| Sf. Gutt
Roberto Firmono er farinn að æfa en hann missti af síðustu þremur leikjum Liverpool. Vonast er til að hann verði leikfær þegar Liverpool mætir Tottenham Hotspur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Roberto tognaði á nára og var síðast í byrjunarliði Liverpool á móti Cardiff City á Páskadegi. Hann kom reyndar inn á sem varamaður á móti Barcelona á Nou Camp en meira hefur hann ekki komið við sögu síðustu vikurnar. Hann æfði sem sagt með félögum sínum á Marbella og nú er að vona að hann geti verið með á móti Tottenham. Roberto er lykilmaður og það yrði verra ef hann gæti ekki spilað með.
Roberto Firmino er búinn að skora 16 mörk á leiktíðinni og átt þátt í þó nokkrum að auki. Hann skoraði í báðum deildarsigrum Liverpool á móti Tottenham. Það yrði því gott hvernig sem á það er litið ef hann gæti spilað á móti Tottenham í Madríd.
TIL BAKA
Roberto Firmino farinn að æfa

Roberto Firmono er farinn að æfa en hann missti af síðustu þremur leikjum Liverpool. Vonast er til að hann verði leikfær þegar Liverpool mætir Tottenham Hotspur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Roberto tognaði á nára og var síðast í byrjunarliði Liverpool á móti Cardiff City á Páskadegi. Hann kom reyndar inn á sem varamaður á móti Barcelona á Nou Camp en meira hefur hann ekki komið við sögu síðustu vikurnar. Hann æfði sem sagt með félögum sínum á Marbella og nú er að vona að hann geti verið með á móti Tottenham. Roberto er lykilmaður og það yrði verra ef hann gæti ekki spilað með.

Roberto Firmino er búinn að skora 16 mörk á leiktíðinni og átt þátt í þó nokkrum að auki. Hann skoraði í báðum deildarsigrum Liverpool á móti Tottenham. Það yrði því gott hvernig sem á það er litið ef hann gæti spilað á móti Tottenham í Madríd.
Nýlegar fréttir
-
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim
Fréttageymslan