| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jafntefli í London
Liverpool gerði í kvöld 1:1 jafntefli við West Ham United í London. Stigið sem Liverpol fékk færði liðinu þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar.
Hvorki Jordan Henderson eða Georginio Wijnaldum gátu spilað vegna meiðsla og var það hið versta mál. Miðjan hjá Liverpool var nefnilega þar með skipuð mönnum sem ekki höfðu leikið áður saman á leiktíðinni. James Milner kom inn í liðið sem bakvörður eftir leikbann en Trent Alexander-Arnold er enn meiddur.
Heimamenn byrjuðu leikinn miklu betur og á 3. mínútu átti Javier Hernandez skot rétt framhjá eftir gott spil. Litlu síðar átti Aaron Cresswell svipað skot sem fór líka framhjá. Javier ógnaði aftur eftir stundarfjórðung en Alisson Becker varði skot hans.
Eftir þessa góðu byrjun West Ham náði Liverpool forystu á 22. mínútu. Adam Lallana náði þá að snúa á tvo leikmenn við hliðarlínuna og kom boltanum inn fyrir vörnina á James Milner. Hann sendi fyrir markið á Sadio Máne sem lagði boltann fyrir sig, sneri sér við og skoraði laglega. Vel gert en markið hefði ekki átt að standa því James var kolrangstæður þegar hann fékk sendinguna inn fyrir. Línuvörðurinn tók ekki eftir honum þegar hann var að einbeita sér að því að sjá hvort Adam myndi missa boltann út fyrir hliðarlínuna.
Forysta Liverpool dugði þó aðeins í sex mínútur. West Ham fékk þá aukaspyrnu. Hún var vel útfærð. Boltinn var sendur á Michail Antonio sem laumaði sér framhjá varnarvegg Liverpool og skoraði með skoti neðst í fjærhornið. Vel gert hjá West Ham en varnarmenn Liverpool voru illa á verði. Á 42. mínútu var vörn Liverpool aftur sofandi þegar Declan Rice fékk dauðafæri eftir aukaspyrnu en hann skallaði yfir. Jafnt í hálfleik.
Síðari hálfleikur var dauflegur. Liverpool náði samt þegar á leið betri tökum á leiknum og eftir um klukkutíma ógnaði Moahmed Salah tvisvar. Fyrra skotið kom eftir góða rispu en Lukasz Fabianski varði. Seinna skot hans fór yfir. Hinu megin átti Mark Noble skot sem fór yfir þegar rúmlega 15 mínútur voru eftir. Á allra síðustu mínútu viðbótartímans fékk Liverpool dauðafæri til að vinna sigur. Naby Keita lyfti boltanum skemmtilega yfir varnarmenn West Ham á varamanninn Divock Origi sem var skyndilega einn á móti Lukasz. Belginn náði ekki að hitta boltann af neinum krafti og boltinn fór beint í fang Pólverjans í markinu. Reyndar hefði átt að dæma rangstöðu á Divock en það var ekki gert. Jafntefli niðurstaðan og voru það sanngjörn úrslit.
Liverpool náði með stiginu þriggja stiga forystu í efsta sætinu. Það er í sjálfu sér ekki sem verst en verra er að liðið hefur ekki spilað vel í síðustu tveimur leikjum og aðeins náð tveimur af sex stigum. Liðið verður að komast aftur á skrið og það án tafar!
West Ham United: Fabianski, Fredericks, Ogbonna, Diop, Cresswell, Rice, Noble (Obiang 79. mín.), Snodgrass, Antonio, Hernandez (Carroll 79. mín.) og Anderson (Masuaku 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrian, Zabaleta, Perez og Diangana.
Mark West Ham: Michail Antonio (28. mín.).
Gult spjald: Javier Hernandez.
Liverpool: Alisson, Milner, Van Dijk, Matip, Robertson, Fabinho, Keita, Lallana (Shaqiri 69. mín.), Salah, Firmino (Origi 74. mín.) og Mané. Not used: Mignolet, Sturridge, Moreno, Jones og Camacho
Mark Liverpool: Sadio Mané (22. mín.).
Gult spjald: Joël Matip.
Áhorfendur á London leikvanginum: 59.903.
Maður leiksins: Sadio Mané var einna líflegastur í liði Liverpool. Hann skoraði í þriðja leiknum í röð og hefur spilað vel að undanförnu.
Jürgen Klopp: Við höfum spilað verr á útivöllum en í kvöld, unnið og það var ekki gert að umtalsefni. En við verðskulduðum stigið sem við fengum.
- Sadio Mané skoraði 12. mark sitt á leiktíðinni.
- Hann skoraði þriðja leikinn í röð.
- Þetta var í fyrsta sinn frá því í desember 2001 sem liðin gera jafntefli í deildinni í London.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Hvorki Jordan Henderson eða Georginio Wijnaldum gátu spilað vegna meiðsla og var það hið versta mál. Miðjan hjá Liverpool var nefnilega þar með skipuð mönnum sem ekki höfðu leikið áður saman á leiktíðinni. James Milner kom inn í liðið sem bakvörður eftir leikbann en Trent Alexander-Arnold er enn meiddur.
Heimamenn byrjuðu leikinn miklu betur og á 3. mínútu átti Javier Hernandez skot rétt framhjá eftir gott spil. Litlu síðar átti Aaron Cresswell svipað skot sem fór líka framhjá. Javier ógnaði aftur eftir stundarfjórðung en Alisson Becker varði skot hans.
Eftir þessa góðu byrjun West Ham náði Liverpool forystu á 22. mínútu. Adam Lallana náði þá að snúa á tvo leikmenn við hliðarlínuna og kom boltanum inn fyrir vörnina á James Milner. Hann sendi fyrir markið á Sadio Máne sem lagði boltann fyrir sig, sneri sér við og skoraði laglega. Vel gert en markið hefði ekki átt að standa því James var kolrangstæður þegar hann fékk sendinguna inn fyrir. Línuvörðurinn tók ekki eftir honum þegar hann var að einbeita sér að því að sjá hvort Adam myndi missa boltann út fyrir hliðarlínuna.
Forysta Liverpool dugði þó aðeins í sex mínútur. West Ham fékk þá aukaspyrnu. Hún var vel útfærð. Boltinn var sendur á Michail Antonio sem laumaði sér framhjá varnarvegg Liverpool og skoraði með skoti neðst í fjærhornið. Vel gert hjá West Ham en varnarmenn Liverpool voru illa á verði. Á 42. mínútu var vörn Liverpool aftur sofandi þegar Declan Rice fékk dauðafæri eftir aukaspyrnu en hann skallaði yfir. Jafnt í hálfleik.
Síðari hálfleikur var dauflegur. Liverpool náði samt þegar á leið betri tökum á leiknum og eftir um klukkutíma ógnaði Moahmed Salah tvisvar. Fyrra skotið kom eftir góða rispu en Lukasz Fabianski varði. Seinna skot hans fór yfir. Hinu megin átti Mark Noble skot sem fór yfir þegar rúmlega 15 mínútur voru eftir. Á allra síðustu mínútu viðbótartímans fékk Liverpool dauðafæri til að vinna sigur. Naby Keita lyfti boltanum skemmtilega yfir varnarmenn West Ham á varamanninn Divock Origi sem var skyndilega einn á móti Lukasz. Belginn náði ekki að hitta boltann af neinum krafti og boltinn fór beint í fang Pólverjans í markinu. Reyndar hefði átt að dæma rangstöðu á Divock en það var ekki gert. Jafntefli niðurstaðan og voru það sanngjörn úrslit.
Liverpool náði með stiginu þriggja stiga forystu í efsta sætinu. Það er í sjálfu sér ekki sem verst en verra er að liðið hefur ekki spilað vel í síðustu tveimur leikjum og aðeins náð tveimur af sex stigum. Liðið verður að komast aftur á skrið og það án tafar!
West Ham United: Fabianski, Fredericks, Ogbonna, Diop, Cresswell, Rice, Noble (Obiang 79. mín.), Snodgrass, Antonio, Hernandez (Carroll 79. mín.) og Anderson (Masuaku 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrian, Zabaleta, Perez og Diangana.
Mark West Ham: Michail Antonio (28. mín.).
Gult spjald: Javier Hernandez.
Liverpool: Alisson, Milner, Van Dijk, Matip, Robertson, Fabinho, Keita, Lallana (Shaqiri 69. mín.), Salah, Firmino (Origi 74. mín.) og Mané. Not used: Mignolet, Sturridge, Moreno, Jones og Camacho
Mark Liverpool: Sadio Mané (22. mín.).
Gult spjald: Joël Matip.
Áhorfendur á London leikvanginum: 59.903.
Maður leiksins: Sadio Mané var einna líflegastur í liði Liverpool. Hann skoraði í þriðja leiknum í röð og hefur spilað vel að undanförnu.
Jürgen Klopp: Við höfum spilað verr á útivöllum en í kvöld, unnið og það var ekki gert að umtalsefni. En við verðskulduðum stigið sem við fengum.
Fróðleikur
- Sadio Mané skoraði 12. mark sitt á leiktíðinni.
- Hann skoraði þriðja leikinn í röð.
- Þetta var í fyrsta sinn frá því í desember 2001 sem liðin gera jafntefli í deildinni í London.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan