| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur okkar manna er gegn Burnley sunnudaginn 10. mars. Leikurinn hefst frekar snemma eða kl. 12:00 og hefur Jürgen Klopp hvatt stuðningsmenn félagsins til að fara snemma að sofa í kvöld svo allir séu klárir í rétta stemmningu.
Þegar flautað verður til leiks á Anfield gæti staðan verið sú, og reyndar er það mun líklegra heldur en hitt, að Manchester City verði með fjögurra stiga forystu. Þeir eiga heimaleik gegn Watford seinnipart laugardagsins 9. mars og vonandi verður Watford aðeins meiri fyrirstaða en þeir reyndust vera á Anfield fyrir ekki svo löngu síðan. Hvað sem því líður þá er heimaleikur gegn Burnley ávallt leikur sem við stuðningsmenn horfum til og hugsum um þrjú stig. Það verður hinsvegar ekki létt að brjóta þetta lið á bak aftur og á síðasta tímabili náðu Burnley 1-1 jafntefli sem þótti vera nokkuð sanngjarnt.
Fréttir af meiðslum leikmanna eru ívið betri nú þegar líður á marsmánuð. Dejan Lovren æfði í fyrsta sinn að fullu á fimmtudaginn var og Joe Gomez er byrjaður að hlaupa úti. Lovren verður nú væntanlega ekki klár fyrir Burnley leikinn þar sem hann þarf að komast í leikæfingu. Þeir Jordan Henderson og James Milner eru svo einnig eitthvað að kenna sér meins en sá fyrrnefndi er klár í slaginn en ekki er alveg útséð með hvort Klopp vilji láta Milner spila þennan leik eða ekki. Góðar og slæmar fréttir bárust svo af Alex Oxlade-Chamberlain á föstudaginn en hann byrjaði inná í U-23 ára leik liðsins en var skipt útaf rétt fyrir hálfleik þar sem hann fann til aftan í læri skv. fréttum. Sú skipting var þó eingöngu gerð til að taka ekki meiri áhættu en þörf er á með hann. Hjá Burnley eru tvær leikmenn á meiðslalista, Steven Defour og Aaron Lennon og hvorugur mun taka þátt í leiknum.
Liðin hafa mæst fjórum sinnum í úrvalsdeildinni á Anfield og vann Liverpool fyrstu þrjá leikina en eins og áður sagði endaði síðasti leikur liðanna með 1-1 jafntefli. Liðin hafa mættust á heimavelli Burnley fyrr á þessu tímabili og þar sigruðu okkar menn 1-3 eftir að hafa lent undir snemma í seinni hálfleik. Það var einmitt í þessum leik sem Joe Gomez meiddist og hefur hann ekki spilað síðan. Eftir leikinn áttu Klopp og Sean Dyche stjóri Burnley í einhverjum orðaskiptum og sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann sæi eftir því orðaskaki og það væri allt búið og gert.
Burnley hafa verið í fallbaráttu meira og minna allt tímabilið en þeir byrjuðu tímabilið illa. Undanfarið hafa þeir aðeins rétt úr kútnum en reyndar hafa síðustu tveir leikir tapast, á undan því unnu þeir tvo leiki í röð, m.a. góðan 2-1 heimasigur á Tottenham. Þeir eru með líkamlega sterkt lið og frammi hafa þeir Ashley Barnes og Chris Wood verið nokkuð duglegir að skora undanfarið, það þarf því að hafa góðar gætur á þeim. Einnig er ljóst að þeir munu leyfa okkar mönnum að hafa boltann og liggja aftarlega með sitt lið til að freista þess að beita skyndisóknum þegar boltinn vinnst. Við stuðningsmenn þekkjum þetta orðið ágætlega miðað við undanfarna leiki og vonandi tekst mönnum svipað vel upp og gegn Watford í síðasta heimaleik.
Spáin að þessu sinni er sú að það tekst nú að vinna sigur og lokatölur verða 2-0 fyrir okkar menn. Eigum við ekki að segja að mörkin koma í sitthvorum hálfleiknum og það verður Mohamed Salah sem finnur markaskóna sína á ný og skorar bæði mörkin.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur í deildinni hjá Liverpool með 17 mörk.
- Ashley Barnes er markahæstur Burnley manna í deildinni með níu mörk.
- Andy Robertson spilar líklega sinn 50. úrvalsdeildarleik fyrir Liverpool.
- James Milner gæti spilaði sinn 120. úrvalsdeildarleik fyrir félagið.
- Joel Matip spilar líklega sinn 70. úrvalsdeildarleik fyrir félagið.
- Liverpool eru í 2. sæti deildarinnar með 70. stig.
- Burnley sitja í 16. sæti með 30 stig.
Þegar flautað verður til leiks á Anfield gæti staðan verið sú, og reyndar er það mun líklegra heldur en hitt, að Manchester City verði með fjögurra stiga forystu. Þeir eiga heimaleik gegn Watford seinnipart laugardagsins 9. mars og vonandi verður Watford aðeins meiri fyrirstaða en þeir reyndust vera á Anfield fyrir ekki svo löngu síðan. Hvað sem því líður þá er heimaleikur gegn Burnley ávallt leikur sem við stuðningsmenn horfum til og hugsum um þrjú stig. Það verður hinsvegar ekki létt að brjóta þetta lið á bak aftur og á síðasta tímabili náðu Burnley 1-1 jafntefli sem þótti vera nokkuð sanngjarnt.
Fréttir af meiðslum leikmanna eru ívið betri nú þegar líður á marsmánuð. Dejan Lovren æfði í fyrsta sinn að fullu á fimmtudaginn var og Joe Gomez er byrjaður að hlaupa úti. Lovren verður nú væntanlega ekki klár fyrir Burnley leikinn þar sem hann þarf að komast í leikæfingu. Þeir Jordan Henderson og James Milner eru svo einnig eitthvað að kenna sér meins en sá fyrrnefndi er klár í slaginn en ekki er alveg útséð með hvort Klopp vilji láta Milner spila þennan leik eða ekki. Góðar og slæmar fréttir bárust svo af Alex Oxlade-Chamberlain á föstudaginn en hann byrjaði inná í U-23 ára leik liðsins en var skipt útaf rétt fyrir hálfleik þar sem hann fann til aftan í læri skv. fréttum. Sú skipting var þó eingöngu gerð til að taka ekki meiri áhættu en þörf er á með hann. Hjá Burnley eru tvær leikmenn á meiðslalista, Steven Defour og Aaron Lennon og hvorugur mun taka þátt í leiknum.
Liðin hafa mæst fjórum sinnum í úrvalsdeildinni á Anfield og vann Liverpool fyrstu þrjá leikina en eins og áður sagði endaði síðasti leikur liðanna með 1-1 jafntefli. Liðin hafa mættust á heimavelli Burnley fyrr á þessu tímabili og þar sigruðu okkar menn 1-3 eftir að hafa lent undir snemma í seinni hálfleik. Það var einmitt í þessum leik sem Joe Gomez meiddist og hefur hann ekki spilað síðan. Eftir leikinn áttu Klopp og Sean Dyche stjóri Burnley í einhverjum orðaskiptum og sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn að hann sæi eftir því orðaskaki og það væri allt búið og gert.
Burnley hafa verið í fallbaráttu meira og minna allt tímabilið en þeir byrjuðu tímabilið illa. Undanfarið hafa þeir aðeins rétt úr kútnum en reyndar hafa síðustu tveir leikir tapast, á undan því unnu þeir tvo leiki í röð, m.a. góðan 2-1 heimasigur á Tottenham. Þeir eru með líkamlega sterkt lið og frammi hafa þeir Ashley Barnes og Chris Wood verið nokkuð duglegir að skora undanfarið, það þarf því að hafa góðar gætur á þeim. Einnig er ljóst að þeir munu leyfa okkar mönnum að hafa boltann og liggja aftarlega með sitt lið til að freista þess að beita skyndisóknum þegar boltinn vinnst. Við stuðningsmenn þekkjum þetta orðið ágætlega miðað við undanfarna leiki og vonandi tekst mönnum svipað vel upp og gegn Watford í síðasta heimaleik.
Spáin að þessu sinni er sú að það tekst nú að vinna sigur og lokatölur verða 2-0 fyrir okkar menn. Eigum við ekki að segja að mörkin koma í sitthvorum hálfleiknum og það verður Mohamed Salah sem finnur markaskóna sína á ný og skorar bæði mörkin.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur í deildinni hjá Liverpool með 17 mörk.
- Ashley Barnes er markahæstur Burnley manna í deildinni með níu mörk.
- Andy Robertson spilar líklega sinn 50. úrvalsdeildarleik fyrir Liverpool.
- James Milner gæti spilaði sinn 120. úrvalsdeildarleik fyrir félagið.
- Joel Matip spilar líklega sinn 70. úrvalsdeildarleik fyrir félagið.
- Liverpool eru í 2. sæti deildarinnar með 70. stig.
- Burnley sitja í 16. sæti með 30 stig.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan