| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sá besti skipti sköpum!
Besti knattspyrnumaður samtímans skipti sköpum þegar Liverpool tapaði illa 3:0 fyrri undanúrslitaleik sínum við Barcelona í Meistaradeildinni. Annars spilaði Liverpool stórvel á köflum og hefði verðskuldað meira en þegar Lionel Messi er annars vegar má ekkert út af bera.
Roberto Firmino var ekki treyst til að byrja leikinn en hann var kominn á bekkinn eftir meiðsli. Joe Gomez var valinn í hægri bakvörð í stað Trent Alexander- Arnold og kom það nokkuð á óvart.
Leikmenn Liverpool sýndu engin hræðslumerki á Nou Camp í byrjun leiks og á fyrstu mínútum hefði vel getað fengist vítaspyrna eftir að varnarmaður hafði sótt hart að Sadio Mané. Ekki er ólíklegt að heimamenn hefðu fengið víti! Leikmenn Liverpool voru áræðnir og sóttu við hvert tækifæri.
Liverpool varð fyrir áfalli eftir um það bil 20 mínútur þegar Naby Keita meiddist á nára og varð að fara af velli. Jordan Henderson kom inn á í hans stað. Litlu síðar, á 26. mínútu skoruðu, heimamenn. Jordi Alba sendi frábæra sendingu inn á vítateiginn frá vinstri og stutt frá marki renndi Luis Suarez sér fram milli miðvarða Liverpool og kom boltanum í markið. Mark og það ekki úr óvæntri átt. Luis fagnaði innilega og þeir sem áttu von á hógværð af hans hendi þekkja hann ekki vel.
Liverpoool brotnaði ekki við þetta og eftir rúman hálftíma sendi Jordan góða sendinu fram á Sadio Mané er hann skaut hátt yfir markið úr góðri stöðu í vítateignum. Eitt mark skildi liðin í hálfleik.
Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og strax í byrjun átti James Milner gott skot sem Marc-André ter Stegen varði í horn. Nokkrum mínútum seinna kom Mohamed Salah sér í góða skotstöðu en aftur varði Þjóðverjinn í horn. Liverpool yfirspilaði spænsku meistarana og þegar um klukkutími var liðinn komst James í upplagt færi en skaut beint á Marc-André. Heimamenn voru orðnir órólegir.
En þegar stundarfjórðungur var eftir fór skyndilega allt á versta veg. Fabinho Tavarez náði að pikka boltanum frá Lionel við vítateiginn en í framhaldinu hrökk boltinn inn í vítateginn þar sem boltinn fór af Luis og í þverslána. Lionel var vel vakandi náði frákasinu og skoraði í autt markið. Mikið áfall eftir frábæran leikkafla Liverpool og enn versnaði það á 82. mínútu. Barcelona fékk aukaspyrnu hátt í 30 metra frá marki. Lionel tók miðið og þrumaði boltanum upp í vinkilinn. Reyndar strauk boltinn Joe Gomez á leiðinni og lyftist aðeins við það þannig að skotið varð óverjandi. Stórkostlegt mark hjá besta knattspyrnumanni samtímans!
Liverpool fór strax í sókn en skoti varamannsins Roberto Firmino af stuttu færi var bjargað á línu. Mohamed náði frákastinu en skot hans fór í stöng. Ótrúleg óheppni! Í viðbótartíma hefði staðan getað orðið enn verri en Ousmane Dembele hitti ekki boltann í dauðafæri eftir skyndisókn.
Staðan fyrir seinni leikinn á Anfield Road í næstu viku virðist vonlaus. En kraftar Anfield og í raun stórgóður leikur Liverpool í kvöld gefur von!
Barcelona: Ter Stegen, Sergi Roberto (Alena 90. mín.), Pique, Lenglet, Alba, Rakitic, Busquets, Vidal, Messi, Suarez (Dembele 90. mín.) og Coutinho (Semedo 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Cillessen, Arthur, Malcom og Umtiti.
Mörk Barcelona: Luis Suarez (26. mín.) og Lionel Messi (75. og 82. mín.).
Gul spjöld: Clément Lenglet, Luis Suarez og Jordi Alba.
Liverpool: Alisson, Gomez, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Milner (Origi 85. mín.), Wijnaldum (Firmino 78. mín.), Keita (Henderson 24. mín.), Mane og Salah. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lovren, Shaqiri og Alexander-Arnold.
Gult spjöld: Fabinho Tavarez.
Áhorfendur á Nou Camp: 98.299.
Maður leiksins: James Milner. Afinn í liðinu var magnaður. Barðist eins og ljón auk þess að vera tvívegis nærri því að skora. Frábær fyrirmynd fyrir alla knattspyrnumenn á öllum aldri!
Jürgen Klopp: Ég veit ekki hvort við getum spilað mikið betur. Þetta held að þetta hafi verið besti útileikur okkar í Meistaradeildinni. Ekki bara á þessu ári heldur líka því síðasta. Ég sagði strákunum að ég sé stoltur yfir því hvernig við spiluðum.
- Þetta var fyrsti tapleikur Liverpool í 19 leikjum.
- Þetta var fyrsta tap Liverpool á Nou Camp.
- Áður hafði Liverpool tvívegis unnið þar og get tvö jafntefli.
- Seinna mark Lionel Messi var 600. mark hans fyrir Barcelona. Það fyrsta skoraði hann 1. maí 2005.
Roberto Firmino var ekki treyst til að byrja leikinn en hann var kominn á bekkinn eftir meiðsli. Joe Gomez var valinn í hægri bakvörð í stað Trent Alexander- Arnold og kom það nokkuð á óvart.
Leikmenn Liverpool sýndu engin hræðslumerki á Nou Camp í byrjun leiks og á fyrstu mínútum hefði vel getað fengist vítaspyrna eftir að varnarmaður hafði sótt hart að Sadio Mané. Ekki er ólíklegt að heimamenn hefðu fengið víti! Leikmenn Liverpool voru áræðnir og sóttu við hvert tækifæri.
Liverpool varð fyrir áfalli eftir um það bil 20 mínútur þegar Naby Keita meiddist á nára og varð að fara af velli. Jordan Henderson kom inn á í hans stað. Litlu síðar, á 26. mínútu skoruðu, heimamenn. Jordi Alba sendi frábæra sendingu inn á vítateiginn frá vinstri og stutt frá marki renndi Luis Suarez sér fram milli miðvarða Liverpool og kom boltanum í markið. Mark og það ekki úr óvæntri átt. Luis fagnaði innilega og þeir sem áttu von á hógværð af hans hendi þekkja hann ekki vel.
Liverpoool brotnaði ekki við þetta og eftir rúman hálftíma sendi Jordan góða sendinu fram á Sadio Mané er hann skaut hátt yfir markið úr góðri stöðu í vítateignum. Eitt mark skildi liðin í hálfleik.
Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn af krafti og strax í byrjun átti James Milner gott skot sem Marc-André ter Stegen varði í horn. Nokkrum mínútum seinna kom Mohamed Salah sér í góða skotstöðu en aftur varði Þjóðverjinn í horn. Liverpool yfirspilaði spænsku meistarana og þegar um klukkutími var liðinn komst James í upplagt færi en skaut beint á Marc-André. Heimamenn voru orðnir órólegir.
En þegar stundarfjórðungur var eftir fór skyndilega allt á versta veg. Fabinho Tavarez náði að pikka boltanum frá Lionel við vítateiginn en í framhaldinu hrökk boltinn inn í vítateginn þar sem boltinn fór af Luis og í þverslána. Lionel var vel vakandi náði frákasinu og skoraði í autt markið. Mikið áfall eftir frábæran leikkafla Liverpool og enn versnaði það á 82. mínútu. Barcelona fékk aukaspyrnu hátt í 30 metra frá marki. Lionel tók miðið og þrumaði boltanum upp í vinkilinn. Reyndar strauk boltinn Joe Gomez á leiðinni og lyftist aðeins við það þannig að skotið varð óverjandi. Stórkostlegt mark hjá besta knattspyrnumanni samtímans!
Liverpool fór strax í sókn en skoti varamannsins Roberto Firmino af stuttu færi var bjargað á línu. Mohamed náði frákastinu en skot hans fór í stöng. Ótrúleg óheppni! Í viðbótartíma hefði staðan getað orðið enn verri en Ousmane Dembele hitti ekki boltann í dauðafæri eftir skyndisókn.
Staðan fyrir seinni leikinn á Anfield Road í næstu viku virðist vonlaus. En kraftar Anfield og í raun stórgóður leikur Liverpool í kvöld gefur von!
Barcelona: Ter Stegen, Sergi Roberto (Alena 90. mín.), Pique, Lenglet, Alba, Rakitic, Busquets, Vidal, Messi, Suarez (Dembele 90. mín.) og Coutinho (Semedo 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Cillessen, Arthur, Malcom og Umtiti.
Mörk Barcelona: Luis Suarez (26. mín.) og Lionel Messi (75. og 82. mín.).
Gul spjöld: Clément Lenglet, Luis Suarez og Jordi Alba.
Liverpool: Alisson, Gomez, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Milner (Origi 85. mín.), Wijnaldum (Firmino 78. mín.), Keita (Henderson 24. mín.), Mane og Salah. Ónotaðir varamenn: Mignolet, Lovren, Shaqiri og Alexander-Arnold.
Gult spjöld: Fabinho Tavarez.
Áhorfendur á Nou Camp: 98.299.
Maður leiksins: James Milner. Afinn í liðinu var magnaður. Barðist eins og ljón auk þess að vera tvívegis nærri því að skora. Frábær fyrirmynd fyrir alla knattspyrnumenn á öllum aldri!
Jürgen Klopp: Ég veit ekki hvort við getum spilað mikið betur. Þetta held að þetta hafi verið besti útileikur okkar í Meistaradeildinni. Ekki bara á þessu ári heldur líka því síðasta. Ég sagði strákunum að ég sé stoltur yfir því hvernig við spiluðum.
Fróðleikur
- Þetta var fyrsti tapleikur Liverpool í 19 leikjum.
- Þetta var fyrsta tap Liverpool á Nou Camp.
- Áður hafði Liverpool tvívegis unnið þar og get tvö jafntefli.
- Seinna mark Lionel Messi var 600. mark hans fyrir Barcelona. Það fyrsta skoraði hann 1. maí 2005.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan