| Sf. Gutt
TIL BAKA
Toppsætið tekið!
Liverpool tók toppsætið í Úrvalsdeildinni í kvöld með því að vinna sterkan 1: 3 útisigur í Southampton. Baráttan um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu heldur því áfram.
Tvær breytingar voru gerðar á liði Liverpool eftir sigurinn á Tottenham Hotspur um síðustu helgi. Fabinho Tavarez og Naby Keita komu inn á miðjuna og þeir Jordan Henderson og James Milner fóru á bekkinn. Það kom ekki á óvart að Fabinho kæmi inn í liðið en hann var mjög sterkur eftir að hann kom inn á sem varamaður gegn Tottenham. Innkoma Naby var frekar óvænt en hann hafði ekki verið í byrjunarliðinu frá því í fyrri Evrópuleiknum á móti Bayern München.
Southampton hefur verið að styrkjast síðustu vikur og lagað stöðu sína í fallbaráttunni. Það var því ekki óvænt að Southampton byrjaði leikinn af krafti og á 9. mínútu náði liðið forystu. Sending kom inn í vítateginn frá vinstri. Pierre-Emile Højbjerg framlengdi sendinguna með því að skalla boltann aftur fyrir sig. Boltinn féll fyrir fætur Shane Long sem var óvaldaður utan við markteiginn. Hann tók boltann niður og skoraði með föstu skoti neðst hornið.
Liverpool fékk færi á að jafna á 15. mínútu þegar Sadio Mané átti skalla af stuttu færi sem markmaður Southampton varði. Naby Keita náði frákastinu en skot hans fór framhjá. Liverpool átti lengi vel í vandræðum en smá saman náði liðið betri tökum á leiknum. Það gekk þó ekki vel að skapa færi en loksins á 36. mínútu gafst færi. Eftir þunga sókn sendi Trent Alexander-Arnold fyrir frá hægri á Naby sem náði að skalla að marki. Angus Gunn hafði hendur á boltanum en náði ekki að verja og inn fór boltinn. Naby fagnaði innilega enda búinn að bíða lengi eftir að ná að skora fyrir Liverpool.
Líkt og í fyrri hálfleik voru heimamenn ákveðnari framan af hálfleiknum og áttu nokkrar ógnandi sóknir án þess þó að fá hættuleg færi. Liverpool átti að fá víti á 57. mínútu þegar Naby var augljóslega felldur inni í vítateginum en ekkert var dæmt. Tveimur mínútum seinna eða svo gerði Jürgen Klopp tvöfalda skiptingu. Georginio Wijnaldum og Trent voru teknir af velli en í þeirra stað komu James Milner og Jordan Henderson. Þeir félagar mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og þá sérstaklega Jordan. Í kjölfarið náði Liverpool yfirhöndinni í leiknum en færin létu á sér standa.
Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Southampton horn. Vörn Liverpool varðist vel og boltinn barst út fyrir vítateginn þar sem Jordan skallaði fram á völlinn. Moahmed Salah fékk boltann við miðjubogann á sínum vallarhelminngu og tók á rás. Hann rauk upp að vítateig Southampton og þaðan skaut hann boltanum út í hægra hornið. Allt sprakk af fögnuði þegar boltinn þandi netmöskvana fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Magnað mark hjá Egyptanum! Sex mínútum seinna var enn meiri fögnuður hjá stuðningsmönnum Liverpool. Virgil van Dijk sendi langa sendingu fram frá eigin vítateig fram á Roberto Firmino sem fékk boltann í hinum vítateignum. Hann fór upp að endamörkum hægra megin, lék á varnarmann og sendi fyrir markið á Jordan Henderson sem smellti boltanum í markið af stuttu færi. Gleði fyrirliðans var ósvikin enda var þetta fyrsta mark hans á leiktíðinni og allir vissu að það hefði gulltryggt sigur og toppsætið.
Líkt og í mörgum síðustu leikja þurfti Liverpol að taka verulega á því til að ná sigri. En þó svo sumir telji að Liverpool hafi ekki spilað vel í síðustu leikjum þá hafa þeir unnist og liðið hefur sýnt mikinn sigurvilja og skapstyrk. Þeir kostir hafa komið Liverpool í efsta sætið enn á ný!
Southampton: Gunn, Yoshida, Vestergaard (Austin 83. mín.), Bednarek, Valery, Romeu (Armstrong 83. mín.), Hojbjerg, Ward-Prowse, Bertrand, Redmond og Long (Sims 61. mín.). Ónotaðir varamenn: McCarthy, Stephens, Gallagher og Targett.
Mark Southampton: Shane Long (9. mín.).
Gul spjöld: Jan Bednarek og Ryan Bertrand.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Henderson 59. mín.), Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Wijnaldum (Milner 59. mín.), Keita (Lovren 88. mín.), Mane, Salah og Firmino. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Shaqiri og Origi.
Mörk Liverpool: Naby Keita (36. mín.), Mohamed Salah (80. mín.) og Jordan Henderson (86. mín.).
Gul spjöld: Moahmed Salah, Andrew Robertson, Jordan Henderson og Sadio Mané.
Áhorfendur á St Mary´s: 31.797.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Fyrirliðinn þótti ekki spila nógu vel í síðasta leik og var skipt af velli. En í þessum leik lék hann lykilhlutverk eftir að hann kom inn á sem varamaður. Hann lék frábærlega og dró liðið áfram til sigurs. Hann lagði upp mark Mohamed Salah og skoraði svo sjálfur!
Jürgen Klopp: Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur. Skipulagið hjá Southampton hefur verið mjög gott. Við skoruðum tvö dásamleg mörk. Það er mikil spenna hjá öllum á þessari leiktíð. Við áttum kost á að gera tvær mjög góðar skiptingar og þeir Milner og Henderson hjálpuðu mikið til. Þeir voru mikilvægir með því að koma grimmir til leiks. Maður sá að þeir dógu strákana áfram.
- Naby Keita skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Moahmed Salah skoraði 21. mark sitt á leiktíðinni.
- Jordan Henderson opnaði markareikning sinn á keppnistímabilinu.
- Markið hans Mohamed var 50. deildarmarkið sem hann skorar fyrir Liverpool. Mörkin 50 hefur hann skorað í 69 leikjum sem er félagsmet. Fernando Torres átti gamla metið sem var 72 leikir.
- Alls hefur Mohamed skorað 65 mörk í öllum keppnum fyrir Liverpool í 95 leikjum.
- Markið sem Shane Long skoraði er það 5.000 sem Liverpool fær á sig í efstu deild í sögunni.
- Georginio Wijnaldum spilaði sinn 130. leik með Liverpool. Hann er búinn að skora tíu mörk.
- Liverpool er með 82 stig og hefur aldrei verið með fleiri stig eftir 33 leiki í efstu deild.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Tvær breytingar voru gerðar á liði Liverpool eftir sigurinn á Tottenham Hotspur um síðustu helgi. Fabinho Tavarez og Naby Keita komu inn á miðjuna og þeir Jordan Henderson og James Milner fóru á bekkinn. Það kom ekki á óvart að Fabinho kæmi inn í liðið en hann var mjög sterkur eftir að hann kom inn á sem varamaður gegn Tottenham. Innkoma Naby var frekar óvænt en hann hafði ekki verið í byrjunarliðinu frá því í fyrri Evrópuleiknum á móti Bayern München.
Southampton hefur verið að styrkjast síðustu vikur og lagað stöðu sína í fallbaráttunni. Það var því ekki óvænt að Southampton byrjaði leikinn af krafti og á 9. mínútu náði liðið forystu. Sending kom inn í vítateginn frá vinstri. Pierre-Emile Højbjerg framlengdi sendinguna með því að skalla boltann aftur fyrir sig. Boltinn féll fyrir fætur Shane Long sem var óvaldaður utan við markteiginn. Hann tók boltann niður og skoraði með föstu skoti neðst hornið.
Liverpool fékk færi á að jafna á 15. mínútu þegar Sadio Mané átti skalla af stuttu færi sem markmaður Southampton varði. Naby Keita náði frákastinu en skot hans fór framhjá. Liverpool átti lengi vel í vandræðum en smá saman náði liðið betri tökum á leiknum. Það gekk þó ekki vel að skapa færi en loksins á 36. mínútu gafst færi. Eftir þunga sókn sendi Trent Alexander-Arnold fyrir frá hægri á Naby sem náði að skalla að marki. Angus Gunn hafði hendur á boltanum en náði ekki að verja og inn fór boltinn. Naby fagnaði innilega enda búinn að bíða lengi eftir að ná að skora fyrir Liverpool.
Líkt og í fyrri hálfleik voru heimamenn ákveðnari framan af hálfleiknum og áttu nokkrar ógnandi sóknir án þess þó að fá hættuleg færi. Liverpool átti að fá víti á 57. mínútu þegar Naby var augljóslega felldur inni í vítateginum en ekkert var dæmt. Tveimur mínútum seinna eða svo gerði Jürgen Klopp tvöfalda skiptingu. Georginio Wijnaldum og Trent voru teknir af velli en í þeirra stað komu James Milner og Jordan Henderson. Þeir félagar mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og þá sérstaklega Jordan. Í kjölfarið náði Liverpool yfirhöndinni í leiknum en færin létu á sér standa.
Þegar tíu mínútur voru eftir fékk Southampton horn. Vörn Liverpool varðist vel og boltinn barst út fyrir vítateginn þar sem Jordan skallaði fram á völlinn. Moahmed Salah fékk boltann við miðjubogann á sínum vallarhelminngu og tók á rás. Hann rauk upp að vítateig Southampton og þaðan skaut hann boltanum út í hægra hornið. Allt sprakk af fögnuði þegar boltinn þandi netmöskvana fyrir framan stuðningsmenn Liverpool. Magnað mark hjá Egyptanum! Sex mínútum seinna var enn meiri fögnuður hjá stuðningsmönnum Liverpool. Virgil van Dijk sendi langa sendingu fram frá eigin vítateig fram á Roberto Firmino sem fékk boltann í hinum vítateignum. Hann fór upp að endamörkum hægra megin, lék á varnarmann og sendi fyrir markið á Jordan Henderson sem smellti boltanum í markið af stuttu færi. Gleði fyrirliðans var ósvikin enda var þetta fyrsta mark hans á leiktíðinni og allir vissu að það hefði gulltryggt sigur og toppsætið.
Líkt og í mörgum síðustu leikja þurfti Liverpol að taka verulega á því til að ná sigri. En þó svo sumir telji að Liverpool hafi ekki spilað vel í síðustu leikjum þá hafa þeir unnist og liðið hefur sýnt mikinn sigurvilja og skapstyrk. Þeir kostir hafa komið Liverpool í efsta sætið enn á ný!
Southampton: Gunn, Yoshida, Vestergaard (Austin 83. mín.), Bednarek, Valery, Romeu (Armstrong 83. mín.), Hojbjerg, Ward-Prowse, Bertrand, Redmond og Long (Sims 61. mín.). Ónotaðir varamenn: McCarthy, Stephens, Gallagher og Targett.
Mark Southampton: Shane Long (9. mín.).
Gul spjöld: Jan Bednarek og Ryan Bertrand.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Henderson 59. mín.), Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Wijnaldum (Milner 59. mín.), Keita (Lovren 88. mín.), Mane, Salah og Firmino. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Moreno, Shaqiri og Origi.
Mörk Liverpool: Naby Keita (36. mín.), Mohamed Salah (80. mín.) og Jordan Henderson (86. mín.).
Gul spjöld: Moahmed Salah, Andrew Robertson, Jordan Henderson og Sadio Mané.
Áhorfendur á St Mary´s: 31.797.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Fyrirliðinn þótti ekki spila nógu vel í síðasta leik og var skipt af velli. En í þessum leik lék hann lykilhlutverk eftir að hann kom inn á sem varamaður. Hann lék frábærlega og dró liðið áfram til sigurs. Hann lagði upp mark Mohamed Salah og skoraði svo sjálfur!
Jürgen Klopp: Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur. Skipulagið hjá Southampton hefur verið mjög gott. Við skoruðum tvö dásamleg mörk. Það er mikil spenna hjá öllum á þessari leiktíð. Við áttum kost á að gera tvær mjög góðar skiptingar og þeir Milner og Henderson hjálpuðu mikið til. Þeir voru mikilvægir með því að koma grimmir til leiks. Maður sá að þeir dógu strákana áfram.
Fróðleikur
- Naby Keita skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Moahmed Salah skoraði 21. mark sitt á leiktíðinni.
- Jordan Henderson opnaði markareikning sinn á keppnistímabilinu.
- Markið hans Mohamed var 50. deildarmarkið sem hann skorar fyrir Liverpool. Mörkin 50 hefur hann skorað í 69 leikjum sem er félagsmet. Fernando Torres átti gamla metið sem var 72 leikir.
- Alls hefur Mohamed skorað 65 mörk í öllum keppnum fyrir Liverpool í 95 leikjum.
- Markið sem Shane Long skoraði er það 5.000 sem Liverpool fær á sig í efstu deild í sögunni.
- Georginio Wijnaldum spilaði sinn 130. leik með Liverpool. Hann er búinn að skora tíu mörk.
- Liverpool er með 82 stig og hefur aldrei verið með fleiri stig eftir 33 leiki í efstu deild.
Hér er viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan