| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ekki einu sinni sagan er með okkur í liði
Mér hefur verið tíðrætt um að sagan sé ansi oft með Liverpool í liði, en það hjálpi okkar auðvitað ekki neitt. Fyrir morgundaginn er staðan samt þannig að ekki einu sinni sagan er á okkar bandi.
Mér hefur líka verið tíðrætt um það í vetur að ég ætli að trúa því fram til síðustu sekúndu að við getum unnið deildina. Ég stend við það. Það er eitthvað í loftinu, vatninu eða bara eitthvað. Það er alveg magnað hversu margt hefur fallið með okkur að undanförnu. Afhverju ætti það ekki alveg eins að gerast á morgun?
Sagan segir samt mjög einfaldlega að það sé með öllu ómögulegt. Frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð hafa úrslitin í deildinni nefnilega 7 sinnum ráðist í lokaumferðinni og í hvert einasta skipti hefur liðið sem var á toppnum eftir 37 umferðir staðið uppi sem sigurvegari. Það er ömurleg tölfræði, en við munum vonandi breyta henni á morgun.
Fyrir lokadaginn var Blackburn með tveggja stiga forystu á United, en tapaði 2-1 fyrir Liverpool á Anfield. Sigurmarkið skoraði Jamie Redknapp beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu. Fréttirnar af óvæntu tapi Blackburn bárust á Upton Park þar sem leikur United og West Ham var um það bil að fjara út og þrátt fyrir stórsókn United síðustu andartökin endaði sá leikur 1-1. Hvort tveggja frekar óvænt úrslit og okkar maður, King Kenny, slapp sannarlega með skrekkinn.
1995-1996
2007-2008
Fyrir síðustu umferðina leiktíðina 2007-2008 var Manchester United enn eina ferðina í harðri baráttu, í þetta sinn við Chelsea. Eftir 37 umferðir voru liðin jöfn með 84 stig, en United var með miklu betra markahlutfall þannig að sigur gegn Wigan í lokaleiknum dugði lærisveinum Ferguson. Þeir stóðust álagið eins og oft áður og unnu sinn leik 0-2, en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Wigan.
Nokkrum dögum síðar var Avram Grant rekinn frá Chelsea. Annað sætið í deildinni og tap í vítakeppni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar (eftir sigur gegn Liverpool í undanúrslitum eftir framlengingu á Brúnni) þótti óviðunandi árangur.
Mér hefur líka verið tíðrætt um það í vetur að ég ætli að trúa því fram til síðustu sekúndu að við getum unnið deildina. Ég stend við það. Það er eitthvað í loftinu, vatninu eða bara eitthvað. Það er alveg magnað hversu margt hefur fallið með okkur að undanförnu. Afhverju ætti það ekki alveg eins að gerast á morgun?
Sagan segir samt mjög einfaldlega að það sé með öllu ómögulegt. Frá því að Úrvalsdeildin var stofnuð hafa úrslitin í deildinni nefnilega 7 sinnum ráðist í lokaumferðinni og í hvert einasta skipti hefur liðið sem var á toppnum eftir 37 umferðir staðið uppi sem sigurvegari. Það er ömurleg tölfræði, en við munum vonandi breyta henni á morgun.
1994-1995
Fyrsta alvöru dramatíkin í lokaumferð Úrvalsdeildarinnar var vorið 1995 þegar Kenny Dalglish leiddi Blackburn til sigurs í deildinni. Liðið var í harðri baráttu við Manchester United og í lokaumferðinni misstigu bæði lið sig illa. Fyrir lokadaginn var Blackburn með tveggja stiga forystu á United, en tapaði 2-1 fyrir Liverpool á Anfield. Sigurmarkið skoraði Jamie Redknapp beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu. Fréttirnar af óvæntu tapi Blackburn bárust á Upton Park þar sem leikur United og West Ham var um það bil að fjara út og þrátt fyrir stórsókn United síðustu andartökin endaði sá leikur 1-1. Hvort tveggja frekar óvænt úrslit og okkar maður, King Kenny, slapp sannarlega með skrekkinn.
1995-1996
Ári síðar var önnur Liverpool sjöa í eldlínunni fyrir lokaleikinn, en þá var Kevin Keegan grátlega nálægt því að stýra Newcastle til sigurs í deildinni. Liðið var lengi framan af vetri með góða forystu, en fór á taugum um vorið.
Fyrir lokaumferðina var samt enn veik von. Liðið var tveimur stigum á eftir Manchester United og allt gat í sjálfu sér gerst. Rétt eins og á morgun. Það fór hinsvegar svo að Newcastle gerði jafntefli í síðasta leiknum, á sama tíma og United smurði Middlesborough, undir stjórn Bryan Robson, ofan á brauð 3-0.
Fyrir lokaumferðina var samt enn veik von. Liðið var tveimur stigum á eftir Manchester United og allt gat í sjálfu sér gerst. Rétt eins og á morgun. Það fór hinsvegar svo að Newcastle gerði jafntefli í síðasta leiknum, á sama tíma og United smurði Middlesborough, undir stjórn Bryan Robson, ofan á brauð 3-0.
1998-1999
Fyrir lokaumferðina vorið 1999 var Arsenal í sömu sporum og Liverpool verður á morgun, einu stigi á eftir toppliðinu, sem þá var Manchester United. Bæði lið unnu sína leiki, United vann Tottenham og Arsenal lagði Aston Villa. United landaði sigri í deildinni með skitin 79 stig.
2007-2008
Nokkrum dögum síðar var Avram Grant rekinn frá Chelsea. Annað sætið í deildinni og tap í vítakeppni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar (eftir sigur gegn Liverpool í undanúrslitum eftir framlengingu á Brúnni) þótti óviðunandi árangur.
2009-2010
Leiktíðina 2009-2010 voru Chelsea og Manchester United aftur í baráttu, United var stigi á eftir Chelsea frá 35. umferð og allt til loka. Bæði lið unnu fjóra síðustu leiki sína nokkuð örugglega og eins og til að undirstrika yfirburði liðanna í deildinni skoruðu þau samtals 12 mörk síðasta daginn! United lagði Sunderland 4-0 á útivelli og Chelsea rótburstaði Wigan 8-0 á Brúnni. 2011-2012
Vorið 2012 var Manchester United aðeins nokkrum ótrúlegum augnablikum frá því að endurskrifa söguna, með því að vinna deildina þrátt fyrir að vera í 2. sæti fyrir lokadaginn - á markamun reyndar. Þetta tímabil háðu Manchester liðin æsispennandi einvígi og eftir 90 mínútur af lokaumferðinni leit allt út fyrir að United hefði betur, en liðið var þá búið að tryggja sér 2-1 sigur á Sunderland og City var 1-2 undir á móti QPR. Á ótrúlegan hátt náðu Dzeko og Aguero að skora tvö mörk í uppbótartíma og tryggja City sigur í deildinni. 2013-2014
Eins og við munum væntanlega öll var Liverpool í dauðafæri á að vinna deildina undir lok tímabilsins 2013-2014. Í lokaumferðinni var vonin hinsvegar orðin álíka veik og hún er í dag. Liðið var tveimur stigum á eftir Manchester City og varð að treysta á óvænt úrslit í leik City og West Ham. Það gerðist ekki, bæði Liverpool og City unnu sína leiki og City stóð uppi sem sigurvegari. 2018-2019?
Það sést á þessari upptalningu að von okkar er veik, að minnsta kosti sögulega séð. Og kannski á allan hátt. En það er allavega ekkert annað í stöðunni en að halda áfram að láta sig dreyma. Liðið okkar er stórkostlegt og hver veit, hver veit....................Ég trúi. YNWA kæru vinir.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan