| Sf. Gutt
TIL BAKA
Gott nesti fyrir seinni leikinn
Liverpool náði góðu nesti fyrir seinni leikinn við Porto með góðum 2:0 sigri á Anfield. Liverpool á því góða möguleika á að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar annað árið í röð.
Jürgen Klopp kom á óvart með liðsvali sínu því hann setti Dejan Lovren við hliðina á Virgil van Dijk í hjarta varnarinnar. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Dejan með Liverpool frá því í janúar. Joël Matip fékk sæti á bekknum og kannski kækomna hvíld. Naby Keita hélt stöðu sinni á miðjunni. Andrew Robertson var í leikbanni og James Milner leysti hann af sem vinstri bakvörður. Georginio Wijnaldum var eitthvað stirður og var hafður á bekknum. Hollendingurinn er búinn að spila mikið á leiktíðinni og það er gott að geta hvílt hann.
Liverpool fékk óskabyrjun eftir aðeins fimm mínútur. James sendi frábæra sendingu út til vinstri á Sadio Mané sem gaf á Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn var snöggur að hugsa og renndi boltanum út á Naby Keita sem skaut að marki rétt utan við vítateiginn. Boltinn fór í markið án þess að Iker Casillas kæmi vörnum við. Það kom Naby vel að boltinn fór í einn leikmann Poto og breytti verulega um stefnu á leiðinni. Gíneíu maðurinn er nú allt í einu kominn með tvö mörk í tveimur leikjum eftir erfiða byrjun hjá Liverpool.
Liverpool tók völdin eftir markið og eftir rúmlega 20 mínútur komst Mohamed Salah inn í sendingu aftur á markmanninn. Hann lék á varnarmann við vítateiginn og læddi boltanum framhjá Iker sem kom út á móti honum en boltinn fór rétt framhjá færstönginni. Þarna munaði litlu en á 26. mínútu fór boltinn í mark Porto. Jordan Henderson sendi inn í vítateiginn hægra megin. Þangað var Trent Alexander-Arnold mættur til að senda boltann þvert fyrir markið á Roberto Firmino sem skoraði af miklu öryggi af stuttu færi.
Nú fóru stuðningsmenn Liverpool kannski að hugsa til þess að Liverpool vann 0:5 í Portúgal í fyrra. En Porto er með betra lið á þessari leiktíð. Ekki löngu eftir markið komst Moussa Marega inn í vítateiginn en Alisson Becker varði vel með fætinum. Moussa ógnaði svo aftur en Alisson sá aftur við honum. Staðan góð í hálfleik.
Strax í byrjun síðari hálfleiks átti Jordan sendingu á Sadio með skoraði örugglega en var snarlega dæmdur rangstæður. Það mátti litlu muna en myndbandsskoðun sýndi að rétt var dæmt. Liverpool hafði alltaf undirtökin en Porto reyndi reglulega á vörn Liverpool og á 69. mínútu átti Moussa skot sem Alisson varði. Litlu fyrr var skoti Mohamed bjargað eftir hraða sókn.
Liverpool hægði á ferðinni á lokakaflanum og líklega var hugmyndin að spara orku fyrir komandi leiki. Þetta gekk eftir. Moussa ógnaði reyndar enn einu sinni þegar tíu mínútur lifðu en hann skaut framhjá eftir að hafa komist inn í vítateiginn vinstra megin. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu í leikslok góðum sigri og góðu nesti fyrir Portúgalsferðina í næstu viku. Nestið á að vera nóg en liðið þarf að spila vel og varast að hleypa Porto inn í viðureignina.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Milner, Fabinho, Henderson, Keita, Salah, Firmino (Sturridge 81. mín.) og Mane (Origi 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Gomez, Matip, Wijnaldum og Shaqiri.
Mörk Liverpool: Naby Keita (5. mín.) og Roberto Firmino (26. mín.).
Porto: Casillas, Maxi Pereira (Fernando 77. mín.), Felipe, Militao, Telles, Corona, Danilo, Torres (Costa 73. mín.), Otavio, Marega og Soares (Brahimi 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Vana, Leite, Hernani og Andre Pereira.
Gul spjöld: Tiquinho Soares og Felipe.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.465.
Maður leiksins: Naby Keita. Malí maðurinn er að ná sér á strik. Fyrir utan að skora þá var hann áræðinn og sókndjarfur. Það gæti komið sér vel í lokaleikjum leiktíðarinnar að Naby sé að komast í gang.
Jürgen Klopp: Við erum ánægðir. Þetta var bara fyrri leikurinn og sá seinni verður erfiður. Við skoruðum tvö mörk og stjórnuðum leiknum lengst af.
- Naby Keita skoraði annan leikinn í röð og er nú allt í einu kominn með tvö mörk fyrir Liverpool.
- Roberto Firmino skoraði 15. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 20. leikur Porto á Englandi. Liðið hefur aldrei unnið leik þar.
- Jürgen Klopp stýrði liði til sigurs í 400. sinn á ferli sínum sem framkvæmdastjóri.
Hér er myndbrot frá blaðamannafundi Jürgen Klopp eftir leikinn.
Jürgen Klopp kom á óvart með liðsvali sínu því hann setti Dejan Lovren við hliðina á Virgil van Dijk í hjarta varnarinnar. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Dejan með Liverpool frá því í janúar. Joël Matip fékk sæti á bekknum og kannski kækomna hvíld. Naby Keita hélt stöðu sinni á miðjunni. Andrew Robertson var í leikbanni og James Milner leysti hann af sem vinstri bakvörður. Georginio Wijnaldum var eitthvað stirður og var hafður á bekknum. Hollendingurinn er búinn að spila mikið á leiktíðinni og það er gott að geta hvílt hann.
Liverpool fékk óskabyrjun eftir aðeins fimm mínútur. James sendi frábæra sendingu út til vinstri á Sadio Mané sem gaf á Roberto Firmino. Brasilíumaðurinn var snöggur að hugsa og renndi boltanum út á Naby Keita sem skaut að marki rétt utan við vítateiginn. Boltinn fór í markið án þess að Iker Casillas kæmi vörnum við. Það kom Naby vel að boltinn fór í einn leikmann Poto og breytti verulega um stefnu á leiðinni. Gíneíu maðurinn er nú allt í einu kominn með tvö mörk í tveimur leikjum eftir erfiða byrjun hjá Liverpool.
Liverpool tók völdin eftir markið og eftir rúmlega 20 mínútur komst Mohamed Salah inn í sendingu aftur á markmanninn. Hann lék á varnarmann við vítateiginn og læddi boltanum framhjá Iker sem kom út á móti honum en boltinn fór rétt framhjá færstönginni. Þarna munaði litlu en á 26. mínútu fór boltinn í mark Porto. Jordan Henderson sendi inn í vítateiginn hægra megin. Þangað var Trent Alexander-Arnold mættur til að senda boltann þvert fyrir markið á Roberto Firmino sem skoraði af miklu öryggi af stuttu færi.
Nú fóru stuðningsmenn Liverpool kannski að hugsa til þess að Liverpool vann 0:5 í Portúgal í fyrra. En Porto er með betra lið á þessari leiktíð. Ekki löngu eftir markið komst Moussa Marega inn í vítateiginn en Alisson Becker varði vel með fætinum. Moussa ógnaði svo aftur en Alisson sá aftur við honum. Staðan góð í hálfleik.
Strax í byrjun síðari hálfleiks átti Jordan sendingu á Sadio með skoraði örugglega en var snarlega dæmdur rangstæður. Það mátti litlu muna en myndbandsskoðun sýndi að rétt var dæmt. Liverpool hafði alltaf undirtökin en Porto reyndi reglulega á vörn Liverpool og á 69. mínútu átti Moussa skot sem Alisson varði. Litlu fyrr var skoti Mohamed bjargað eftir hraða sókn.
Liverpool hægði á ferðinni á lokakaflanum og líklega var hugmyndin að spara orku fyrir komandi leiki. Þetta gekk eftir. Moussa ógnaði reyndar enn einu sinni þegar tíu mínútur lifðu en hann skaut framhjá eftir að hafa komist inn í vítateiginn vinstra megin. Stuðningsmenn Liverpool fögnuðu í leikslok góðum sigri og góðu nesti fyrir Portúgalsferðina í næstu viku. Nestið á að vera nóg en liðið þarf að spila vel og varast að hleypa Porto inn í viðureignina.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Milner, Fabinho, Henderson, Keita, Salah, Firmino (Sturridge 81. mín.) og Mane (Origi 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Gomez, Matip, Wijnaldum og Shaqiri.
Mörk Liverpool: Naby Keita (5. mín.) og Roberto Firmino (26. mín.).
Porto: Casillas, Maxi Pereira (Fernando 77. mín.), Felipe, Militao, Telles, Corona, Danilo, Torres (Costa 73. mín.), Otavio, Marega og Soares (Brahimi 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Vana, Leite, Hernani og Andre Pereira.
Gul spjöld: Tiquinho Soares og Felipe.
Áhorfendur á Anfield Road: 52.465.
Maður leiksins: Naby Keita. Malí maðurinn er að ná sér á strik. Fyrir utan að skora þá var hann áræðinn og sókndjarfur. Það gæti komið sér vel í lokaleikjum leiktíðarinnar að Naby sé að komast í gang.
Jürgen Klopp: Við erum ánægðir. Þetta var bara fyrri leikurinn og sá seinni verður erfiður. Við skoruðum tvö mörk og stjórnuðum leiknum lengst af.
Fróðleikur
- Naby Keita skoraði annan leikinn í röð og er nú allt í einu kominn með tvö mörk fyrir Liverpool.
- Roberto Firmino skoraði 15. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var 20. leikur Porto á Englandi. Liðið hefur aldrei unnið leik þar.
- Jürgen Klopp stýrði liði til sigurs í 400. sinn á ferli sínum sem framkvæmdastjóri.
Hér er myndbrot frá blaðamannafundi Jürgen Klopp eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan