| Sf. Gutt

Spáð í spilin


Eftir vonbrigðin í Barcelona þurfa leikmenn Liverpool að rífa sig upp og snúa sér að því að ná öllum stigunum sem eru í boði í Newcastle. Það verður ekki auðvelt en ef Liverpool á að halda Manchester City við efnið þarf á ná þremur stigum á St James Park.


Það er óhætt að segja að Liverpool hafi spilað mjög vel í Barcelona og liðið verðskuldaði ekki að fara þaðan með 3:0 tap á bakinu. Besti kanttspyrnunmaður samtímans réði úrslitum með snilli sinni. Þó munurinn sé mikill fyrir seinni leikinn þá er að ekki spurning að Rauði herinn mun leggja allt í sölurnar þegar spænsku meistararnir koma til Liverpool. Það getur jú allt gerst á Evrópukvöldum á Anfield Road! Það að leikurinn við Newcastle skuli vera á milli leikjanna við Barcelona gæti haft áhrif á hvernig liði Liverpool verður stillt upp. 

Naby Keita verður ekki með því hann meiddist illa á nára á Nou Camp og er kominn í sumarfrí. Það var mjög slæmt að missa Naby sem hefur verið mjög vaxandi síðustu vikurnar. Roberto Firmino kom inn á sem varamaður á Spáni og lék ekki á móti Huddersfield Town fyrir viku. Það er því ólíklegt að hann komi við sögu í dag og það er skynsamlegt að hvíla hann fyrir seinni leikinn við Barcelona eigi hann á annað borð möguleika á að vera leikfær í þeim leik. 






Mikið hefur verið fjallað um hvaða þátt fyrrum framkvæmdastjórar Liverpool spila í síðustu tveimur umferðunum í Úrvalsdeildinni. Rafel Benítez stýrir Newcastle United á móti Liverpool á morgun og á mánudagskvöldið verður Brendan Rodgers við stjórn Leicester City sem mætir Manchester City í Manchester. Til að Liverpool geti orðið meistari verður Manchester City að missa stig og það eru bara tveir leikir eftir á lið. Vonandi nær Brendan að leggja upp eitthvað snjallt sem dugar á meistarana. En fyrst og síðast þarf Liverpool að vinna Newcastle og svo Wolverhampton Wanderes í síðustu umferð. Sigrar í þessum leikjum eru lykill að því að draumurinn um Englandsmeistaratitilinn geti orðið að veruleika. 

Liverpool hefur gengið misjafnlega á St James Park síðustu árin og heimamenn hafa verið sterkir þar síðustu vikurnar. En ég spái því að 0:2 sigur vinnist þar. Moahmed Salah og Jordan Henderson skora mörkin sem halda lífi í draumum okkar stuðningsmanna Liverpoool!

YNWA!


 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan