| Sf. Gutt
Liverpool v Huddersfield Town
Það er farið að hylla undir endamarkið í kapphlaupinu um Englandsmeistaratitilinn. Nú eiga Liverpool og Manchester City eftir þrjá leiki og málið er einfalt. Samt getur margt gerst í þeim sex leikjum sem liðin eiga eftir!
Það sem er einfalt í stöðunni er að ef Mnchester City vinnur sína þrjá leiki verður liðið Englandsmeistari. En verði Englands- og Deildarbikarmeisturunum á getur Liverpool skákað þeim. En til þess þarf Liverpoool að vinna sína leiki og það er ekki sjálfgefið. City hefur svarað öllum atlögum Liverpool og nú síðast unnu þeirra grannaslaginn í Manchester sem stuðningsmenn Liverpool höfðu vonast eftir að yrði þeim erfiðari en raunin varð á.
Best er að hugsa um einn leik í einu og næsta verkefni hjá Liverpool er að takast á við Huddersfield Town á Anfield Road í kvöld. Tígrarnir féllu fyrir nokkrum umferðum eftir að hafa náð að halda sæti sínu á síðasta keppnistímabili. Segja mætti að það hafi verið býsna mikið afrek hjá liðinu að halda sæti sínu í efstu deild í tvær leiktíðir. Huddersfield er ekki stór borg og líklega héldu felstir að liðið myndi falla strax. En liðið hefur átt mjög erfitt alla þessa leiktíð og fall varð ekki umflúið.
Slæmt gengi liðsins kostaði David Wagner starfið. Þeir fóstbræður Jürgen Klopp og David geta því ekki átt stund saman fyrir og eftir leik í kvöld. David vann kraftaverk með því að koma Huddersfield Town upp í efstu deild og það hefur verið ævintýri fyrir stuðningsmenn liðsins að fylgja því síðustu þrjár leiktíðir. Kannski vita það ekki margir að félagið á glæsta sögu og varð fyrst allra til að verða Englandsmeistari þrjár leiktíðir í röð 1923/24, 1924/25 og 1925/26.
Fyrir utan að berjast um deildartitilinn þá Liverpool er ennþá með í Meistaradeildinni og risaleikir gegn Barcelona bíða. Fyrri leikurinn fer fram næsta miðvikudag og hugsanlega verða einhverjar breytingar gerðar á liðinu. Það er alls ekki útilokað að einhverjir leikmenn verði hvíldir í kvöld. Liverpool má þó alls ekki misstíga sig og því verður að senda sterkt lið til leiks þó verið sé að spila á móti fallliði.
Liverpool nær toppsætinu með því að vinna 4:0 á Anfield í kvöld. Mohamed Salah tvö, Sadio Mané og Jordan Henderson skora mörkin sem halda Liverpool með í baráttunni um enska meistaratitilinn. Baráttan heldur áfram og Liverpool mun ekki gefa eftir fyrr en yfir lýkur!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Huddersfield Town
Það er farið að hylla undir endamarkið í kapphlaupinu um Englandsmeistaratitilinn. Nú eiga Liverpool og Manchester City eftir þrjá leiki og málið er einfalt. Samt getur margt gerst í þeim sex leikjum sem liðin eiga eftir!
Það sem er einfalt í stöðunni er að ef Mnchester City vinnur sína þrjá leiki verður liðið Englandsmeistari. En verði Englands- og Deildarbikarmeisturunum á getur Liverpool skákað þeim. En til þess þarf Liverpoool að vinna sína leiki og það er ekki sjálfgefið. City hefur svarað öllum atlögum Liverpool og nú síðast unnu þeirra grannaslaginn í Manchester sem stuðningsmenn Liverpool höfðu vonast eftir að yrði þeim erfiðari en raunin varð á.
Best er að hugsa um einn leik í einu og næsta verkefni hjá Liverpool er að takast á við Huddersfield Town á Anfield Road í kvöld. Tígrarnir féllu fyrir nokkrum umferðum eftir að hafa náð að halda sæti sínu á síðasta keppnistímabili. Segja mætti að það hafi verið býsna mikið afrek hjá liðinu að halda sæti sínu í efstu deild í tvær leiktíðir. Huddersfield er ekki stór borg og líklega héldu felstir að liðið myndi falla strax. En liðið hefur átt mjög erfitt alla þessa leiktíð og fall varð ekki umflúið.
Slæmt gengi liðsins kostaði David Wagner starfið. Þeir fóstbræður Jürgen Klopp og David geta því ekki átt stund saman fyrir og eftir leik í kvöld. David vann kraftaverk með því að koma Huddersfield Town upp í efstu deild og það hefur verið ævintýri fyrir stuðningsmenn liðsins að fylgja því síðustu þrjár leiktíðir. Kannski vita það ekki margir að félagið á glæsta sögu og varð fyrst allra til að verða Englandsmeistari þrjár leiktíðir í röð 1923/24, 1924/25 og 1925/26.
Fyrir utan að berjast um deildartitilinn þá Liverpool er ennþá með í Meistaradeildinni og risaleikir gegn Barcelona bíða. Fyrri leikurinn fer fram næsta miðvikudag og hugsanlega verða einhverjar breytingar gerðar á liðinu. Það er alls ekki útilokað að einhverjir leikmenn verði hvíldir í kvöld. Liverpool má þó alls ekki misstíga sig og því verður að senda sterkt lið til leiks þó verið sé að spila á móti fallliði.
Liverpool nær toppsætinu með því að vinna 4:0 á Anfield í kvöld. Mohamed Salah tvö, Sadio Mané og Jordan Henderson skora mörkin sem halda Liverpool með í baráttunni um enska meistaratitilinn. Baráttan heldur áfram og Liverpool mun ekki gefa eftir fyrr en yfir lýkur!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan