| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool og Everton mætast á Goodison Park á morgun. Everton hefur ekki gengið allt of vel með Liverpool undanfarið og eins fallegt að það breytist ekki á morgun.
Everton hefur ekki unnið Merseyside Derby síðan 2010, en leikir liðanna eru samt sem áður oftast hnífjafnir, alveg óháð stöðu liðanna í deildinni. Á síðustu leiktíð enduðu báðir leikirnir í deildinni með jafntefli og leikurinn á Anfield fyrr í vetur var hársbreidd (og einum mistökum frá Jordan Pickford) frá því að enda eins. Á síðustu árum hefur það ekki gerst oft að Liverpool vinni báða borgarslagina í deildinni, það gerðist síðast 2016-17 og þar áður 2011-12. Vonandi gerist það aftur á morgun.
Everton hefur verið meira og minna með allt niður um sig í vetur, en leikmenn liðsins gíra sig örugglega alveg extra mikið upp á morgun, vitandi það að þeir hafi möguleika á að minnka líkurnar á að stóri bróðir í borginni vinni deildina. Svo hefur Gylfi verið að hitna og hann er stundum óþolandi góður á móti Liverpool.
Klopp kom á óvart með sóknar uppstillingunni gegn Watford í síðasta leik þegar hann setti Origi á vinstri vænginn og Mané upp á topp. Það virkaði ótrúlega vel, Mané spilaði eins og hreinræktaður senter og Origi var alveg merkilega sprækur og ógnandi á kantinum. Salah var síðan hættulegur á hinum kantinum, vantaði bara að hann skoraði mark.
Fabinho og Wijnaldum eru okkar sterkustu miðjumenn sýnist manni og verða vonandi báðir í byrjunarliðinu á morgun. Bara spurning hver verður með þeim. Ég myndi helst vilja Keita, en ætli það sé ekki líklegast að Henderson fái að byrja.
Vörnin velur sig örugglega sjálf, allavega bakverðirnir sem fóru báðir á kostum í síðasta leik. Matip og Van Dijk eru að verða nokkuð solid miðvarðapar, en hugsið ykkur bara ef Gomez hefði verið heill við hlið Van Dijk í allan vetur. Það verður veisla að fá hann til baka.
Það eru nokkrir meiddir hjá okkur eins og venjulega, fyrrnefndur Gomez, Dejan Lovren og auðvitað Oxlade-Chamberlain, en hann er að fara að spila æfingaleik í næstu viku sem eru frábærar fréttir. Firmino er tæpur fyrir morgundaginn, en Klopp útilokar ekki að hann verði með.
Liverpool er betra lið en Everton, það er ekki nokkur einasta spurning en það hefur ekki allt að segja í derby leikjum eins og við vitum. Vonandi heldur liðið sama dampinum og var uppi á teningnum gegn Watford. Það var gott flæði, góð barátta og leiftrandi sóknarleikur. Ég trúi því að Watford leikurinn hafi komið mönnum í gírinn sem liðið verður í fram í maí. Þetta er hreint ekkert flókið, við þurfum bara að vinna alla leiki sem eftir eru - og við getum auðvitað gert það.
Ég þori samt ekkert að spá fyrir um úrslitin, en vonandi, vonandi, vonandi fer allt á besta veg.
YNWA!
Everton hefur ekki unnið Merseyside Derby síðan 2010, en leikir liðanna eru samt sem áður oftast hnífjafnir, alveg óháð stöðu liðanna í deildinni. Á síðustu leiktíð enduðu báðir leikirnir í deildinni með jafntefli og leikurinn á Anfield fyrr í vetur var hársbreidd (og einum mistökum frá Jordan Pickford) frá því að enda eins. Á síðustu árum hefur það ekki gerst oft að Liverpool vinni báða borgarslagina í deildinni, það gerðist síðast 2016-17 og þar áður 2011-12. Vonandi gerist það aftur á morgun.
Klopp kom á óvart með sóknar uppstillingunni gegn Watford í síðasta leik þegar hann setti Origi á vinstri vænginn og Mané upp á topp. Það virkaði ótrúlega vel, Mané spilaði eins og hreinræktaður senter og Origi var alveg merkilega sprækur og ógnandi á kantinum. Salah var síðan hættulegur á hinum kantinum, vantaði bara að hann skoraði mark.
Vörnin velur sig örugglega sjálf, allavega bakverðirnir sem fóru báðir á kostum í síðasta leik. Matip og Van Dijk eru að verða nokkuð solid miðvarðapar, en hugsið ykkur bara ef Gomez hefði verið heill við hlið Van Dijk í allan vetur. Það verður veisla að fá hann til baka.
Það eru nokkrir meiddir hjá okkur eins og venjulega, fyrrnefndur Gomez, Dejan Lovren og auðvitað Oxlade-Chamberlain, en hann er að fara að spila æfingaleik í næstu viku sem eru frábærar fréttir. Firmino er tæpur fyrir morgundaginn, en Klopp útilokar ekki að hann verði með.
Liverpool er betra lið en Everton, það er ekki nokkur einasta spurning en það hefur ekki allt að segja í derby leikjum eins og við vitum. Vonandi heldur liðið sama dampinum og var uppi á teningnum gegn Watford. Það var gott flæði, góð barátta og leiftrandi sóknarleikur. Ég trúi því að Watford leikurinn hafi komið mönnum í gírinn sem liðið verður í fram í maí. Þetta er hreint ekkert flókið, við þurfum bara að vinna alla leiki sem eftir eru - og við getum auðvitað gert það.
Ég þori samt ekkert að spá fyrir um úrslitin, en vonandi, vonandi, vonandi fer allt á besta veg.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan