| Sf. Gutt

Fulham vs Liverpool
Eftir magnaða framgöngu og frækilegan sigur á Bayern München þarf Liverpool að snúa sér að því sem felstir stuðningsmenn Liverpool vilja. Að reyna að vinna Englandsmeistaratitilinn. Næsta skref er að reyna að vinna Fulham í London á morgun.
Miðað við útisigur á þýsku meisturunum halda trúlega flestir að Liverpool eigi að eiga sigurinn vísan á morgun en núna þegar líður að lokum deildarkeppninnar fara liðin í neðstu sætunum að vera verulega varasöm. Þau sem eiga eftir að bjarga sér fara að ná stigum á næstu vikum og leikurinn verður örugglega erfiður. Fulham er í fallsæti og hefur haft þrjá framkvæmdastjóra á leiktíðinni. Það segir manni að rugl hafi verið á hlutunum. Til hvers var til dæmis verið að ráða Claudio Ranieri og reka hann svo eftir nokkrar vikur?
Þrátt fyrir allt þá eru góðir leikmenn í leikmannahópi Fulham og liðið er seigt á góðum degi. Liverpool þarf að sýna álika góðan leik og í Þýskalandi og jafnvel betri! Hver einasti maður verður að sýna sitt besta. Leikjunum fækkar og Liverpool hefur ekki efni á að misstíga sig í baráttunni við Manchester City. Sigur á Fulham myndi vera mjög sterkur þar sem Manchester City leikur ekki í deildinni því leikið er í FA bikarnum um helgina. Málið er einfalt. Liverpool nær efsta sætinu með sigri og það tækifæri má ekki úr greipum renna. Sérstaklega vegna þess að landsleikjahlé er framundan og það yrði geysilega sterkt að ná efstu sætinu á þessum tímapunkti!
Síðast þegar Liveprool mætti Fulham í London þá tryggði Steven Gerrard sigur 2:3 úr víti á síðustu stundu. Sá sigur hélt Liverpool í baráttunni um titilinn á leiktíðinni 2013/14. Ég spái því að Liverpool vinni 1:3 að þessu sinni. Mohamed Salah skorar tvö og Sadio Mané eitt. Áfram með smjörið!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

Fulham vs Liverpool
Eftir magnaða framgöngu og frækilegan sigur á Bayern München þarf Liverpool að snúa sér að því sem felstir stuðningsmenn Liverpool vilja. Að reyna að vinna Englandsmeistaratitilinn. Næsta skref er að reyna að vinna Fulham í London á morgun.

Miðað við útisigur á þýsku meisturunum halda trúlega flestir að Liverpool eigi að eiga sigurinn vísan á morgun en núna þegar líður að lokum deildarkeppninnar fara liðin í neðstu sætunum að vera verulega varasöm. Þau sem eiga eftir að bjarga sér fara að ná stigum á næstu vikum og leikurinn verður örugglega erfiður. Fulham er í fallsæti og hefur haft þrjá framkvæmdastjóra á leiktíðinni. Það segir manni að rugl hafi verið á hlutunum. Til hvers var til dæmis verið að ráða Claudio Ranieri og reka hann svo eftir nokkrar vikur?

Þrátt fyrir allt þá eru góðir leikmenn í leikmannahópi Fulham og liðið er seigt á góðum degi. Liverpool þarf að sýna álika góðan leik og í Þýskalandi og jafnvel betri! Hver einasti maður verður að sýna sitt besta. Leikjunum fækkar og Liverpool hefur ekki efni á að misstíga sig í baráttunni við Manchester City. Sigur á Fulham myndi vera mjög sterkur þar sem Manchester City leikur ekki í deildinni því leikið er í FA bikarnum um helgina. Málið er einfalt. Liverpool nær efsta sætinu með sigri og það tækifæri má ekki úr greipum renna. Sérstaklega vegna þess að landsleikjahlé er framundan og það yrði geysilega sterkt að ná efstu sætinu á þessum tímapunkti!

Síðast þegar Liveprool mætti Fulham í London þá tryggði Steven Gerrard sigur 2:3 úr víti á síðustu stundu. Sá sigur hélt Liverpool í baráttunni um titilinn á leiktíðinni 2013/14. Ég spái því að Liverpool vinni 1:3 að þessu sinni. Mohamed Salah skorar tvö og Sadio Mané eitt. Áfram með smjörið!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim
Fréttageymslan