| Sf. Gutt
Mörk Liverpool: Naby Keita (81. mín.), Sadio Mané (23. og 66. mín.) og (45. og 83. mín.).
Huddersfield Town: Lossl, Smith, Kongolo, Schindler, Stankovic (Pritchard 81. mín.), Durm, Hogg, Bacuna, Grant, Mbenza (Kachunga 88. mín.) og Mounie (Lowe 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Coleman, Diakhaby, Jorgensen og Daly.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.249.
Maður leiksins: Andrew Robertson. Skotinn sýndi enn einu sinni stórleik. Hann var látlaust á ferðinni með sínum kraftmiklu hlaupum og í þetta skiptið gerði hann sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk. Það er langt síðan Liverpool hefur átt jafn góðan bakvörð!
Jürgen Klopp: Við erum ánægðir með þau stig sem við höfum náð og núna förum við að einbeita okkur að næsta leik. Við vinnum eftir áætlun sem virkar vel. Með henni reynum við að koma mótherjum okkar í vandræði með því að leggja hart að okkur.
- Liverpoool fór í efsta sæti deildarinnar með 91 stig.
- Naby Keita skoraði þriðja mark sitt á keppnistímabilinu.
- Markið skoraði hann eftir 15 sekúndur og er næst sneggsta mark í sögu Liverpool. Paul Walsh skoraði eftir 14 sekúndur í 3:0 sigri á West Ham United í ágúst 1984.
- Sadio Mane er kominn með 24 mörk á sparktíðinni. Hann hefur aldrei skorað fleiri á einni sparktíð hjá Liverpool.
- Mohamed Salah er nú kominn með 25 mörk á leiktíðinni.
- Alls hefur hann nú leikið 100 leiki með Liverpool og skorað 69 mörk.
- Mohamed er nú markahæstur í deildinni með 21 mark. Sadio er annar með 20 mörk.
- Eftir mörkin fimm í kvöld hefur Liverpool skorað 100 mörk á keppnistímabilinu.
- Alisson Becker hélt hreinu í 20. sinn í deildinni.
- Alex Oxlade-Chamberlain lék sinn fyrsta leik í heilt ár og tvo daga.
Hér má sjá viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
TIL BAKA
Léttur stórsigur!
Liverpool vann í kvöld léttan 5:0 stórsigur á fallliði Huddersfield Town og náði um leið forystu í deildinni. Nú er að sjá hverju Manchester City svarar þessu þegar meistararnir mæta Burnely á sunnudaginn.
Jürgen Klopp varð að breyta liðinu því Roberto Firmino var tognaður í nára. Daniel Sturridge kom inn í liðið í stað Roberto eftir langt hlé. Dejan Lovren var settur í vörnina en það kom ekki til af meiðslum. Það var gleðilegt að sjá Alex Oxlade-Chamberlain á bekknum en hann eitt ár og tveir dagar voru frá því að hann meiddist. Fyrir leikinn var Tommy Smith fyrrum leikmanns Liverpool minnst með lófataki og einnar mínútu þögn.
Huddersfield hóf leikinn og boltinn var sendur aftur á markmanninn Jonas Lossl. Hann sendi fram á varnarmann en sá fékk ekki frið. Naby Keita réðst á hann og vann boltann sem fór til Mohamed Salah. Hann sendi boltann eldsnöggt á Naby sem hafði tekið hlaup fram á við. Naby fékk boltann rétt við innan við vítateigslínuna og skoraði neðst í vinstra hornið í stöng og inn. Klukkan sýndi 15 sekúndur! Draumabyrjun með næst sneggsta marki í sögu Liverpool og stuðningsmennirnir fögnuðu ógurlega!
Þvert á það sem margir hefði kannski haldið þá voru gestirnir brattir næstu mínútur og sóttu af krafti en án þess að fá færi. Virgil van Dijk skallaði rétt yfir eftir horn eftir um stundarfjórðung og eftir það átti Liverpool leikinn með húð og hári. Á 23. mínútu átti Andrew Robertson frábæra fyrirgjöf frá vinstri beint á Sadio Mané sem skallaði fallega í markið. Glæsilega gert.
Á 43. mínútu hefði Jordan Henderson átt að skora en hann skaut yfir úr vítateginum eftir snögga sókn. Það var komið fram í viðbótartíma fyrri hálfleiks þegar Mohamed Salah gerði út um leikinn. Trent Alexander-Arnold snedi langa sendingu fram frá miðjulínunni. Mohamed stakk sér í gegn og lyfti boltanum snyrtilega yfir Jonas sem kom út á móti honum. Vel gert á Egyptanum!
Liverpool hóf síðari hálfleikinn vel og eftir fjórar mínútur hefði Liverpool átt að skora. Sadio Mané lyfti boltanum þá yfir autt markið en markmaður Huddersfield var kominn langt út úr markinu. Sex mínútum seinna átti Huddersfield eina skot sitt á rammann í leiknum en Alisson Becker varði vel langskot frá Juninho Bacuna. Á 62. mínútu tók Mohamed boltann glæsilega niður við vítateiginn, lék á varnarmann en fast skot hans fór í hliðarnetið. Falleg tilþrif.
Fjórum mínútum seinna sendi Jordan góða sendingu inn í vítateiginn á Sadio Máne sem skallaði í markið í annað sinn í leiknum. Senegalinn er búinn að vera alveg magnaður á leiktíðinni og hefur aldrei skorað jafn mörg mörk. Á 73. mínútu risu áhorfendur úr sætum og fögnuðu endurkomu Alex Oxlade-Chamberlain. Xherdan Shaqiri kom líka inn á og langt er um liðið frá því hann fékk svona langan spilatíma. Tveimur mínútum eftir að Alex kom til leiks var hann næstum búinn að skora eftir frábært samspil en Jonas náði að verja frá honum af stuttu færi. Xherdan átti svo rétt á eftir frábæra fyrirgjöf á Sadio en fastur skalli hans fór í stöng.
Á 83. mínútu kom fimmta markið sem yfirburðir Liverpool verðskulduðu. Xherdan átti snjalla sendingu inn fyrir vörnina vinstra megin. Andrew var mættur á svæðið og renndi boltanum fyrir markið þar sem Mohamed skoraði dauðafrír af stuttu færi fyrir framan The Kop!
Léttur stórsigur sen hefði hæglega getað verið stærri. Liverpool lék frábærlega og sýndi að liðið ætlar ekki að gefa þumlung eftir í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn fyrr en yfir lýkur. Áfram með smjörið!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Gomez 88. mín.), Lovren, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum (Shaqiri 73. mín.), Henderson, Keita, Mane, Salah og Sturridge (Oxlade-Chamberlain 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Milner, Origi og Matip.
Jürgen Klopp varð að breyta liðinu því Roberto Firmino var tognaður í nára. Daniel Sturridge kom inn í liðið í stað Roberto eftir langt hlé. Dejan Lovren var settur í vörnina en það kom ekki til af meiðslum. Það var gleðilegt að sjá Alex Oxlade-Chamberlain á bekknum en hann eitt ár og tveir dagar voru frá því að hann meiddist. Fyrir leikinn var Tommy Smith fyrrum leikmanns Liverpool minnst með lófataki og einnar mínútu þögn.
Huddersfield hóf leikinn og boltinn var sendur aftur á markmanninn Jonas Lossl. Hann sendi fram á varnarmann en sá fékk ekki frið. Naby Keita réðst á hann og vann boltann sem fór til Mohamed Salah. Hann sendi boltann eldsnöggt á Naby sem hafði tekið hlaup fram á við. Naby fékk boltann rétt við innan við vítateigslínuna og skoraði neðst í vinstra hornið í stöng og inn. Klukkan sýndi 15 sekúndur! Draumabyrjun með næst sneggsta marki í sögu Liverpool og stuðningsmennirnir fögnuðu ógurlega!
Þvert á það sem margir hefði kannski haldið þá voru gestirnir brattir næstu mínútur og sóttu af krafti en án þess að fá færi. Virgil van Dijk skallaði rétt yfir eftir horn eftir um stundarfjórðung og eftir það átti Liverpool leikinn með húð og hári. Á 23. mínútu átti Andrew Robertson frábæra fyrirgjöf frá vinstri beint á Sadio Mané sem skallaði fallega í markið. Glæsilega gert.
Á 43. mínútu hefði Jordan Henderson átt að skora en hann skaut yfir úr vítateginum eftir snögga sókn. Það var komið fram í viðbótartíma fyrri hálfleiks þegar Mohamed Salah gerði út um leikinn. Trent Alexander-Arnold snedi langa sendingu fram frá miðjulínunni. Mohamed stakk sér í gegn og lyfti boltanum snyrtilega yfir Jonas sem kom út á móti honum. Vel gert á Egyptanum!
Liverpool hóf síðari hálfleikinn vel og eftir fjórar mínútur hefði Liverpool átt að skora. Sadio Mané lyfti boltanum þá yfir autt markið en markmaður Huddersfield var kominn langt út úr markinu. Sex mínútum seinna átti Huddersfield eina skot sitt á rammann í leiknum en Alisson Becker varði vel langskot frá Juninho Bacuna. Á 62. mínútu tók Mohamed boltann glæsilega niður við vítateiginn, lék á varnarmann en fast skot hans fór í hliðarnetið. Falleg tilþrif.
Fjórum mínútum seinna sendi Jordan góða sendingu inn í vítateiginn á Sadio Máne sem skallaði í markið í annað sinn í leiknum. Senegalinn er búinn að vera alveg magnaður á leiktíðinni og hefur aldrei skorað jafn mörg mörk. Á 73. mínútu risu áhorfendur úr sætum og fögnuðu endurkomu Alex Oxlade-Chamberlain. Xherdan Shaqiri kom líka inn á og langt er um liðið frá því hann fékk svona langan spilatíma. Tveimur mínútum eftir að Alex kom til leiks var hann næstum búinn að skora eftir frábært samspil en Jonas náði að verja frá honum af stuttu færi. Xherdan átti svo rétt á eftir frábæra fyrirgjöf á Sadio en fastur skalli hans fór í stöng.
Á 83. mínútu kom fimmta markið sem yfirburðir Liverpool verðskulduðu. Xherdan átti snjalla sendingu inn fyrir vörnina vinstra megin. Andrew var mættur á svæðið og renndi boltanum fyrir markið þar sem Mohamed skoraði dauðafrír af stuttu færi fyrir framan The Kop!
Léttur stórsigur sen hefði hæglega getað verið stærri. Liverpool lék frábærlega og sýndi að liðið ætlar ekki að gefa þumlung eftir í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn fyrr en yfir lýkur. Áfram með smjörið!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (Gomez 88. mín.), Lovren, Van Dijk, Robertson, Wijnaldum (Shaqiri 73. mín.), Henderson, Keita, Mane, Salah og Sturridge (Oxlade-Chamberlain 73. mín.). Ónotaðir varamenn: Mignolet, Milner, Origi og Matip.
Mörk Liverpool: Naby Keita (81. mín.), Sadio Mané (23. og 66. mín.) og (45. og 83. mín.).
Huddersfield Town: Lossl, Smith, Kongolo, Schindler, Stankovic (Pritchard 81. mín.), Durm, Hogg, Bacuna, Grant, Mbenza (Kachunga 88. mín.) og Mounie (Lowe 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Coleman, Diakhaby, Jorgensen og Daly.
Áhorfendur á Anfield Road: 53.249.
Maður leiksins: Andrew Robertson. Skotinn sýndi enn einu sinni stórleik. Hann var látlaust á ferðinni með sínum kraftmiklu hlaupum og í þetta skiptið gerði hann sér lítið fyrir og lagði upp tvö mörk. Það er langt síðan Liverpool hefur átt jafn góðan bakvörð!
Jürgen Klopp: Við erum ánægðir með þau stig sem við höfum náð og núna förum við að einbeita okkur að næsta leik. Við vinnum eftir áætlun sem virkar vel. Með henni reynum við að koma mótherjum okkar í vandræði með því að leggja hart að okkur.
Fróðleikur
- Liverpoool fór í efsta sæti deildarinnar með 91 stig.
- Naby Keita skoraði þriðja mark sitt á keppnistímabilinu.
- Markið skoraði hann eftir 15 sekúndur og er næst sneggsta mark í sögu Liverpool. Paul Walsh skoraði eftir 14 sekúndur í 3:0 sigri á West Ham United í ágúst 1984.
- Sadio Mane er kominn með 24 mörk á sparktíðinni. Hann hefur aldrei skorað fleiri á einni sparktíð hjá Liverpool.
- Mohamed Salah er nú kominn með 25 mörk á leiktíðinni.
- Alls hefur hann nú leikið 100 leiki með Liverpool og skorað 69 mörk.
- Mohamed er nú markahæstur í deildinni með 21 mark. Sadio er annar með 20 mörk.
- Eftir mörkin fimm í kvöld hefur Liverpool skorað 100 mörk á keppnistímabilinu.
- Alisson Becker hélt hreinu í 20. sinn í deildinni.
- Alex Oxlade-Chamberlain lék sinn fyrsta leik í heilt ár og tvo daga.
Hér má sjá viðtal við Jürgen Klopp sem tekið var eftir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan