, Milner, Keita, Jones (Salah á 70. mín.), Shaqiri, Sturridge (Firmino á 70. mín.), Origi. Ónotaðir varamenn: Kelleher, TAA, Mané, Christie-Davis.
Mark Liverpool: Origi á 51. mín.
Maður leiksins: Ég veit varla hvað segja skal, en heilt yfir fannst mér Fabinho einna skástur í dag. Hann seldi sig að vísu ansi ódýrt í fyrra marki Wolves, en að öðru leyti var hann fínn. Alls ekki öfundsvert hlutverk í dag að stýra vörninni með villinginn Moreno öðrum megin, unglinga hinum megin og Mignolet fyrir aftan sig.
- Curtis Jones og Rafael Camacho eru fyrstu leikmennirnir sem fæddir eru 2000 og eitthvað sem komast í byrjunarlið Liverpool.
- Þegar Ki Jana-Hoever, sem er ennþá yngri en Jones og Camacho, kom inná á 6. mínútu varð hann að ég held yngsti leikmaðurinn í sögu Liverpool.
- Frá því að Klopp tók við Liverpool hefur liðið alltaf fallið úr leik í FA bikarnum í janúar og í öll skiptin fyrir liðum sem byrja á W.
Klopp gerði 9 breytingar á liðinu frá síðasta leik. Unglingarnir Curtis Jones og Rafa Camacho voru í liðinu og þar að auki menn sem lítið hafa spilað, eins og Mignolet, Moreno og Origi. Á bekknum var líka mikið af nýjum andlitum. Einu aðalliðsmennirnir sem sátu þar í upphafi leiks voru Salah, Firmino, Mané og Alexander-Arnold.
Fyrirfram var reiknað með því að Adam Lallana myndi hefja leikinn, en hann meiddist eitthvað lítillega á æfingu um helgina og var ekki leikfær.
Strax í upphafi leiks kom fyrsti skellurinn. Dejan Lovren settist á jörðina og virtist tognaður aftan í læri. Hann fór útaf á 6. mínútu og í hans stað kom yngsti maður vallarins, Ki-Jana Hoever, inná en hann verður 17 ára síðar í mánuðinum.
Á 38. mínútu kom seinni skellurinn í fyrri hálfleik þegar Raul Jimenez kom heimamönnum yfir eftir slæm mistök okkar manna. Milner reyndi sambasnúning á miðjunni og missti boltann, Fabinho sem var miðvörður í dag, seldi sig algjörlega út við miðlínu og eftirleikurinn var óþarflega auðveldur fyrir Jimenez.
Leikmenn Liverpool hafa örugglega verið fegnir þegar flautað var til leikhlés, þrátt fyrir að okkar menn hafi verið meira með boltann var ekki nokkur skapaður hlutur að gerast. Feilsendingar voru óteljandi og mikið óöryggi yfir öllu liðinu.
Liverpool byrjaði seinni hálfleiinn í aðeins betri gír en lengst af í fyrri hálfleik. Á 51. mínútu jafnaði Origi með ansi laglegu skoti frá vítateig og leikurinn virtist í sæmilegu jafnvægi. Aðeins fjórum mínútum síðar voru Úlfarnir þó aftur komnir yfir, eftir frábært skot frá Neves af 25-30 metra færi. Manni fannst kannski að Mignolet hefði átt að gera betur, en það verður ekki tekið af Neves að skotið var þrælgott.
Á 69. mínútu munaði örfáum millimetrum að Liverpool næði að jafna leikinn. Þá tók Shaqiri aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og lúðraði boltanum upp í skeytin. Ruddy í marki Wolves náði að koma hálfri nögl í boltann og það var nóg til þess að hann fór í utanverða stöngina og aftur fyrir endamörk hinum megin. Frábært skot hjá Shaqiri og ótrúlegt að boltinn skyldi ekki fara inn.
Mínútu síðar komu Firmino og Salah inná fyrir Sturridge og Jones. Við það lagaðist leikur Liverpool aðeins, en ekki nóg. Niðurstaðan á Molineux 2-1 sigur heimamanna og Liverpool úr leik í bikarnum í 3. umferð.
Liverpool: Mignolet, Camacho, Lovren (Hoever á 6. mín.), Fabinho, Moreno, Milner, Keita, Jones (Salah á 70. mín.), Shaqiri, Sturridge (Firmino á 70. mín.), Origi. Ónotaðir varamenn: Kelleher, TAA, Mané, Christie-Davis.
Mark Liverpool: Origi á 51. mín.
Maður leiksins: Ég veit varla hvað segja skal, en heilt yfir fannst mér Fabinho einna skástur í dag. Hann seldi sig að vísu ansi ódýrt í fyrra marki Wolves, en að öðru leyti var hann fínn. Alls ekki öfundsvert hlutverk í dag að stýra vörninni með villinginn Moreno öðrum megin, unglinga hinum megin og Mignolet fyrir aftan sig.
Fróðleikur:
- Curtis Jones og Rafael Camacho eru fyrstu leikmennirnir sem fæddir eru 2000 og eitthvað sem komast í byrjunarlið Liverpool.
- Þegar Ki Jana-Hoever, sem er ennþá yngri en Jones og Camacho, kom inná á 6. mínútu varð hann að ég held yngsti leikmaðurinn í sögu Liverpool.
- Frá því að Klopp tók við Liverpool hefur liðið alltaf fallið úr leik í FA bikarnum í janúar og í öll skiptin fyrir liðum sem byrja á W.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan