| Sf. Gutt
Alex Oxlade-Chamberlain er kominn aftur til leiks eftir að hafa verið frá vegna meiðsla frá því síðasta vor. Hann spilaði með varaliði Liverpool, undir 23. ára liðinu, í dag í útileik á móti Derby County. Liverpool vann 1:3. Curtis Jones skoraði tvö mörk og Rafa Camacho eitt.
Alex var í byrjunarliðinu og þótti standa sig vel. Hann átti að spila fyrri hálfleikinn en fór út af fimm mínútum fyrir leikhlé. Hann fann fyrir lítilsháttar tognun en eftir fréttum á ekkert alvarlegt að vera á ferðinni. Það eru frábærar fréttir að Alex er kominn til leiks á nýjan leik og vanandi getur hann komið eitthvað við sögu áður en leiktíðin er búin.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
TIL BAKA
Alex kominn til leiks

Alex var í byrjunarliðinu og þótti standa sig vel. Hann átti að spila fyrri hálfleikinn en fór út af fimm mínútum fyrir leikhlé. Hann fann fyrir lítilsháttar tognun en eftir fréttum á ekkert alvarlegt að vera á ferðinni. Það eru frábærar fréttir að Alex er kominn til leiks á nýjan leik og vanandi getur hann komið eitthvað við sögu áður en leiktíðin er búin.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan