| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Á undan áætlun
Alex Oxlade-Chamberlain meiddist illa undir lok síðasta tímabils og upphaflega var talið að hann myndi vera frá allt þetta tímabil. Endurhæfing hans hefur hinsvegar gengið vonum framar og hugsanlegt er að hann gæti byrjað æfingar að fullu í lok febrúarmánaðar.
Leikmenn og þjálfarar félagsins eru núna staddir í Dubai við æfingar þar sem veðrið er jú mun skárra en á Englandi um þessar mundir. Liðið á auk þess ekki leik fyrr en á miðvikudagskvöldið í næstu viku þar sem leikir í FA bikarnum fara fram um helgina. Oxlade-Chamberlain hefur litið vel út á æfingum í Dubai en hann hefur verið að gera æfingar með bolta undir eftirliti sérstakra þjálfara sem fylgjast með ástandi hans.
Ekki hefur verið ákveðinn nákvæm dagsetning hvenær hann getur byrjað að æfa að fullu en skv. heimildum Liverpool Echo gæti það gerst um miðjan eða í lok febrúarmánaðar. Það gæti mögulega þýtt að hann geti spilað með liðinu í mars og líklega gæti hann verið hluti af leikmannahópnum sem mætir Bayern Munchen í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar þann 13. mars. Eftir seinni leikinn við Bayern Munchen á liðið átta leiki eftir í deildinni og endurkoma Oxlade-Chamberlain gæti haft mikið að segja í baráttunni um titilinn.
Klopp sagði þetta um Oxlade-Chamberlain í síðustu viku: ,,Hann er á mjög góðum batavegi en þetta mun samt taka tíma. Þegar ég sé hann hlaupa um með bolta lítur allt vel út, hann er nálægt því að koma til baka en hann hefur jú verið mjög lengi frá. Ég held að við munum sjá hann spila á þessu tímabili."
Þetta verða að teljast mjög góðar fréttir en skiljanlega vill félagið ekki flýta sér um of í að fá hann til baka.
Leikmenn og þjálfarar félagsins eru núna staddir í Dubai við æfingar þar sem veðrið er jú mun skárra en á Englandi um þessar mundir. Liðið á auk þess ekki leik fyrr en á miðvikudagskvöldið í næstu viku þar sem leikir í FA bikarnum fara fram um helgina. Oxlade-Chamberlain hefur litið vel út á æfingum í Dubai en hann hefur verið að gera æfingar með bolta undir eftirliti sérstakra þjálfara sem fylgjast með ástandi hans.
Ekki hefur verið ákveðinn nákvæm dagsetning hvenær hann getur byrjað að æfa að fullu en skv. heimildum Liverpool Echo gæti það gerst um miðjan eða í lok febrúarmánaðar. Það gæti mögulega þýtt að hann geti spilað með liðinu í mars og líklega gæti hann verið hluti af leikmannahópnum sem mætir Bayern Munchen í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar þann 13. mars. Eftir seinni leikinn við Bayern Munchen á liðið átta leiki eftir í deildinni og endurkoma Oxlade-Chamberlain gæti haft mikið að segja í baráttunni um titilinn.
Klopp sagði þetta um Oxlade-Chamberlain í síðustu viku: ,,Hann er á mjög góðum batavegi en þetta mun samt taka tíma. Þegar ég sé hann hlaupa um með bolta lítur allt vel út, hann er nálægt því að koma til baka en hann hefur jú verið mjög lengi frá. Ég held að við munum sjá hann spila á þessu tímabili."
Þetta verða að teljast mjög góðar fréttir en skiljanlega vill félagið ekki flýta sér um of í að fá hann til baka.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan