| Sf. Gutt
Undirbúningur Liverpool undir úrslitaleikinn um Evrópubikarinn hófst í dag þegar leikmenn mættu til æfinga á Marbella á Miðjarðarhafsströnd Spánar. Jürgen Klopp hefur áður farið með liðið sitt á þessar slóðir til æfinga.
Jürgen Klopp og ráðgjafar hans völdu 26 leikmenn til æfinga fyrir úrslitaleikinn. Æfingabúðirnar standa yfir í sex daga. Leikmenn fengu frí eftir síðustu umferð deildarinnar og hafa notið hvíldarinnar hér og þar um heiminn.
Æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum. Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Jones, Keita, Kelleher, Lallana, Lovren, Mane, Matip, Mignolet, Milner, Moreno, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Sturridge, Van Dijk, Wijnaldum og Woodburn.
Athygli vekur að Naby Keita er í hópnum. Hann meiddist á nára í fyrri leik Liverpool og Barcelona í undanúrslitunum og var reiknað með að hann væri kominn í sumarfrí.
Tilkynnt var í dag að liðum sé nú leyfilegt að velja 12 varamenn í úrslitaleiki á Evrópumótum. Síðustu ár hefur mátt hafa sjö varamenn.
Hér eru myndir af Liverpoolfc.com sem voru teknar á Mabella í dag.
TIL BAKA
Undirbúningur hafinn

Jürgen Klopp og ráðgjafar hans völdu 26 leikmenn til æfinga fyrir úrslitaleikinn. Æfingabúðirnar standa yfir í sex daga. Leikmenn fengu frí eftir síðustu umferð deildarinnar og hafa notið hvíldarinnar hér og þar um heiminn.
Æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum. Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Jones, Keita, Kelleher, Lallana, Lovren, Mane, Matip, Mignolet, Milner, Moreno, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Sturridge, Van Dijk, Wijnaldum og Woodburn.
Athygli vekur að Naby Keita er í hópnum. Hann meiddist á nára í fyrri leik Liverpool og Barcelona í undanúrslitunum og var reiknað með að hann væri kominn í sumarfrí.
Tilkynnt var í dag að liðum sé nú leyfilegt að velja 12 varamenn í úrslitaleiki á Evrópumótum. Síðustu ár hefur mátt hafa sjö varamenn.
Hér eru myndir af Liverpoolfc.com sem voru teknar á Mabella í dag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan