| Heimir Eyvindarson
Liverpool og Everton gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í dag. Liverpool var betra lengst af, en náði því miður ekki að skora. Manchester City er þá á toppnum, einu stigi á undan Liverpool.
Klopp gerði eina breytingu á liðinu frá Watford leiknum í vikunni. Jordan Henderson kom inn fyrir James Milner.
Liverpool var betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik, var meira með boltann en náði ekki að skapa mikla hættu. Salah komst tvisvar í fín færi, en Pickford sá við honum í bæði skiptin.
Það er svosem ekki mikið meira um fyrri hálfleikinn að segja, það var hátt tempó og töluvert stress á mönnum en ekkert sérstaklega mikið að gera.
Seinni hálfleikur byrjaði með sömu látunum og sá fyrri, en fljótlega fjaraði krafturinn út. Everton komst meira inn í leikinn og þetta varð meira og meira erfitt hjá okkar mönnum. Fabinho átti besta færi Liverpool í seinni hálfleik, en var of lengi að athafna sig. Salah var líka hársbreidd frá því að ná skoti frá markteig, en Michael Keane bjargaði hetjulega.
Ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira um þennan leik. Klár vonbrigði að ná ekki að landa sigri, en það má ekki líta fram hjá því að Everton barðist hetjulega allan leikinn og gaf okkur engan frið. Það var viðbúið og dálítið súrt hvað við áttum fá svör.
Leikur liðsins lagaðist aðeins við það að Firmino kom inná fyrir Origi, en Milner inn fyrir Wijnaldum breytti engu. Lallana kom síðan inn fyrir Mané í restina og náði ekkert að gera. Það hefði alveg mátt setja Shaqiri eða Keita inn fyrir minn smekk.
Þetta er auðvitað ekki heimsendir, en samt svekkjandi. Miðjan var slöpp og ekkert ógnandi, sem var kannski aðalatriðið í dag. Fabinho var sérstaklega tæpur í sendingum og leikurinn virkaði bara of hraður fyrir hann. Henderson er svo bara eins og hann er, það kemur ekki mikið út úr honum sóknarlega allavega.
En jæja, svona er þetta. Við fögnum í maí, þrátt fyrir allt.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Wijnaldum Milner á 63. mín.), Henderson, Origi (Firmino á 63. mín.), Mané (Lallana á 84. mín.), Salah. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Keita, Shaqiri, Sturridge.
Maður leiksins: Æ ég veit það ekki, kannski Van Dijk eða Matip. Eða Alisson, hann var jú að halda hreinu í 17. leiknum í vetur, sem er afrek út af fyrir sig.
Jürgen Klopp: ,,Ég veit ekki hvað skal segja. Þetta fór svona. Everton voru mjög erfiðir og spiluðu af miklu meiri krafti en venjulega, eins og við var að búast. Leikmennirnir reyndu eins og þeir gátu en það gekk ekki. Þá er þessi leikur frá og nú þarf bara að einbeita sér að næsta verkefni."
-Þetta var 233. borgarslagurinn um Liverpool og hvorki meira né minna en 200. leikur Liverpool og Everton í efstu deild. Einungis Everton og Aston Villa hafa mæst oftar í efstu deild (202 sinnum).
-21 rautt spjald hefur farið á loft í þessum viðureignum Liverpool liðanna. Það er met.
-Liverpool hefur aðeins fengið á sig 8 mörk á útivöllum í vetur, ekkert annað lið toppar þá ágætu tölfræði.
TIL BAKA
Markalaust gegn Everton
Klopp gerði eina breytingu á liðinu frá Watford leiknum í vikunni. Jordan Henderson kom inn fyrir James Milner.
Liverpool var betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik, var meira með boltann en náði ekki að skapa mikla hættu. Salah komst tvisvar í fín færi, en Pickford sá við honum í bæði skiptin.
Seinni hálfleikur byrjaði með sömu látunum og sá fyrri, en fljótlega fjaraði krafturinn út. Everton komst meira inn í leikinn og þetta varð meira og meira erfitt hjá okkar mönnum. Fabinho átti besta færi Liverpool í seinni hálfleik, en var of lengi að athafna sig. Salah var líka hársbreidd frá því að ná skoti frá markteig, en Michael Keane bjargaði hetjulega.
Ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira um þennan leik. Klár vonbrigði að ná ekki að landa sigri, en það má ekki líta fram hjá því að Everton barðist hetjulega allan leikinn og gaf okkur engan frið. Það var viðbúið og dálítið súrt hvað við áttum fá svör.
Leikur liðsins lagaðist aðeins við það að Firmino kom inná fyrir Origi, en Milner inn fyrir Wijnaldum breytti engu. Lallana kom síðan inn fyrir Mané í restina og náði ekkert að gera. Það hefði alveg mátt setja Shaqiri eða Keita inn fyrir minn smekk.
Þetta er auðvitað ekki heimsendir, en samt svekkjandi. Miðjan var slöpp og ekkert ógnandi, sem var kannski aðalatriðið í dag. Fabinho var sérstaklega tæpur í sendingum og leikurinn virkaði bara of hraður fyrir hann. Henderson er svo bara eins og hann er, það kemur ekki mikið út úr honum sóknarlega allavega.
En jæja, svona er þetta. Við fögnum í maí, þrátt fyrir allt.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Wijnaldum Milner á 63. mín.), Henderson, Origi (Firmino á 63. mín.), Mané (Lallana á 84. mín.), Salah. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Keita, Shaqiri, Sturridge.
Maður leiksins: Æ ég veit það ekki, kannski Van Dijk eða Matip. Eða Alisson, hann var jú að halda hreinu í 17. leiknum í vetur, sem er afrek út af fyrir sig.
Jürgen Klopp: ,,Ég veit ekki hvað skal segja. Þetta fór svona. Everton voru mjög erfiðir og spiluðu af miklu meiri krafti en venjulega, eins og við var að búast. Leikmennirnir reyndu eins og þeir gátu en það gekk ekki. Þá er þessi leikur frá og nú þarf bara að einbeita sér að næsta verkefni."
Fróðleikur:
-Þetta var 233. borgarslagurinn um Liverpool og hvorki meira né minna en 200. leikur Liverpool og Everton í efstu deild. Einungis Everton og Aston Villa hafa mæst oftar í efstu deild (202 sinnum).
-21 rautt spjald hefur farið á loft í þessum viðureignum Liverpool liðanna. Það er met.
-Liverpool hefur aðeins fengið á sig 8 mörk á útivöllum í vetur, ekkert annað lið toppar þá ágætu tölfræði.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan