| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Markalaust í Manchester
Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í dag. Það eru vitanlega ekki verstu úrslit sem hægt er að hugsa sér, en engu að síður tvö töpuð stig í titilbaráttunni.
Það var fátt í uppstillingu Klopp sem kom verulega á óvart, nema kannski helst það að hann tók James Milner fram yfir Trent Alexander Arnold í hægri bakvörðinn. Kannski minnugur vandræðanna sem TAA lenti í með Rashford í síðasta leik á Old Trafford.
Strax eftir tæpar tvær mínútur fékk Liverpool dauðafæri á að skora, þegar Michael Oliver dæmdi óbeina aukaspyrnu á United inni í miðjum vítateig. De Gea hafði þá komið við boltann með höndinni eftir sendingu til baka frá Ashley Young. Dómurinn kom mörgum á óvart og virtist hafa komið þeim leikmönnum Liverpool sem framkvæmdu aukaspyrnuna mest á óvart því þeir voru engan veginn tilbúnir í verkið.
Fyrri hálfleikur var svo eiginlega allur hálf furðulegur, fyrir það fyrsta fóru fjórir leikmenn meiddir útaf, sem er fáheyrt. Firmino haltraði af velli eftir hálftíma en þá var United búið með tvær skiptingar! Á 40. mínútu fór svo Jesse Lindgard útaf, en hann hafði komið inn á 25. mínútu fyrir Mata. Rétt áður en Lindgard fór útaf varði Alisson stórkostlega frá honum þegar hann var kominn einn í gegn.
Staðan 0-0 í hálfleik. Liverpool töluvert meira með boltann, en United búið að eiga hættulegri færi.
Í seinni hálfleik pakkaði United algjörlega í vörn, kannski eðlilega miðað við stöðuna á liðinu því ekki nóg með að skiptingarnar væru búnar þá var Rashford hálf haltrandi frammi svo að segja allan leikinn.
Liverpool komst ekkert áleiðis gegn þéttri vörn heimamanna og þrátt fyrir að vera mun meira með boltann gerðist lítið fram á við. United átti nokkrar skyndisóknir en heilt yfir var seinni hálfleikurinn drepleiðinlegur.
Liverpool: Alisson, Milner, Matip, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Fabinho, Henderson (Shaqiri á 72. mín.), Mané, Firmino (Sturridge á 31. mín.) og Salah (Origi á 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lallana, Keita, TAA
Maður leiksins: Ég veit ekki.....ætli Alisson fái ekki bara heiðurinn fyrir markvörsluna frá Lindgard.
Það var fátt í uppstillingu Klopp sem kom verulega á óvart, nema kannski helst það að hann tók James Milner fram yfir Trent Alexander Arnold í hægri bakvörðinn. Kannski minnugur vandræðanna sem TAA lenti í með Rashford í síðasta leik á Old Trafford.
Strax eftir tæpar tvær mínútur fékk Liverpool dauðafæri á að skora, þegar Michael Oliver dæmdi óbeina aukaspyrnu á United inni í miðjum vítateig. De Gea hafði þá komið við boltann með höndinni eftir sendingu til baka frá Ashley Young. Dómurinn kom mörgum á óvart og virtist hafa komið þeim leikmönnum Liverpool sem framkvæmdu aukaspyrnuna mest á óvart því þeir voru engan veginn tilbúnir í verkið.
Fyrri hálfleikur var svo eiginlega allur hálf furðulegur, fyrir það fyrsta fóru fjórir leikmenn meiddir útaf, sem er fáheyrt. Firmino haltraði af velli eftir hálftíma en þá var United búið með tvær skiptingar! Á 40. mínútu fór svo Jesse Lindgard útaf, en hann hafði komið inn á 25. mínútu fyrir Mata. Rétt áður en Lindgard fór útaf varði Alisson stórkostlega frá honum þegar hann var kominn einn í gegn.
Staðan 0-0 í hálfleik. Liverpool töluvert meira með boltann, en United búið að eiga hættulegri færi.
Í seinni hálfleik pakkaði United algjörlega í vörn, kannski eðlilega miðað við stöðuna á liðinu því ekki nóg með að skiptingarnar væru búnar þá var Rashford hálf haltrandi frammi svo að segja allan leikinn.
Liverpool komst ekkert áleiðis gegn þéttri vörn heimamanna og þrátt fyrir að vera mun meira með boltann gerðist lítið fram á við. United átti nokkrar skyndisóknir en heilt yfir var seinni hálfleikurinn drepleiðinlegur.
Liverpool: Alisson, Milner, Matip, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum, Fabinho, Henderson (Shaqiri á 72. mín.), Mané, Firmino (Sturridge á 31. mín.) og Salah (Origi á 79. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lallana, Keita, TAA
Maður leiksins: Ég veit ekki.....ætli Alisson fái ekki bara heiðurinn fyrir markvörsluna frá Lindgard.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan