| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool tekur á móti Chelsea á Anfield á sunnudaginn. Það er auðvitað ekkert annað en sigur sem kemur til greina, en Chelsea virðist vera að ná sér á strik - sem eru ekki góðar fréttir fyrir okkur.
Ég veit ekki hvaða bölmóður er í mér, en ég hef haft áhyggjur af þessum leik í nokkrar vikur. Einhvernveginn held ég að þetta verði leikurinn sem við töpum.......það eina sem hægt er að hugga sig við er að verri spámenn en ég eru vandfundnir. Að því sögðu hef ég reyndar líka haldið það lengi að Crystal Palace leikurinn á sunnudaginn verði eini leikurinn sem City mun tapa á lokasprettinum...........vonandi klikkar sú spá ekki.
Þetta er sannarlega stórleikur í öllum skilningi. Liverpool verður að vinna, til að halda áfram í baráttunni um að vinna deildina og Chelsea má alls ekki við því að missa stig í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Chelsea er sem stendur í 3.sæti með 66 stig, með tveggja stiga forystu á Tottenham í 4. sætinu, þriggja stiga forskot á Arsenal og fjögurra stiga forskot á Manchester United. Öll þau lið eiga hinsvegar einn leik til góða á Chelsea, þannig að lærisveinar Sarri mega alls ekki við því að misstíga sig á sunnudaginn.
Ég veit ekki hvaða bölmóður er í mér, en ég hef haft áhyggjur af þessum leik í nokkrar vikur. Einhvernveginn held ég að þetta verði leikurinn sem við töpum.......það eina sem hægt er að hugga sig við er að verri spámenn en ég eru vandfundnir. Að því sögðu hef ég reyndar líka haldið það lengi að Crystal Palace leikurinn á sunnudaginn verði eini leikurinn sem City mun tapa á lokasprettinum...........vonandi klikkar sú spá ekki.
Þetta er sannarlega stórleikur í öllum skilningi. Liverpool verður að vinna, til að halda áfram í baráttunni um að vinna deildina og Chelsea má alls ekki við því að missa stig í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Chelsea er sem stendur í 3.sæti með 66 stig, með tveggja stiga forystu á Tottenham í 4. sætinu, þriggja stiga forskot á Arsenal og fjögurra stiga forskot á Manchester United. Öll þau lið eiga hinsvegar einn leik til góða á Chelsea, þannig að lærisveinar Sarri mega alls ekki við því að misstíga sig á sunnudaginn.
Sarri og Klopp hafa mikið álit hvor á öðrum. Í 1-1 jafnteflinu á Stamford Bridge í október fór afar vel á með þeim og þeir jusu hvorn annan lofi í fjölmiðlum bæði fyrir og eftir leik. Það hefur þó gengið töluvert betur hjá Klopp í vetur, Liverpool er í bullandi toppbaráttu með 16 stiga forskot á Chelsea. Eftir gott gengi framan af hefur Sarri hinsvegar átt frekar erfitt uppdráttar og á tímabili held ég að stóllinn hans hafi verið orðinn ansi heitur, en það er aðeins að rofa til hjá honum núna.
Það er vitanlega ekkert til að slá á mínar áhyggjur af leiknum á sunnudaginn, að Chelsea hefur verið að ná áttum síðustu vikurnar. Liðið hefur unnið síðustu fjóra leiki ágætlega sannfærandi og þeirra langbesti maður, Eden Hazard, er í feikna formi. Það eru fáir leikmenn í deildinni sem maður hræðist jafn mikið og Hazard á góðum degi og alveg ljóst að Trent mun hafa nóg fyrir stafni á sunnudaginn.
Þá hefur gengi Liverpool gegn Chelsea frá því að Klopp kom til sögunnar alls ekki verið gott. Liverpool hefur unnið tvo leiki af átta og hefur ekki enn náð að leggja Chelsea á Anfield. Reyndar þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna sigurleik gegn Chelsea á Anfield, sem er mögnuð staðreynd.
Það er vitanlega ekkert til að slá á mínar áhyggjur af leiknum á sunnudaginn, að Chelsea hefur verið að ná áttum síðustu vikurnar. Liðið hefur unnið síðustu fjóra leiki ágætlega sannfærandi og þeirra langbesti maður, Eden Hazard, er í feikna formi. Það eru fáir leikmenn í deildinni sem maður hræðist jafn mikið og Hazard á góðum degi og alveg ljóst að Trent mun hafa nóg fyrir stafni á sunnudaginn.
Þá hefur gengi Liverpool gegn Chelsea frá því að Klopp kom til sögunnar alls ekki verið gott. Liverpool hefur unnið tvo leiki af átta og hefur ekki enn náð að leggja Chelsea á Anfield. Reyndar þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna sigurleik gegn Chelsea á Anfield, sem er mögnuð staðreynd.
Einhverjir svartir sauðir úr hópi stuðningsmanna urðu sér til minnkunar með ósæmilegu myndbandi á samfélagsmiðlum í vikunni, þar sem Mo Salah verður enn eina ferðina fyrir fordómum vegna kynþáttar síns. Þetta er orðið afskaplega þreytt hjá enskum fótboltabullum og hlýtur að taka sinn toll af okkar manni. Það verður þó að hrósa forráðamönnum Chelsea fyrir vasklega framgöngu í málinu, en umræddir stuðningsmenn eru komnir í bann hjá félaginu. Klopp vildi lítið ræða málið á blaðamannafundi í dag, benti réttilega á að ekki ætti að veita svona fólki of mikla athygli. Þá væri tilgangi þeirra náð. Höfum þessvegna ekki fleiri orð um það. Að sinni a.m.k.
Joe Gomez og Oxlade-Chamberlain eru að verða klárir, Gomez var á bekknum í síðasta leik en er ekki klár í byrjunarlið ennþá. Klopp sagði í dag að það væri frábært að eiga hann inni á lokametrunum. Það er svo sannarlega rétt. Vonandi sjáum við eitthvað til Ox líka. Aðrir leikmenn eru held ég klárir í leikinn.
Hjá Chelsea er það helst að frétta að Danny Drinkwater lenti í smá vandræðum með sjálfan sig um helgina. Hann verður ekki með og svo er Cahill frá líka, ég held að restin sé klár.
Þetta verður svakalegur leikur, það er engin spurning. Eins og ég kom inná áðan er ég hrikalega lélegur spámaður og spái þessvegna fúlu tapi. Líklega 1-3.
Ég vil samt taka það fram að ég á afmæli á sunnudaginn og á auðvitað bara eina ósk. Liverpool sigur, þetta er ekki flókið líf. Ekki væri verra ef Crystal Palace myndi skella City líka. Það yrði fullkominn dagur.
YNWA!
Joe Gomez og Oxlade-Chamberlain eru að verða klárir, Gomez var á bekknum í síðasta leik en er ekki klár í byrjunarlið ennþá. Klopp sagði í dag að það væri frábært að eiga hann inni á lokametrunum. Það er svo sannarlega rétt. Vonandi sjáum við eitthvað til Ox líka. Aðrir leikmenn eru held ég klárir í leikinn.
Hjá Chelsea er það helst að frétta að Danny Drinkwater lenti í smá vandræðum með sjálfan sig um helgina. Hann verður ekki með og svo er Cahill frá líka, ég held að restin sé klár.
Þetta verður svakalegur leikur, það er engin spurning. Eins og ég kom inná áðan er ég hrikalega lélegur spámaður og spái þessvegna fúlu tapi. Líklega 1-3.
Ég vil samt taka það fram að ég á afmæli á sunnudaginn og á auðvitað bara eina ósk. Liverpool sigur, þetta er ekki flókið líf. Ekki væri verra ef Crystal Palace myndi skella City líka. Það yrði fullkominn dagur.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan