| Sf. Gutt

West Ham United v Liverpool
Leikur Liverpool við West Ham United í höfuðborginni er síðasti leikurinn í yfirstandandi umferð. Bæði Manchester City og Tottenahm Hotspur hafa dregið á um helgina en nú fær Liverpool færi á að ná þeirri fimm stiga forystu sem liðið hafði fyrir umferðina. Annað dugar ekki!

Í tveimur síðustu leikjum hefur þótt bera á nokkrum taugaóstyrk og liðið var ekki upp á sitt besta á móti Leicester City á miðvikudagskvöldið. Það er svo sem ekki neitt óeðlilegt við það því kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn er jafnt og spennandi. En til að titillinn geti unnist verða bæði leikmenn Liverpool og stuðningsmenn Liverpool að hafa stjórn á spennunni. Liðið þarf á allri hvatningu okkar stuðningsmannanna að halda og við verðum að veita hana!
Meiðsli hafa verið að láta á sér kræla og þá sérstaklega meðal varnarmanna. Það verður aldrei svo að menn meiðist ekki og nú reynir á leikmannahópinn. Trent Alexander-Arnold er að ná sér en verður þó ekki tiltækur annað kvöld. Sama má segja um Dejan Lovren. Áhyggjuefni er að Joe Gomez gæti þurft í aðgerð en bið hefur verið á bata hans. James Milner er þó laus úr leikbanni og verður með.
West Ham er um miðja deild og getur gert góða hluti á góðum degi en þess á milli er liðið slakt. Vonandi verður liðið ekki upp á sitt besta. En fari svo að liðið spili vel verður Liverpool enfaldlega að rífa sig upp og spila enn betur. Ég spái því að Liverpool vinni 1:3. Mohamed Salah skorar tvisvar og Sadio Mané eitt. Fimm stiga forysta er í boði og Liverpool má ekki láta happ úr hendi sleppa! Svo langar mig líka í sigur Liverpool í afmælisgjöf :)
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

West Ham United v Liverpool
Leikur Liverpool við West Ham United í höfuðborginni er síðasti leikurinn í yfirstandandi umferð. Bæði Manchester City og Tottenahm Hotspur hafa dregið á um helgina en nú fær Liverpool færi á að ná þeirri fimm stiga forystu sem liðið hafði fyrir umferðina. Annað dugar ekki!

Í tveimur síðustu leikjum hefur þótt bera á nokkrum taugaóstyrk og liðið var ekki upp á sitt besta á móti Leicester City á miðvikudagskvöldið. Það er svo sem ekki neitt óeðlilegt við það því kapphlaupið um Englandsmeistaratitilinn er jafnt og spennandi. En til að titillinn geti unnist verða bæði leikmenn Liverpool og stuðningsmenn Liverpool að hafa stjórn á spennunni. Liðið þarf á allri hvatningu okkar stuðningsmannanna að halda og við verðum að veita hana!
Meiðsli hafa verið að láta á sér kræla og þá sérstaklega meðal varnarmanna. Það verður aldrei svo að menn meiðist ekki og nú reynir á leikmannahópinn. Trent Alexander-Arnold er að ná sér en verður þó ekki tiltækur annað kvöld. Sama má segja um Dejan Lovren. Áhyggjuefni er að Joe Gomez gæti þurft í aðgerð en bið hefur verið á bata hans. James Milner er þó laus úr leikbanni og verður með.

West Ham er um miðja deild og getur gert góða hluti á góðum degi en þess á milli er liðið slakt. Vonandi verður liðið ekki upp á sitt besta. En fari svo að liðið spili vel verður Liverpool enfaldlega að rífa sig upp og spila enn betur. Ég spái því að Liverpool vinni 1:3. Mohamed Salah skorar tvisvar og Sadio Mané eitt. Fimm stiga forysta er í boði og Liverpool má ekki láta happ úr hendi sleppa! Svo langar mig líka í sigur Liverpool í afmælisgjöf :)
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan